TREND: 18 FALLEGIR GLERVEGGIR

Fyrir heimiliðHugmyndir

Það er að verða æ algengara að sjá glerveggi notaða til að skilja að rými og það kemur sérstaklega vel út í litlum íbúðum því glerveggurinn leyfir birtunni að flæða í gegn. Ég tók saman nokkrar myndir sem ég hef vistað hjá mér undanfarið en ég er mjög hrifin af þessu trendi og vonast til að sjá meira um glerveggi á íslenskum heimilum. Við megum nefnilega varla við því að loka neina birtu úti ♡

Ég vil minna á að hægt er að smella á mynd og fletta þá í gegnum þær í stórum stærðum – og einnig er hægt að smella á Pinterest hnappinn til að vista þær myndir hjá ykkur sem þið viljið halda utan um. Mæli með því!

svartahvitu-snapp2-1

SKANDINAVÍSKUR STÍLL Á HEIMILI BLOGGARA

Heimili

Hér býr Katerina Dima bloggari Only deco love ásamt fjölskyldu sinni, en Katerina sem uppalin er í Grikklandi hefur komið sér vel fyrir á þessu einstaklega fallega heimili sínu í Sogndal í Noregi. Aðspurð segist hún alltaf hafa heillast af skandinavískum stíl og sést það vel á þessu minimalíska heimili, hér eru ljósir litir ráðandi ásamt danskri hönnun.

Fallegt heimili til að skoða svona rétt fyrir helgina,
living-room-2dining-room

living-room-detail
kitchen bedroom1 bedroom-detail-2 bedroom-detail-8 bedroom-3 bedroom-2OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Myndir : Katerina Dima / Only Deco love

Ég veit ekki með ykkur en helgin mín fær vonandi að fara í smá stúss fyrir heimilið, en það þarf mikið á smá athygli og ást að halda. Ég vona annars að þið eigið góða helgi og eins og áður þá er ykkur að sjálfsögðu velkomið að fylgjast með á Snapchat – svartahvitu þar sem ég set inn af og til það sem ég er að bralla:)

svartahvitu-snapp2-1

#EPALHOMMI

Hönnun

Það er fátt meira umtalað á samfélagsmiðlum núna eftir umræðu vikunnar þar sem óvænt kom fram nýyrðið Epalhommi, en fyrir ykkur sem hafið ekki fylgst með umræðunni þá getið þið lesið um hvað ég á við hér. Talandi um að grípa boltann á lofti en þessi auglýsing er með þeim betri sem ég hef séð og ég get ekki annað en brosað þegar ég sé hana og verð því að deila henni hingað inn.

Ég var stödd í Epal þegar umrædd myndataka átti sér stað og smellti af myndum á bakvið tjöldin og verð að viðurkenna að ég varð smá stjörnustjörf þegar Svavar Örn mætti á svæðið en ég er alveg bálskotin í honum – og hef verið mjög lengi. En þvílíkir herramenn og alveg glerfínir voru þeir!

epal_final_web_logo

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst #Epalhommi vera alveg frábært orð og ætti hreinlega að vera til í íslenskri orðabók sem lýsingarorð yfir einstaklega smekklega karlmenn haha. Eða hvað?

svartahvitu-snapp2-1

VEGGHENGI DRAUMA MINNA // MARR

HönnunUppáhalds

Í gær eignaðist ég drauma vegghengið mitt, eitthvað sem ég vissi ekki að mig vantaði en núna þegar það er komið upp á vegg í stofunni er það akkúrat pússlið sem vantaði uppá og skyndilega finnst mér stofan mín vera “tilbúin”. Þessi veggur hafði staðið auður í smá tíma en þarna var áður myndarammahilla og ef vel er gáð þá sést að ég er enn eftir að spartla í nokkur göt…. Vegghengið er handgert og kemur frá vefversluninni MARR, en að baki hennar standa hjónin Ninna Stefánsdóttir og Pálmi Ketilsson og undir vörumerkinu búa þau til fallegar vörur fyrir heimilið þar sem aldagamla macramé aðferðin er allsráðandi. Þau taka einnig að sér sérpantanir!

17204513_10155849244583332_1180215926_n

17204235_10155849216503332_1808995735_n17238359_10155849216003332_2049608764_n

Þvílíkur draumur í dós sem þessi fegurð er ♡

17199105_10155849217943332_1518041132_n

Hefði ég ekki fengið það sem gjöf í gær þá hefði það samt ratað samstundis á óskalistann minn, þetta er algjört listaverk og fullkomnar mína stofu. Það er einnig alveg einstakt sem er svo skemmtilegt og fer því  sérstaklega vel hliðina á Andy Warhol plakatinu – sem að allir eiga og er allt nema einstakt:) MARR býður einnig upp á úrval af handgerðum vegghillum og blómahengjum – mæli með að kíkja!  Sjá HÉR.

svartahvitu-snapp2-1

MÁLAÐU HILLUR & VEGGI Í SAMA LIT

Fyrir heimiliðHugmyndir

Af öllu því sem mig langar til að gera á heimilinu mínu þá er ofarlega á listanum að mála stofuna í einhverjum hlýjum og fallegum lit. Það hefur orðið mjög vinsælt undanfarið að hillur og veggir séu málaðir í  sama lit og útkoman er ekkert nema dásamlega falleg, það er svo mikil ró sem færist yfir annars yfirfullar hillurnar og hlutirnir og allt puntið nýtur sín töluvert betur fyrir vikið. Það hafa margir látið á þetta reyna og oftar en ekki með ódýrum Ikea hillum sem samstundis virðast vera sérsmíðaðar og elegant þegar að þær falla svona vel inn í umhverfið. Fróðir menn segja að þó sami litur sé valinn þá þurfi að nota sitthvora málninguna á veggi og hillur – sérstaklega ef þær eru plasthúðaðar eins og margar Ikea hillur eru.

nordsjo-r4-05-62-tildab-damernasvarld-se-4-446x669

Sjáið hvað stofan verður glæsileg og hlutirnir á hillunni njóta sín ótrúlega vel.

nordsjo-sofistikerad-anna-kubel-2-500x755

Nokkrir hafa breytt Välje hillunum frá Ikea, snúið þeim á hlið og svo málað í fallegum lit.
162c80629ce934bd3aab5b70a512e2a9

3596ea435b8cfe1bf873922b92ecf775 4070acb3f3ca3ee06f9ea29e51dbfa12

Hér er skenkurinn og hillurnar hafðar í sama lit og veggurinn, svo fallegt!

fd9de161c55253be1f8cc05480f2cd79

Hér hefur rúmgafl verið málaður í sama lit og veggurinn.

nordsjo-deep-paris-emily-slotte-2

Og síðast en ekki síst þá er það þessi mynd úr fallegu barnarherbergi sænska bloggarans Emily Slotte, hér þarf að sjálfsögðu að veggfesta hillurnar en einnig er gott að spartla í hillugötin til að ná fram þessu sérsmíðaða fágaða útliti.

// Í færslu sem málningarverslunin Sérefni skrifaði um – sem veitti mér innblástur að þessari færslu- má sjá nöfnin á litunum á mörgum hillum sem sjá má hér að ofan ásamt því hvernig lakk og málningu er best að nota. Mæli með!

svartahvitu-snapp2-1