BRASS BY HAF STUDIO –

Íslensk hönnun

HAF STUDIO frumsýndu á dögunum gullfallega BRASS línu sem kemur í takmörkuðu upplagi og er án efa eftir að slá í gegn fyrir jólin. Hlutirnir eru framleiddir hjá Suðurlist úr gegnheilu látúni eða brassi, sem sumir kalla kopar. Sívinsæli og klassíski kertastjakinn Stjaki frá HAF kom fyrst á markað fyrir um tveimur árum og hefur hann ítrekað selst upp vegna mikilla vinsælda – það verður því spennandi að fylgjast með BRASS línunni sem kemur í takmörkuðu og númeruðu upplagi, eða aðeins 30 stk. af hverri einingu.

Karitas hjá HAF STUDIO sá kertastjakann alltaf fyrir sér frá upphafi úr brassi en það er ekki fyrr en fyrst núna sem framleiðslan náðist eftir langt ferli og er útkoman æðisleg.

“Það sem okkur finnst skemmtilegt við brassið er að eftir tíma þá fellur á efnið og þá þarf að fægja gripina eins t.d antík hnífaparasettið hennar ömmu, þetta gefur hlutunum meiri sál og sjarma að okkar mati.” segir Hafsteinn.

Þetta glæsilega sófaborð var einnig kynnt á dögunum frá HAF STUDIO, stórglæsilegt stálborð með Nero Marquina borðplötu sem er eitt slitsterkasta borðplötuefni sem völ er á í dag. Borðið verður aðeins framleitt í 9 eintökum í þessari útgáfu!

Ég þarf greinilega að gera mér leið í fallegu HAF verslunina á Geirsgötu sem fyrst!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

JÓLAILMURINN Í ÁR ER ÍSLENSKUR

Fyrir heimiliðÍslensk hönnunJóla

Ég verð að öllum líkindum búin með þennan dásamlega jólailm áður en að jólin renna upp en frá því hann var kynntur fyrir jólin í fyrra varð ég bálskotin. Erla Gísla hjá URÐ var svo yndisleg að senda mér jólailminn í gjöf fyrir stuttu síðan en ég hef ekki getað hugsað mér að pakka honum niður og bíða aðeins lengur. Ég er líka fyrir löngu síðan byrjuð að hlusta á jólalög, búin að kaupa allar jólagjafirnar og því er vel við hæfi að herbergið – bráðum heimilið – ilmi eins og jólin.

Ég hef farið í gegnum mörg jólailmkerti og átt mörg uppáhalds en þetta er í efsta sætinu enda hinn fullkomni jólailmur. Ég sá hjá URÐ á Facebook að ilmkertið var að koma aftur eftir að hafa verið uppselt og fannst því tilvalið a deila þessari mjög svo troðnu mynd með ykkur. Þið vitið jú öll afhverju það er troðfullt af dóti hjá mér;)

P.s. Ég er loksins að vakna til lífsins eftir fullkomna mæðgna Chicago ferð þar sem minni tókst í fyrsta skiptið að klára jólagjafakaupin ♡ Ég get því ekki beðið eftir jólunum enda verður nóg af öðrum verkefnum á mínu heimili!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

UPPÁHALDS // FALLEG HÖNNUN FRÁ REFLECTIONS COPENHAGEN

HönnunSamstarfUppáhalds

Ég held mikið upp á danska hönnunarmerkið Reflections Copenhagen en handgerðu kristalstjakarnir og speglarnir frá þeim eru með því fallegra sem ég veit um. Það eru þær Julie Hugau ásamt Andreu Larsson sem stofnuðu merkið og hafa þær vægast sagt slegið í gegn með glæsilegri og einstakri hönnun fyrir heimilið. Ég varð því ansi spennt að heyra að annar hönnuður Reflections, Julie Hugau verður stödd í Snúrunni á morgun og verður haldið veglegt partý af því tilefni fyrir aðdáendur Reflections og veittur afsláttur ásamt annarri gleði.

  

Ég persónulega hef haft í langan tíma augun á fallegum spegli frá Reflections ásamt því að blómavasarnir og kertastjakarnir fá mig til að kikna í hnjánum mér þykir þetta vera alveg guðdómlega fallegt. Fyrir áhugasama þá verður Reflection partýið haldið í Snúrunni á morgun, þann 7. nóvember á milli kl. 16 og 18. Einstakt tækifæri til að hitta og ræða við hina hæfileikaríku Julie – ég veit að ég er a.m.k. spennt ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

