TENERIFE ♡

Persónulegt

screen-shot-2017-04-03-at-15-04-03

Mynd: Instagram.com/svana.svartahvitu

Tenerife ferðin okkar fjölskyldunnar var alveg fullkomin en við komum aftur heim um helgina eftir vikudvöl í sólinni. Ferðin var þó mögulega of stutt ef eitthvað er, en eftir 5,5 klst flug þá er vika í rauninni alltof stutt, sérstaklega með einn lítinn. Við fórum líka í fyrra til Tenerife og ákváðum að gista aftur á sama hótelinu sem hafði heillað okkur svona mikið, hótelið heitir Mediterranean Palace og er alveg við Amerísku ströndina og verslunargötuna “Laugaveginn” og er að mínu mati alveg frábært hótel og fullkomið fyrir barnafjölskyldur. Hótelið er systurhótel Cleopatra hótel sem er á bakvið Hard Rock en það hótel var ekki jafn barnvænt en höfðum við einnig aðgang að sundlauginni þar sem var virkilega falleg en mikið hafði verið lagt upp úr útliti hótelanna beggja. Ef þið eruð að leita ykkur að hóteli þá mæli ég mjög mikið með þessu hóteli, sjá hér hjá booking, en einnig á heimasíðu hótelsins þaðan sem við bókuðum herbergið. Mediterranean er ekki endilega ódýrasta hótelið en miðað við tímann sem maður eyðir á hótelinu og sérstaklega við sundlaugarbakkann þá vorum við tilbúin að eyða örlítið meira fyrir mjög góða aðstöðu og staðsetningin var frábær. Það er rosalega mikið að gera fyrir börn þarna og ég trúi því varla að önnur hótel bjóði upp á sambærilega aðstöðu. Risa krakka klúbbur með ólíkum leikstöðvum og margt starfsfólk og fjölmargir gestir sem skildu börnin eftir heilu dagana – þó svo að ég hafi aldrei skilið Bjart eftir.  Krakkadiskó öll kvöld og svo margt margt fleira í boði fyrir gamla sem unga:)

Ég varð alveg ástfangin af Tenerife eftir fyrstu ferðina okkar þangað í fyrra, en ég hafði áður smá fordóma viðurkenni ég fyrir svona sólarstöðum og kaus frekar stórborgarferðir og meiri menningu. En að fara með barn á svona stað er algjör draumur, þar sem nánast allt er í göngufæri, alltaf gott veður, og ég upplifði okkur mjög örugg þarna og Bjartur fékk að hlaupa um eins og hann vildi. Þar fyrir utan er Tenerife, sérstaklega við Amerísku ströndina, ótrúlega hreinlegur staður og snemma á morgnanna er hægt að rekast að þrífingarkonur skúra marmarann á göngugötunni – magnað.

Þetta var algjör afslöppunarferð og kom ég alveg endurnærð til baka með nokkrar freknur á nefinu. Ég er strax farin að láta mig dreyma um næstu ferð en þá ætla ég að draga systur mína ásamt fjölskyldu með því eini mögulegi gallinn við ferðina var sá að það hefði verið skemmtilegra hefði Bjartur beib haft leikfélaga ♡

Ef þið hafið einhverjar spurningar um þennan paradísar stað – skiljið endilega eftir athugasemd hér að neðan og ég reyni mitt besta að svara.

Núna hefst því strembin vinnuvika en það er alltaf dálítið erfitt að rífa sig í gang eftir svona notalegt frí og ég tala nú ekki um mælinguna sem er framundan hjá Fitsuccess.is – en það er ansi erfitt að halda sér á beinu brautinni í sólarfríi og er ég því spennt að sjá árangurinn! En margt spennandi í vinnslu fyrir bloggið og á morgun kemur inn djúsí gjafaleikur með einu uppáhalds vörumerkinu mínu í öllum heiminum…svartahvitu-snapp2-1

VELÚR & GYLLT SMÁATRIÐI

Heimili

Þetta heimili er eitthvað allt annað en við erum vön að sjá og er alveg guðdómlega fallegt. Lúxusinn og elegansinn nær nýjum hæðum með þessum fallegu og gólfsíðu gardínum, gull og kopar smáatriðum, fiskibeinamynstruðu parketinu, velúr sófa og vönduðum húsgögnum. Ég held reyndar að það hefðu allir gott af því að bæta smá velúr við heimilið sitt það er nefnilega fátt sem segir meiri “lúxus” en það og tala nú ekki um hvað það er notalegt að koma við slíka hluti ahhh.

curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-05

Þessi sófi er frekar sexý…

curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-01curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-03 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-04 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-06 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-07 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-08 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-09

Innan um allan þennan lúxus er hressandi að rekast síðan á gamla rauðvínsflösku nýtta sem kertastjaka. Það þarf a.m.k. eitthvað smá að geta komið á óvart!

curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-10 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-02curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-11 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-12 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-13 curated-and-ethereal-apartment-by-studio-oink-14

Myndir Studio Oink via Nordic Design

Þessi spegill frá Normann Copenhagen á síðustu myndinni er hægt og rólega alltaf að minna mig á sig, ég verð komin með hann á heilann innan skamms enda alveg frábær hönnun! En tölum aðeins um þessa gordjöss íbúð – litapallettan svo yfirveguð og falleg. Íbúðin er þó dálítið eins og hótelherbergi eiga helst að vera, en sófinn mætti alveg koma inn á mitt heimili, mikið sem ég held að það sé gott að kúra í honum.

svartahvitu-snapp2-1

HEIMILI SEM GAMAN ER AÐ GRAMSA Á

BarnaherbergiHeimiliSvefnherbergi

Ég veit ekki með ykkur en ég elska að gramsa… og ég er mjög forvitin að eðlisfari. Þessvegna elska ég heimili sem eru stútfull af hlutum til að skoða og spá í og þetta hér að neðan er einmitt þannig. Eins mikið af stílhreinum og minimalískum heimilum ég birti hér á blogginu þá hentar sá stíll ekki beint mér sjálfri, enda er ég of mikill safnari til þess og vil helst hafa alla hluti uppivið. Ég get alveg sokkið mér inn í þessar myndir og skoða þær aftur og aftur og finnst þetta heimili algjörlega æðislegt!

bjurfors_malmo1bm9d

Akkúrat þessi mynd hún hittir mig beint í hjartastað – þarna langar mig að vera og fá að gramsa smá haha

bm2

Sjáið hvað það stækkar rýmið að hengja spegilinn fyrir ofan sófann

bm7

Fallegur litur á veggnum, ég veit að Nordsjö hefur verið í samstarfi við helstu bloggarana í Skandinavíu og stílista og þori ég að veðja að Árný vinkona mín hjá Sérefni þekki þennan lit! Ég ætla að giska á litinn Deep Paris.

bm9 bm9a-copy

348886-27_348886-17-jpg-792929992-rszww1170-80 348886-34_348886-46-jpg-784777752-rszww1170-80 348886-18-jpg-553360712-rszww1170-80 348886-52_348886-47-jpg-756531016-rszww1170-80 bm9b

Fallegt barnaherbergið í dálítið rómantískum stíl
bm9e

Svona má svefnherbergið mitt líta út ♡

bm9f

Sjá fleiri myndir hjá Bjurfors

Þetta heimili er algjör gullmoli – og ætla ég að vista nokkrar myndir á Pinterest til að geta leitað í innblástur seinna.

Ég man ennþá tilfinninguna þegar ég hef komið inn á svona falleg “grams” heimili og ég get eytt þar tímunum saman að skoða fallega hluti. Eitt uppáhalds “grams” heimilið mitt heimsótti ég eitt sinn þegar ég var að kaupa eitthvað notað af netinu og ég heillaðist alveg upp úr skónum. Það heimili endaði svo á forsíðu H&H enda varð ég að fá að komast aftur þangað í heimsókn og þá var gott að hafa þá afsökun að starfa sem blaðamaður haha.

Er ég nokkuð ein svona klikkuð?

svartahvitu-snapp2-1

SUMARBÚSTAÐURINN!

