DRAUMA ANTÍK KAUP

HönnunPersónulegtUppáhalds

Í fríinu okkar í Svíþjóð fórum við í stutta heimsókn í lítinn smábæ með vinkonu minni sem hafði farið þangað áður. Bærinn heitir Limmared, algjört krummaskuð og lítið þar um að vera annað en að tvisvar sinnum í viku, þriðjudaga og laugardaga eru opnir þar fjölmargir flóamarkaðir eða Loppis! Vitandi að við vorum aðeins með eina innritaða tösku fyrir flugið var ég frekar róleg en það var margt fallegt að sjá, og ég datt í lukkupottinn þegar ég fann sjaldgæfa glersveppi eftir glerhönnuðinn Monica Backström sem framleiddir voru af Kosta Boda uppúr 1970.

Foreldrar mínir hafa átt tvo svona lampa síðan ég man eftir mér, en annar þeirra brotnaði fyrir nokkrum árum og vonandi finnum við eins einn daginn. Upphaflega ætlaði ég að leyfa mömmu að eiga lampann sem ég keypti (þessi minni er ekki lampi), en mamma er á því að ég eigi að eiga þessa fallegu sveppi enda mjög Svönulegir og algjörlega í mínum litum sem er ótrúleg tilviljun því þeir eru langfæstir í svona litasamsetningum.

Ég er að minnsta kosti alsæl með þessi kaup – og sitthvað annað fylgdi með heim, sýni ykkur það næst!

Upplýsingar um “Loppis þorpið finnið þið hér!

HEIMSÓKN Í SMÁRALIND // ÚTSÖLULOK

Umfjöllun

Í samstarfi við Smáralind var mér boðið að koma til þeirra og skoða útsölulok og úrvalið af fallegum hlutum fyrir heimilið. Ég eyddi dágóðum tíma í búðarráp hjá þeim í morgun sem mér leiddist aldeilis ekki og afraksturinn má sjá hjá @Smaralind á Instagram þar sem ég setti inn alla heimsóknina á Instastory sem verður einnig hægt að nálgast síðar í highlights. 

Ég á sjaldan í vandræðum með að setja saman óskalista af fallegum hlutum og hér má sjá mína uppáhalds hluti sem flestir eiga það sameiginlegt að vera á útsölu svo það má aldeilis kíkja við og gera góð kaup –

// Færslan er unnin í samstarfi við Smáralind – allar vörurnar valdi ég sjálf og endurspegla þær minn persónulega smekk. 

// 1. Ég rakst á ótrúlega skemmtilegar stjörnumerkja myndir í Dúka, hér má sjá Bogamann. Verð frá 2.990 kr. // 2. Möst have í sumarboðið er að mínu mati stór kokteilakrukka með krana. 3.999 kr. A4. // 3. Ódýr glerglös á fæti frá Söstrene, verð 754 kr. // 4. Sólgleraugu frá Vila á 60% afslætti, verð 1.794 kr. // 5. Flott salatskál frá Lucie Kaas á 50% afslætti, 3.715 kr. Líf og list. // Það var kaktusaþema í nokkrum verslunum sem ég er mjög hrifin af. Sá t.d. flotta kaktusastyttur á 50% afslætti í Hagkaup á 1.079 kr. // 6. Hvítir Eva Solo bollar á 50% afslætti í Líf og list, verð 2.175 kr. // 7. Hlébarða sandalar frá Zara, með svörtu bandi um ökkla. Útsöluverð 1.495 kr. // 8. Componibili borð frá Kartell, það kom mér skemmtilega á óvart hvað Kartell úrvalið er gífurlega mikið í Dúka eftir breytingar. Componibili er alltaf uppáhalds hjá mér – verð frá 12.900 kr. 2ja hæða. // Nike hlaupaskór úr Air, útsöluverð 10.794 kr. m. 40% afslætti, ásamt bleikum jakka á 5.697 kr. m. 40% afslætti. //  

Það eru nokkrir hlutir hér að ofan sem ég gæti vel hugsað mér að eignast og enn fleiri sem sjá má á Instastory Smáralindar – takk fyrir mig ♡