HEIMILI : UNDIR BLEIKUM ÁHRIFUM

Heimili

Einhversstaðar las ég í tímariti á dögunum að bleiki liturinn sé aldeilis að detta úr tísku en því er ég ekki sammála. Það eru án efa einhverjir sem bíða spenntir eftir að tískustrauma dagsins í dag líði hjá enda ekki allir sem tengja við þennan kvenlega (og gjordjöss ) lit – en það gerist víst ekki alveg strax, bíðum að minnsta kosti róleg fram á vor ♡

Ég rakst á þetta fallega “bleika” heimili hjá danska Bolig Magasinet en viðtalið getið þið lesið hér. Heimilið er 300 fermetrar og býr hér fjögurra manna fjölskylda nema það að í helmingnum af húsinu býr amman og afinn – fullkomið til að fá pössun! Hér má sjá klassíska danska hönnun víða enda rekur fjölskyldan Brdr. Krüger sem er einn fremsti húsgagnaframleiðandi dana.

 

Myndir Bolig Magasinet / Anitta Behrendt

 // Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

BÆKUR // KALEIDOSCOPE : LIVING IN COLOR & PATTERN

BækurFyrir heimilið

Ég reyni yfirleitt alltaf að versla mér nýja bók þegar ég fer erlendis og er í flestum tilfellum að skoða bækur sem fjalla um hönnun og heimili. Ég er þessa stundina stödd erlendis og var búin að panta mér tvær bækur frá Amazon upp á hótel og önnur þeirra er þessi hér, Kaleidoscope: Living in color and patterns, sem ég er virkilega spennt fyrir. Ég á orðið dágott safn af svokölluðum sófaborðsbókum, nema það að mínar eru vissulega ekki aðeins upp á punt heldur fletti ég mikið upp í þessum elskum. Ég hreinlega elska góðar bækur og finnst þær algjörlega nauðsynlegar fyrir hvert heimili.

Væri kannski áhugi fyrir því að ég tæki saman góðar bækur fyrir okkur sem elskum hönnun og falleg heimili? Ég er ekki frá því að ég hafi aldrei skrifað slíkt blogg áður þrátt fyrir að vera reglulega í leit að nýjum gersemum. Þið megið endilega heyra í mér ef þið eruð með einhverjar möst have á sófaborðið!

 // Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

SÆNSK SMARTHEIT – RÖNDÓTTIR VEGGIR & MARMARI

Heimili

Það er farið að styttast í nýja heimilið okkar og ég stend mig núna að því að spá í allt öðrum hlutum en ég gerði áður þegar ég skoða fallegt heimili eins og þetta hér. Það helsta sem ég féll fyrir við þetta heimili eru smekklegir skrautfrontar sem settir eru á ofnana sem falla því miklu betur inn í rýmið. Ég viðurkenni þó að ég hef átt í rökræðum við iðnaðarmennina mína (Andrés og pabba) um hvaða tilgangi svona þjónar – augljóslega eingöngu fagurfræðilegum. En þeir eru alls ekki seldir að þetta sé málið, og að ofnarnir hiti þ.a.l. ekki nógu vel upp rýmið? Ég man að AndreA okkar er með einhverskonar útgáfu af svona skrautfrontum á sínu heimili (ég er með mjög sjónrænt minni en ég fór í innlit til hennar fyrir mörgum árum.) Spurning hvort ég leiti ráða hjá henni. Ef þið hafið reynslu af svona frontum megið þið endilega skilja eftir orð.

Yfir í annað en ofnatal… heimilið er glæsilegt eins og sjá má, röndótt veggfóðrið heillar mig og marmari uppá veggi. Hér eru margar hugmyndir sem ég gæti hugsað mér að nýta. Ég vona að þetta fína heimili veiti ykkur líka innblástur!

Myndir via Esny.se

 // Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

9 ÁRA AFMÆLI SVART Á HVÍTU ♡

PersónulegtSamstarf

VÁ í dag á SVART Á HVÍTU bloggið mitt 9 ára afmæli – ótrúlegt en satt ♡

Bloggið hefur gefið mér óteljandi skemmtileg tækifæri, dýrmætan vinskap og risa lesendahóp sem ég er þakklát fyrir alla daga. Á þessum 9 árum hefur þó mikið breyst í bloggheimum en ég blogga þó ennþá fyrir sömu ástæðuna sem er brennandi áhugi minn á hönnun og fallegum heimilum. Ég hef einnig mikinn áhuga fyrir bloggsíðum og tímaritum sem er líklega helsta ástæða þess að hér er ég ennþá skrifandi og hef enn jafn gaman af ♡

Í tilefni 9 ára afmælisins ætla ég í samstarfi við verslunina Snúruna að gefa einum heppnum lesanda í afmælisgjöf fallega UPTOWN hliðarborðið frá sænska hönnunarmerkinu ByOn. Því það er skemmtilegra að gefa en að þiggja. Leikurinn fer fram að þessu sinni á Instagram síðunni minni @svana.svartahvitu og ég hvet ykkur eindregið til þess að taka þátt. Vinsæli jólaleikurinn verður svo á sínum stað hér á blogginu þegar nær dregur að jólum og ég get hreinlega ekki beðið ♡ Greinilega ekki þið heldur því ég er nú þegar farin að fá margar fyrirspurnir um leikinn góða.