Fyrir heimiliðPersónulegt

Fyrir stuttu síðan rættist mjög gamall draumur minn þegar fjölskyldan mín eignaðist lítinn og krúttlegann sumarbústað. Ég hef alltaf verið mjög heilluð af þeirri hugmynd að eiga eitthvað athvarf þar sem ég get farið í smá frí út úr bænum með fjölskyldunni minni og haft það notalegt í nokkra daga, mér finnst í rauninni fátt vera jafn kósý. Við Andrés höfum reyndar verið mjög dugleg undanfarin ár að leigja okkur bústaði út og suður um landið og í gegnum hin ýmsu félög og hafa þeir aldeilis verið í misgóðu ástandi og fæstir þeirra hafa verið nálægt því huggulegir. Það hefur því verið mjög góð tilfinning að hugsa til þess að það styttist í að við getum farið í “okkar” bústað og haft það gott hvenær sem okkur hentar. Undanfarnar vikur hafa því farið í allskyns bústaðarpælingar og er þetta eftir að verða mjög skemmtilegt fjölskylduverkefni en þetta er bara mamma, pabbi, systir mín, ég ásamt mökum og börnum og það má alveg viðurkennast að við erum mjög náin fjölskylda. Núna er búið að rífa út parketið, eldhúsinnréttingu og búið að mála allan bústaðinn að innan í einum fallegasta lit sem ég hef séð. Mamma er frekar fyndin týpa þegar kemur að allskyns kaupákvörðunum og hún ákveður aldeilis ekkert í flýti (andstæða við dóttur sína) og vill helst hugsa um öll kaup í nokkra daga. En þegar við fórum í málningarleiðangur í Sérefni að skoða PRUFUR þá fundum við ótrúlega fallegan lit sem heitir Soft Sand og þá var ekki aftur snúið og engin þörf á að prófa hann neitt. Þessi litur skyldi fara á allan bústaðinn og hananú!

Og vá hvað hann kom vel út! Við ætluðum varla að trúa því ♡

17392240_10155897422288332_528364323_n

Ég leyfi einni krúttmynd að fylgja af þessum litla demant okkar, en hér er hann í allri sinni dýrð bara voða kósý eins og margir bústaðir eru og ég hef svosem ekkert út á hann að setja. En að sjálfsögðu er hægt að gera heilmikið og fyrsta skrefið var að mála!

17392080_10155897426073332_1947484196_n

Ein mynd af Svartahvitu snappinu sem ótrúlega margir tóku skjáskot af, enda erum við mamma ekki einar um að hafa heillast af Soft sand. Þetta er hinn fullkomni neautr

17392121_10155897418408332_266112151_n

Sjáið hvað bústaðurinn gjörbreytist þegar búið er að mála allt ljóst! P.s. hér er ekki búið að klára að mála.

17409989_10155897419588332_362356280_n 17410012_10155897417538332_1880533509_n

Hér er bara búið að grunna

17439478_10155897420433332_1032242325_n

Snillingarnir í Sérefni splæstu síðan svona fínum málningargalla á gamla

17439647_10155897418883332_1077284019_n

Hér sjáið þið litinn ágætlega þó svo að ég eigi eftir að taka mikið betri myndir þegar líður á allt ferlið. Og þarna átti einnig eftir að mála seinni umferðina!

Næsta verkefni er að parketleggja og flísaleggja ásamt því að skipta á út öllum gólflistum og gereftum, meira um það síðar. Ásamt því þá þarf að sjálfsögðu að mubbla upp allan kofann en bústaðir eiga að mínu mati að vera ofur kósý og erum við því eftir að finna til húsgögn og gersemar sem passa þeim stíl. Ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með framkvæmdunum og hef nú þegar sýnt frá tveimur heimsóknum í bústaðinn á Svartahvitu snappinu og kem til með að sýna meira þar þegar á líður. Þegar að helgarnar eru eini tíminn sem gefst í vinnu þá tekur svona verkefni að sjálfsögðu lengri tíma og ég hef varla séð foreldra mína síðan kaupin gengu í gegn haha.

Haldið þið ekki að þetta verði fínt hjá okkur?

svartahvitu-snapp2-1

SKANDINAVÍSKUR DRAUMUR

Heimili

Helgarinnlitið er ekki af verri endanum, en þetta gullfallega heimili er eftir að heilla ykkur upp úr skónum. Fallegir skrautlistar á loftum, ljósgráir veggir á móti túrkis bláum sófa og flottur myndaveggur, ahh þessi íbúð er algjört æði en hún er staðsett í Gautaborg.

rimage-php rimage-1-phprimage-php2

Þessi litasamsetning er draumur í dós, sjáið hvað sófinn gerir mikið fyrir stofuna ásamt bleika púðanum.
rimage-1-php

Skrautlistar eru að verða æ algengari og fólk í auknum mæli farið að bæta við skrautlistum og rósettum við heimilin sín.

rimage-php rimage6-phprimage-2-phprimage4-phprimage-php rimage-3-php rimage-4-php rimage-5-php rimage-php9rimage-6-php

Barnaherbergið er krúttlegt en þessir dótakassar “don’t grow up it’s a trap” er snilld!

rimage-7-php rimage-8-php

Myndir via BoSthlm

Ég vona að helgin ykkar verði góð! Mín verður mjög næs en næstu dögum verður eytt á Tenerife í slökun og gæðastundir með strákunum mínum ♡

svartahvitu-snapp2-1