FYRSTA ÍBÚÐIN ♡

Persónulegt

Nýlega festum við fjölskyldan kaup á okkar fyrstu íbúð en eins og þið flest vitið fluttum við inn á foreldra mína í byrjun árs til þess að ná þessum áfanga, að geta lagt nógu anskoti mikið fyrir til að eiga fyrir útborgun í íbúð. Við vorum vissulega ekki að byrja á núllpunkti enda eigum við margra ára sambúð að baki en það vantaði uppá þennan herslumun sem er erfitt að ná þegar borga þarf háa leigu um hver mánaðarmót. Nýja heima er falleg og björt íbúð staðsett í gömlu hverfi hér í Hafnarfirðinum. Húsið þarfnast smá viðhalds en það er ekki mikið sem þarf að gera innandyra og ég er alveg bálskotin í þessu framtíðarheimili okkar – hér mun okkur líða vel ♡

Við erum ekki alveg strax að flytja inn – en ég kem til með að leyfa ykkur að fylgjast með og ég get ekki beðið eftir að gera þetta heimili að mínu eigin ♡

INNLIT: GLÆSILEGT & STÍLHREINT HEIMILI Í GAUTABORG

Heimili

Þrátt fyrir þá staðreynd að þetta heimili sé stíliserað fyrir fasteignasölu þá get ég ekki annað en heillast af þessari stórkostlegu íbúð með öllum sínum skrautlistum og fallegri hönnun. Stíllinn er nútímalegur og nánast tikkar í flest box varðandi það hvað hefur verið í tísku undanfarin ár þegar kemur að heimilinu, gráir veggir, veggspjöld, og vissir stólar. Það er ekki hægt að neita því að heimilið sé fallegt, en kannski örlítið fleiri liti næst?

Sjá fleiri myndir hjá Stadshem

Framtíðarheimilið mitt mætti þó alveg hafa þessa lista – þvílík fegurð!

BÚSTAÐURINN // HURÐIR MÁLAÐAR – FYRIR & EFTIR

Fyrir heimiliðPersónulegt

Nýlega voru hurðirnar í bústaðnum málaðar hvítar og þvílíkur munur! Eins og þið vitið höfum við fjölskyldan *hóst pabbi, verið að taka í gegn bústaðinn okkar hægt og rólega, en þrátt fyrir smá athyglisbrest enda mjög mörg verkefni sem þarf að sinna, þar sem gengið er úr einu ókláruðu verki yfir í það næsta er þetta allt saman farið að líta svo vel út.

Hurðirnar voru fyrst grunnaðar og að lokum lakkaðar hvítar með lakki sem við fengum frá Sérefni eftir ráðleggingar fagaðila. Að lokum voru loksins settir á keramík hurðahúnar sem mamma keypti erlendis fyrir yfir 30 árum síðan, og fá þeir loksins að njóta sín.

Fyrir & svo eftir …

Ég er sko bálskotin í útkomunni og hurðarhúnarnir sætu eru fullkomnir fyrir bústaðinn.

Liturinn á bústaðnum heitir Soft Sand og er líka frá Sérefni.

Pabbi er duglegasti maður sem ég veit um, algjör vinnufíkill ef svo má kalla… og er að sjálfsögðu kominn með aukaverkefni við að laga aðra sumarbústaði í kring, sem betur fer er þetta áhugamálið hans líka. Ég held hreinlega að ég hafi varla séð hann í öðru en vinnubuxum í öllum okkar heimsóknum í bústaðinn undanfarið ár. – Leyfi einni vinnumynd að fylgja með:) 

Ég er svosem með fá hlutverk þegar kemur að bústaðnum önnur en að hafa það huggulegt, en núna er draumurinn minn að útbúa kofa í garðinn fyrir son minn og systurson enda líður þeim alveg ótrúlega vel í bústaðnum og sækja mikið í að fara þangað. Ég er að meta kosti þess og galla hvort sé betra að kaupa tilbúinn kofa eða smíða frá grunni – þegar gæfist tími, en þar sem strákarnir stækka svo hratt finnst mér “möst” að þeir eignist sinn kofa helst í gær.

♡ Fylgist endilega með á instagram @svana.svartahvitu 

37 STÓRKOSTLEGIR FERMETRAR

Heimili

Ótrúlegir hlutir gerast, en þessi 37 fermetra íbúð er aldeilis eitthvað til að dást að. Það er fáum sem myndi detta í hug að svona lítil íbúð myndi bera allar þessar geggjuðu hugmyndir en eigum við eitthvað að ræða þessa eldhúseyju og bleiku forstofuna?

 

Myndir via Fantastic Frank

Ótrúlega skemmtilegt og öðruvísi heimili, stálhurðin með glerinu í er frábær hugmynd til að loka af svefnherbergið og opnar rýmið enn meira. Svefnloftið fyrir ofan eldhúsið er einnig frábær lausn í lítilli íbúð, stundum eru 37 fermetrar hreinlega alveg nóg…

TRYLLTUR BAÐHERBERGJA INNBLÁSTUR

BaðherbergiFyrir heimilið

Það getur verið ansi dýrt að taka í gegn baðherbergið og er það líklega ástæða þess að meirihluti þeirra eru alveg einstaklega óspennandi í útliti – þið vitið sko alveg hvað ég er að tala um! Og oft á tíðum þegar búið er að eyða miklum pening í nýjar græjur og innréttingar er útkoman mögulega eins og öll hin baðherbergin – ég meina ekkert leiðinlegt – en það vantar allt fútt í þetta ♡ Smá litir og öðruvísi flísar að minnsta kosti…. Ég tók saman nokkrar myndir af baðherbergjum sem heilla mig og eiga það sameiginlegt að vera öðruvísi hver á sinn hátt.

Myndir via Pinterest 

Vá hvað ég gæfi mikið fyrir eitt svona djúsí baðherbergi – hvert er ykkar uppáhalds? – Ef þið smellið á myndirnar hér á ofan þá birtast þær stærri.

// Þið getið einnig fylgst með mér á instagram @svana.svartahvitu 

FALLEGT HEIMILI ÞAR SEM BIRTAN FLÆÐIR INN

EldhúsHeimili

Stærðarinnar gluggar og gífurleg lofthæð er eitthvað sem flestir láta sér nægja að dreyma um, það væri helst að komast yfir gamla verksmiðju til að uppfylla þann draum – vá hvað ég væri til! Hér er einmitt á ferð ótrúlega fallegt heimil sem staðsett er í gamalli verksmiðju þar sem áður voru framleidd píanó. Kíkjum á þetta draumaheimili… 

  

Via Historiska Hem

Hér gæti ég búið ♡

ÉG FER Í FRÍIÐ!

PersónulegtVerslað

Í dag förum við fjölskyldan í langþráð frí og undanfarna daga hef ég verið að sanka að mér ýmsu sem ég taldi nauðsynlegt að eiga fyrir útlöndin. Sumt sem ég raunverulega þurfti að kaupa og annað sem að mig langaði til að eignast, ótrúlegt alveg hreint hvað to do listarnir verða alltaf langir þegar skreppa á erlendis í nokkra daga haha… ég læt hreinlega eins og ég sé að fara í heimsreisu og þarf skyndilega að vera extra vel til höfð, með litaðar augabrúnir, lakkaðar neglur og með rakaða leggi? Kannast einhver við það haha.

Ferðinni er heitið til Kaupmannahafnar þar sem við ætlum að eiga notalega stund saman við þrjú í sólinni og því sem kóngsins Köben hefur upp á að bjóða ásamt því að þar býr ein uppáhalds vinkona mín með fjölskylduna sína. Þaðan förum við svo yfir með lest í sænskt sveitaþorp þar sem önnur uppáhalds vinkona mín býr en hún var að kaupa sitt fyrsta hús og það er eins og klippt út úr bíómynd og ég hef sjaldan verið jafn spennt að sjá eitt hús!

Ég setti saman brot af því sem ég hef verið að versla mér og það má jú deila um hversu nauðsynlegt sumt er…

// “Pleður”jakki frá Asos – er því miður uppseldur, en úrvalið er mjög gott af samskonar. Vá hvað ég er glöð að eiga loksins leðurjakka sem kostaði mig líka ekki annað nýrað. // Becca sólarpúður hefur verið lengi á óskalistanum og ég keypti mér loksins á Taxfree dögunum um helgina. // Hlébarðapils frá Asos – er einnig því miður uppselt. En skrollið aðeins neðar og þar finnið þið færslu frá mér um hlébarðapils. // NYX glært augabrúnagel, ég hef líklega prófað öll svona gel á markaðnum og er spennt að prófa þetta. Er líklega duglegust að prófa augabrúnavörur af öllum þeim snyrtivörum sem ég nota og alltaf til í að heyra sniðug tips. // St. Tropez brúnkukremsfroðuna hef ég notað þónokkuð lengi þegar ég vil ekki líta út eins og lík. Varð víst að kaupa mér nýjan brúsa til að falla smá inn í fjöldann í sólarlandinu. // Ég keypti mér ódýran farða um helgina sem var svo alltof dökkur – sagði frá því á instastory og viti menn! Ég fékk uppáhalds lúxusfarðann minn, Double wear frá Estée Lauder á Íslandi  í gjöf daginn eftir ásamt nokkrum öðrum vörum. Eina varan á listanum sem ég keypti ekki sjálf, en þekki vöruna vel og elska hana. // Hlébarðataska? Meira hlébarða gæti einhver spurt sig núna… þarf hún það virkilega? Já, svarið er alltaf já;) Fékk mína á Asos. // Hvítir Converse skór fyrir fríið… endurnýja mína gömlu. // Life’s a peach kinnalitur í þessum fína lit, frá L’oréal. // Asos léttur samfestingur fyrir strandarferðir og annað kósý. //