Takk fyrir síðastliðin 9 ár, þvílíkt ævintýri sem þetta hefur verið ♡ Takk þið sem hafið verið með frá byrjun og velkomnir nýjir lesendur! Svo er auðvitað stóra spurningin hvað ég geri svo þegar kemur að 10 ára afmælinu….

x Svana

 // Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

ÓSKALISTINN : IC LJÓS FRÁ FLOS

HönnunÓskalistinn

Ég hef mikinn áhuga á fallegri ljósahönnun og hef í gegnum árin sankað að mér nokkrum gullmolum og er með ennþá lengri lista af ljósum sem hugur minn girnist. Loftljós og lampar spila eitt stærsta hlutverkið í því að skapa notalegt heimili að mínu mati og það má líka vera óhræddur við að gefa lömpum fleiri hlutverk í t.d. eldhúsi og á baðherbergi en ekki eingöngu í stofu og svefnherbergi. Ég hef hingað til mest verið að safna loftljósum og borðlömpum en núna hef ég verið að skoða veggljós og gólflampa til að bæta við safnið. IC ljósið sem Michael Anastassiades hannaði fyrir FLOS er núna efst á mínum óskalista, ljósið er til í fjölmörgum útgáfum en veggljósið er eitthvað sem ég er að íhuga fyrir nýju íbúðina okkar. Gullfalleg og minimalísk hönnun sem passar að mínu mati inná flest heimili.

     Myndir via FLOS – fyrir áhugasama þá er Lumex söluaðili FLOS á Íslandi

 // Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

BRJÓSTBIRTA TIL STYRKTAR GÖNGUM SAMAN

Íslensk hönnun

Í dag á sjálfum Kvennafrídeginum er viðeigandi að fagna nýju ilmerti, Brjóstbirtu sem var sérstaklega hannað af URÐ fyrir Göngum saman. Ilmurinn er ferskur, hreinn, kvenlegur, upplífgandi og veitir innblástur.

“Nafnið Brjóstbirta varð fyrir valinu því okkur finnst það svo fallegt og minnir á tilgang Göngum saman. Félagið safnar fé til rannsókna sem auka skilning okkar á uppruna og eðli krabbameins í brjóstum. Tilgangurinn er göfugur og bjartur.” Toppnótur Brjóstbirtu samanstenda af plómum og greipávexti. Hjartað samanstendur af sedrusviði og hvítum blómum. Grunnurinn samanstendur af sandalvið, vanillu og moskus. 

Listakonan Linda Jóhannsdóttir sem starfar undir nafninu Pastelpaper vatnslitaði fallega brjóstmynd sem prýðir hvert glas. Brjóstamyndirnar hennar eru hluti af nýrri línu sem heitir einfaldlega Brjóst og rennur ágóði af sölu þeirra til Göngum Saman. Myndirnar eru unnar í blandaðri tækni þar sem meðal annars er unnið með vatnsliti, artliner og pastel. Síðast en ekki síst sá André Visage, hönnuður hjá Wolftown, um uppsetningu og umbrot.

Í dag á milli kl. 16- 18 verður Brjóstbirtu fagnað hjá Hlín Reykdal, Fiskislóð 75. 
Allir velkomnir & léttar veitingar í boði! 

 // Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

ÆVINTÝRALEGA FALLEGT & ÍBURÐARMIKIÐ HEIMILI

Heimili

Byrjum vikuna á þessu stórglæsilega heimili þar sem íburðurinn ræður ríkjum. Fallegir skrautlistar á veggjum og á lofti ásamt handmáluðu blómaskreyttu stofulofti. Gætuð þið búið svona?

Húsgögnin eru nokkuð einföld og mínimalísk í sniðum sem fer vel saman við allar skreytingarnar á húsinu sjálfu. Gubi Beetle borðstofustólar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og fara hér vel við klassíska Super Elliptical borðið, og bólstraðar Sjöur í eldhúskróknum. Einfalt þarf vissulega ekki að þýða ódýrt. Ég er hrifin af því hvað litavalið er lágstemmt og einlitað nánast – fer vel við aldur hússins og útkoman eru fallegar ljósmyndir þó ég gæti ekki búið hér endilega. Mitt fyrsta verk væri annars að fjarlægja ljósakrónuna úr stofunni, hún truflar mig smá – sammála?

Myndir: Henrik Nero // Behrer.se

 // Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu