RÓMANTÍK Í PARÍS

BarnaherbergiHeimili

Í dag færi ég ykkur fallegt draumaheimili í París – hér búa eigendur frönsku barnafataverslunarinnar Frangin Frangine, og kemur því ekki á óvart að barnaherbergin sem eru þónokkur eru mjög falleg. Íbúðin sem er 200 fermetrar er innréttuð í rómantískum stíl og eru húsgögnin mörg hver gersemar af flóamörkuðum sem setja mikinn svip á heimilið. Íbúðin er björt með fallegum frönskum gluggum sem sumir hverjir snúa út að Eiffel turninum sjálfum samkvæmt Elle Decor – þvílíkur draumur.

Myndir via Elle

NÝTT FRÁ ROYAL COPENHAGEN : BLOMST

HönnunKlassík

Royal Copenhagen heimsfrumsýnir nú nýja línu af borðbúnaði sem ber heitið Blomst. Royal Copenhagen er gamalgróin dönsk postulínsverksmiðja sem stofnuð var árið 1775 og er borðbúnaður þeirra samofinn dönsku samfélagi og hafa heilu kynslóðirnar alist upp með “Blue Fluted” matarstelli sem þykir mjög eftirsótt í dag.

Það eru mikil tíðindi þegar svona klassískt og rótgróið hönnunarfyrirtæki kynnir nýja vörulínu, og var Blomst um fimm ár í vinnslu. Það var hollenski listamaðurinn Wouter Dolk sem túlkaði blómamynstrið í nýrri mynd en Blue Flower var annað mynstrið sem Royal Copenhagen kynnti árið 1779 og var það handmálað blómaskreytt stell innblásið af dönskum blómagörðum. Mikil nákvæmni var lögð í samsetningu forms, mynsturs, staðsetningu og stærð og er útkoman nútímaleg og klassísk í senn. Mikið afskaplega er þetta fallegt mynstur…

“With blomst, we have created something beautiful and meaningful.”

Wouter Dolk – Artist

Myndir via Royal Copenhagen

YFIRHÖNNUÐUR ARTEK BÝR SMART –

Heimili

Það kemur varla á óvart að yfirhönnuður finnska hönnunarveldisins Artek búi nokkuð huggulega, og hvað þá þegar Lotta Agaton stílistadrottningin sjálf mætir á svæðið og stillir öllu vel upp. Það má vissulega sjá nokkra gullmola úr smiðju Artek á þessu fallega heimili en þó kemur það mér skemmtilega á óvart að hún er ekki óhrædd við að sýna hönnun úr öðrum áttum og má þar nefna húsgögn og ljós frá Vitra, Fritz Hansen og Louis Poulsen.

Hér gæti ég búið ♡

Myndir via Residence Magazine

HEIMILI ÓLAFS ELÍASSONAR ER DRAUMI LÍKAST

Heimili

Heimili heimsfræga listamannsins Ólafs Elíassonar er draumi líkast en það er nú til sölu. Húsið sem er eins og klippt úr ævintýri ( sjá útihurðina sem er eins og ugla ) er 270 fm og er staðsett í Hellerup sem er rétt utan Kaupmannahafnar. Það sem er áhugaverðast að mínu mati er að sjá nokkur listaverka hans í svona persónulegu umhverfi en ekki í listasöfnum þar sem ég hef venjulega séð þau. Það hefur alltaf verið mikið talað um Ólaf Elíasson í minni fjölskyldu en afi minn og amma hans voru systkini, og þar af leiðandi allir í fjölskyldunni hálfgerðir aðdáendur og mikið dáðst af hans afrekum sem eru þónokkur.

En það er enginn vafi á því að þetta er með glæsilegra heimili sem sést hefur og eitt er víst… ég mun aldrei gleyma þessari uglu-hurð.

Myndir Boliga / via Smartland

Hvað finnst ykkur um þetta ævintýralega heimili og mikilvægara er … gætuð þið hugsað ykkur uglu útidyrahurð? Ég óska ykkur annars góðrar helgi !

NÝTT FRÁ IITTALA // 2018

Hönnuniittala

Ef það er einhver staður í heiminum þar sem ég væri til í að vera akkúrat núna þá er það í Mílanó, en þar stendur yfir dagana 17. – 22. apríl ein stærsta og flottasta hönnunarsýning í heiminum. Ég fylgist þó vel með mörgum framleiðendum, hönnuðum og erlendum tímaritum í gegnum instagram og sé þar brot af fréttunum og nýjungum sem væntanlegar eru. Salone del Mobile í Mílanó er einn mikilvægasti viðburður ársins í hönnunarheiminum og það er þvílíkt ævintýri að vera í borginni þessa viku – ég mæli svo sannarlega með því að fara að minnsta kosti einu sinni á sýninguna fyrir áhugasama um hönnun.

Ég rakst á fallegar myndir frá iittala, nokkrar fallegar nýjungar væntanlegar frá þeim og nýir litir og eru þessar myndir alls ekki tæmandi listi. Eingöngu fallegar myndir sem ég vildi deila með ykkur. Það vakti athygli mína að iittala kynnti í samstarfi við ítalska framleiðandann Magis nokkra Toikka fugla í lampaútgáfu! – Sjá neðstu myndina.

Toikka fuglarnir eru alltaf jafn glæsilegir og heitir þessi King Vulture / Gammur sem bætist við safnið. Fallegur og tignarlegur í þessari útgáfu Toikka glerlistamannsins fræga en Gammur er jú þónokkuð ógnvekjandi fugl …

Myndir : iittala

Ég hef aldrei haldið mikið upp á Magis hinsvegar og varð mjög skeptísk þegar ég heyrði af þessu samstarfi, en verð að segja að uglurnar eru þónokkuð sætar sem lampar. Ég væri helst til í að sjá þær í persónu til að geta alveg sagt um hvort þær eigi roð í glerfuglana sem ég er alltaf svo hrifin af.

Hvernig væri nú einfaldlega að hoppa með næstu vél til Mílanó – hver er til!

GÆÐASTUNDIR UTANDYRA Í FALLEGU UMHVERFI

Garðurinn

Sumardagurinn fyrsti er rétt handan við hornið og þá er tilvalið að skoða nokkrar myndir af fallegum útisvæðum fyrir fjölgandi gæðastundum utandyra í garðinum, pallinum eða á svölunum. Útisvæðin okkar eru ólík eins og þau eru mörg, sum okkar hafa mjög smáar svalir á meðan aðrir skarta stærðarinnar garði með palli, en stærðin skiptir aldeilis ekki máli því það er hægt að gera minnstu svalir huggulegri en stofuna innandyra með réttum ráðum. Pallurinn eða svalir eiga að vera einhversskonar framlenging á stofunni þegar veðrið er gott og vera hvetjandi til að eyða sem mestum tíma utandyra. Til að gera þessa staði sem huggulegasta þarf að hugsa örlítið lengra en bara garðhúsgögn. Við viljum hafa luktir, mottur, blóm og tré í pottum og jafnvel að draga út innihúsgögnin þegar veðrið er sérstaklega gott. Smáhlutirnir gera svo andrúmsloftið extra spennandi en þá erum við að tala um ljósaseríur, smart púða á stólana og falleg glös ásamt karöflu.

Vonandi veita þessar myndir ykkur innblástur,

Myndir via Ikea Livet hemma og Pinterest // Svartáhvítu

Persónulega er ég hrikalega spennt fyrir sumrinu en við erum að undirbúa mjög skemmtilega ferð til Svíþjóðar en einnig erum við svo heppin þetta sumarið að á þessu tímabundna heimili okkar (hjá mömmu og pabba) er þessi fíni garður og er gengið beint úr eldhúsinu út á pallinn þar sem ég ætla að eyða mínu sumri.

SUNNUDAGSHEIMILIÐ: SMART HEIMILI BLOGGARA

Heimili

Heimili finnska hönnunarbloggarans Sini Liikala er smekklegt eins og þau gerast best. Með vel valda hönnunarmuni sem sýna rjómann af Skandinavískri hönnun og þá sérstaklega gersemar frá finnsku hönnunarmerkjunum Artek og Marimekko og útkoman er óvænt en falleg. Stórir gluggar og mikil lofthæð gera heimilið sérstaklega opið og bjart. Takið eftir hvað marmaraflísarnar á forstofunni koma hrikalega vel út og afmarka eldhúsið frá heildarrýminu. Hér gæti ég búið!

Myndir via My Scandinavian home 

Dásamlega fallegt heimili sem gefur mér góðar hugmyndir fyrir mitt framtíðarheimili. Ég er alltaf dálítið skotin í svart hvítu mynstri og hef lengi haft á óskalistanum sebramynstaða Artek púðann og sömuleiðis er kollurinn mjög smart. Ég gæti reyndar talið upp langan lista af hlutum sem ég sé hér sem eru á mínum óskalista, enda hittir þetta heimili beint í mark hjá mér.

Hvað finnst ykkur?

1 ÁRS AFMÆLI DIMM.IS & AFMÆLISAFSLÁTTUR

Fyrir heimiliðÓskalistinnVerslað

Ein glæsilegasta vefverslun landsins DIMM.is fagnar 1 árs afmæli sínu um helgina frá fimmtudegi til sunnudags með afslætti, gjafaleik og auka opnun í sýningarrýminu. Í tilefni þess tók ég saman minn lista af uppáhaldsvörum og ef ég ætti risa inneign hjá þeim (sem að ég á ekki) þá yrðu þessir hlutir fyrir valinu og hefði ég auðveldlega getað valið lengri lista. Það má vel nýta sér 20% afmælis afsláttinn og versla sér eitthvað fallegt um helgina – ég veit að minnsta kosti hvað mig langar í.

Rúsínan í pylsuendanum er þó að einn heppinn viðskiptavinur gæti átt von á því að vinna sér inn 50.000 kr. úttekt hjá versluninni (má einnig nýta sem endurgreiðslu á kaupunum)…. freistandi ekki satt!

Færslan er unnin í samstarfi við Dimm.is 

Sýningarrými DIMM er staðsett í Ármúla 19, 2. hæð (fyrir ofan Glóey) og eru opnunartímar eftirfarandi fyrir þau ykkar sem viljið fá að skoða vörurnar: Fimmtudagur 15:30 – 18:00 / Föstudagur 12-18 / Laugardagur 11-16.

Til hamingju með 1 árs afmælið DIMM – megi þau verða ennþá fleiri ♡ Hér að neðan má svo sjá upplýsingar um vörurnar hér að ofan með hlekk yfir í vefverslunina.

// Nordstjerne vasi í svörtu // Dökkblátt sængurverasett // BKR glerflaska fyrir vatnið // Ballerínumynd á vegginn // Bleikt ullarteppi // Gylltur Nordstjerne kertastjaki // Ilmkerti frá L:A Bruket // Falleg skrautfjöður // Töff leðurhanki frá By Wirth // Marmara eldhúsrúllustandur sem ég þarf að eignast // Smart standur undir uppþvottalög og bursta // Handsápa í flottum umbúðum // Hör servíettur // Töff granítbretti // Svart marmarabretti // Fallegur minimalískur lampi frá Watt & Veke // 

JÓN JÓNSSON & HAFDÍS SELJA DRAUMAHEIMILIÐ

Heimili

Einn af mínum uppáhalds íslensku tónlistamönnum (fyrir utan Frikka Dór) er Jón Jónsson, núna í morgun komst ég þó að því að hann er líka svona ótrúlega smekklegur þegar kemur að heimilinu sem núna er komið á sölu. Hér býr hann ásamt eiginkonu sinni, Hafdísi Björk Jónsdóttur í Sjálandinu í Garðabæ og hafa þau hjónin góðan smekk fyrir klassískri hönnun og list. Leðurklæddar Sjöur og Y-stólar skreyta eldhúsið sem er opið inn í stofu og það vekur athygli mína hvað heimilið þeirra er einstaklega gestvænt. Hægt er á auðveldan hátt að færa til stakar sófaeiningar í stofunni og hafa svalirnar einnig verið gerðar huggulegar með hengistól og sófum. Það er líklega mjög gaman að fá boð í partý hér á bæ!

Skoðum betur þetta einstaklega fallega heimili,

Myndir via Fasteignir Mbl.is 

Fleiri upplýsingar um eignina má finna hér á fasteignavef Mbl.is. Æðisleg staðsetning á íbúð en mér þykir alltaf vera smá Kaupmannahafnar fílingur í þessu hverfi. Ef ég væri ekki svona mikill Hafnfirðingur þá væri þetta hverfi líklega næst á dagskrá!

SUNNUDAGSINNLIT : MEÐ SVÖRT LOFT & GÓLF

Heimili

Sunnudagsinnlitið er að þessu sinni sjarmerandi 75 fm íbúð á Norrebrø í Kaupmannahöfn, en hér búa þau Maria Louise og Kristian Pom. Það vekur athygli að yfir helmingur íbúðarinnar er málaður svartur en hjúin segjast aðspurð ekki fara hefðbundnar leiðir þegar kemur að heimilinu og eins og alvöru dönum sæmir þá versla þau að sjálfsögðu mikið á flóamörkuðum. Þrátt fyrir að svartur ráði hér ríkjum er heimilið líflegt og einstaklega smekklegt, gólf og loft eru í svörtum lit ásamt innréttingum og með flesta veggina hvíta verður stemmingin einhvernvegin allt önnur en þegar veggir eru málaðir svartir.

Það sem mig dreymir um að komast á góðan flóamarkað en þangað til skoða ég reglulega dönsku síðuna dba.dk þar sem finna má margar gersemer.

Myndir via Bolig Magasinet

Hrikalega flott þetta heimili og skemmtilega öðruvísi!