Og hér er svo húsið sjálft… algjör draumur! 

 

Ég hef tímastillt færslur út allt fríið mitt – svo endilega kíkið áfram við fyrir djúsí innlit og fleira.

Fylgist með á instagram @svana.svartahvitu fyrir sólarlandafréttir og fleira ♡

45 FALLEGAR BRÚÐARGJAFIR ♡

Fyrir heimiliðÓskalistinnVerslað

Það er fátt skemmtilegra en að fara í brúðkaup og ég vildi óska þess að fleiri í kringum mig væru að gifta sig. Ég tók saman nokkrar hugmyndir af fallegum brúðargjöfum sem ég vona að nýtist ykkur sem eruð á leið í veislu á næstunni jafnt sem væntanlegum brúðhjónum sem eru að undirbúa sinn stóra dag. Það er alltaf klassískt að gefa hluti fyrir heimilið, fallegt stell, hnífapör, blómavasa, rúmföt og fallega hönnun – alla þessa hluti gæti ég hugsað mér að eiga fyrir mitt heimili ♡

// Marmaraplatti – Bast.is // Falleg hnífapör – Kokka // Smart glerglös – Kokka // Afsteypa af listaverkinu Dýrkun eftir Ásmund Sveinsson – Safnbúð Listasafns Reykjavíkur // Aalto vasi frá Iittala er í uppáhaldi hjá mér – söluaðilar iittala // Hvít rúmföt – Bast.is // Falleg bók á stofuborðið – Safnbúð Listasafns Reykjavíkur // Blómavasar – Bast.is // Ultima Thule karafla – söluaðilar iittala //

// Nordstjerne vasi – Dimm.is // Gylltur bakki – Bast.is // Kopar hnífapör – Bast.is // Bleikt ullarteppi – Dimm.is // Fallegt plakat – Dimm // Kristal blómavasi – Snúran // Svartar Bitz morgunverðarskálar – Snúran, Bast og Líf og list // Bleik Essence glös frá iittala // Kopar pottur – Kokka //

// Royal Copenhagen skál – Kúnígúnd // Feed me skál, Anna Þórunn – MUN og Epal // Svart marmarabretti – Dimm.is // Klassísk hvít Kubus skál – Epal // Flottur standur undir eldhúsrúlluna – Dimm.is // Emaléraður járnpottur – Kokka // Kökustandur – Bast // Klassísk Pappelina gólfmotta – Kokka //

// Ullarteppi frá ihanna home – Epal og MUN // Stafabolli frá Royal Copenhagen – fæst í Danmörku // Gubi Adnet spegill – Epal // Snæuglan salt eða piparkvörn – Kokka // Falleg fuglateikning eftir Benedikt Gröndal  –  Safnbúð Reykjavíkur, Aðalstræti 10 // Ilmkerti L:A Bruket – Snúran og Dimm // Bell Tom Dixon borðlampi – Lumex // OYOY röndóttur kökustandur – Snúran // Emaléraður járnpottur – K0kka //

// Kertastjakar sem leggjast saman – Bast // Klassískt PH5 ljós – Epal // Lolo blómavasi – Epal // Takk Home viskastykki – Snúran og Epal // Málverk eftir Ella Egilsson – sjá upplýsingar hér // Kertastjaki Nordstjerne – Dimm // Blómavasi – Bast // Uppáhalds marmarabakkinn minn – Kokka //

Hvernig lýst ykkur á þessar hugmyndir – þið megið endilega smella á hjartað hér að neðan ef þessi færsla kemur til með að nýtast ykkur ♡

// Fylgist endilega með á instagram @svana.svartahvitu