fbpx

CROCS hjá Christopher Kane

FASHIONFASHION WEEK

English Version Below

Ég vaknaði upp við ansi ótrúlegar tískufréttir þennan daginn. Crocs komnir á tískupallana (!) hjá sjálfum Christopher Kane (!!) .. ég sá þetta alls ekki fyrir.
Herra Kane fer sínar leiðir og á pottþétt eftir að sannfæra einhverja um ágæti skóna. Ég þarf aðeins að ná mér niður áður en ég fer að mynda mér skoðun á þessu.

IMG_6160-xlarge_trans++Imq0gSBkzcH_-jHFXstKOL9t1Pg2VDixv7okYcOWKLU IMG_6248-xlarge_trans++x1rGucoo2J_ExhuM2sOt-9y5zyGCNovvQxxhbnCZIlQV8-160929971

Christopher Kane SS17

fashion-crocs-are-here-and-theyre-actually-kind-of-cool-body-image-1474311991
Svo skreytum við þá með steinum. Já já, ég veit ekki.

Hingað til hef ég átt mjög erfitt með þessa vinsælu hönnun. En það virðist sem tískan komi manni sífellt á óvart? Allavega miðað við þetta.

Tískuhúsin virðast leggja áherslu á að reyna að sjokkera smá markaðinn í von um mikla umfjöllun. Það virkaði vel hjá Kane í þetta skiptið. Ég er viss um að Crocs sjáist á götunum næsta sumar. Þó ég hafi litla trú á að mínar tásur rati í par þá er jákvæðasti punkturinn sá að ég hef heyrt að þeir séu mjög þægilegir.

 

//

I do not have many words about this shocking fashion news that I woke up to this morning (!)  The models at Christopher Kane walked the catwalk wearing Crocs. I need to calm down before I tell you my thoughts on this. Will people be wearing Crocs next summer? I did not see this one coming …

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Í GÆR: @trendnetis

Skrifa Innlegg