Enn eitt stórkostlega fallega heimilið er nú komið á sölu en það eru engin önnur en Home & Delicious hjónin þau Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður og Gunnar Sverrisson ljósmyndari sem eiga þessa íbúð. Halla Bára er með einhverskonar yfirnáttúrulegan mátt þegar kemur að því að hanna heimili og stilla upp hverjum hlut fyrir sig svo úr verði falleg heild og er heimilið þeirra gott dæmi um þeirra smekklegheit þar sem búið er að nostra við hvern króm og kima.
Myndirnar tók að sjálfsögðu Gunnar Sverrisson, kíkjum í heimsókn –
Það er allt fallegt sem hönnunarhjónin þau Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson koma að en þau reka bæði hönnunarstofuna HAF Studio og hönnunarverslunina HAF Store. Núna er einstaklega glæsilegt heimili þeirra við Laufásveginn komið á sölu og myndirnar eru stórkostlega fallegar og veita mikinn innblástur. Eitt fallegasta heimili landsins án efa og vá hvað það verður spennandi sjá næsta verkefni sem þau taka sér fyrir hendur.
Kíkjum í heimsókn,
Allir veggir eru kalkaðir með málningu frá Sérefni og þessi gullfallegi marmari kemur frá Granítsmiðjunni.
Villa Copenhagen er eitt glæsilegasta hótelið sem ég hef heimsótt, staðsett í sögulegri byggingu frá árinu 1912 í hjarta Kaupmannahafnar við hliðina á Tívolí þar sem áður mátti finna pósthús borgarinnar. Byggingin var endurhugsuð með tilliti til nútímans og var gerð upp á einstakan hátt þar sem upprunalegum smáatriðum var vel viðhaldið, en hér eru um 390 herbergi, veitingastaður, bar, gym, sauna og sundlaug ásamt ráðstefnu & veislusal. Ég mæli alveg innilega með heimsókn hingað ef þú átt leið til borgarinnar. Nú á dögunum kynntu þau glæsilega nýja íbúðarsvítu þar sem lúxusferðalangar geta haft það einstaklega ljúft í rúmgóðri íbúð og auk þess verið umkringd fallegri hönnun frá Ferm Living. Kíkjum í heimsókn,
Villa Copenhagen er eitt af mínum uppáhalds hótelum og ég gæti ekki mælt meira með.
“Out of the blue… something new” voru skilaboð frá Royal Copenhagen þegar aðdáendur danska postulínsstellsins voru á dögunum látin vita af væntanlegum nýjungum. Og ég varð strax spennt að sjá hvaða spennandi nýjungar væru að koma – & VÁ ég átti ekki von á þessari fegurð. Coral Lace og Coral Fluted Half Lace eru tvær nýjar línur sem lit dagsins ljós en um er að ræða klassískar línur sem við flest þekkjum en nú í nýjum lit og engum öðrum en kóralbleikum – Coral! Innblásturinn var sóttur í litaskjalasafn Royal Copenhagen þaðan sem liturinn á rætur sínar að rekja til seinni hluta 19. aldar eftir að Arnold Krog var gerður listrænn stjórnandi og voru þá gerðar nokkrar sérframleiðslur fyrir Tiffany’s í New York, og urðu fyrir valinu ljósblár litur, emerald grænn og skær hindberjableikur sem varð núna að innblæstri fyrir splunkunýju Coral vörulínurnar.
Markmið hönnunarteymis Royal Copenhagen var að finna lit sem væri látlaus á borði og blandast vel saman við klassíska bláa stellið. Coral er bæði mjúkur og líflegur litur og er í senn nútímalegur og með tímalaust yfirbragð.
Algjörlega fullkomin viðbót og ég get ekki beðið eftir að eignast einn hlut í Coral litnum!
VÁ er líklega það sem við flest hugsum þegar þessar myndir eru skoðaðar af glæsilegu heimili sem staðsett er í Stokkhólmi. Skrautlistar setja mikinn svip á heimilið og hver einasti veggur er sem konfekt fyrir augun skreyttur fallegum listum frá gólfi og uppí loft og útkoman er bæði glæsileg og hlýleg. Svíarnir kunna eins og svo oft áður að útbúa falleg heimili sem veita okkur mikinn innblástur. Sjáið þessa fullkomnu litapallettu í stofunni þar sem loftið er málað í mildum ljósgrágrænum lit á móti hlýjum ljósgráum veggjum og hvítir vegglistarnir og gereftin birta aðeins til og punkturinn yfir i-ið er að lokum gyllt smáatriðin. Ah svo fallegt heimili!
Ég er svo ótrúlega hrifin af hvernig hægt er að leika sér endalaust með lista og þeir gera öll rými glæsilegri. Ég mæli með að skoða þessar myndir vel og sjá hvernig listanir eru notaðir á fjölbreytta vegu, til að skipta upp veggjum, búa til fulningar á hurðir og útkoman er alveg æðisleg.
Ég hef verið að nota hér heima lista og rósettur frá ORAC DECOR sem eru frá Sérefni en úrvalið frá þeim er ótrúlega veglegt og einmitt í þessum anda sem sjá má á myndunum. Þú getur smellt hér til að sjá úrvalið.
Þetta heimili er einmitt það sem ég þurfti að skoða til að finna aftur hvatninguna að klára að setja upp listana á okkar heimili ♡
// Ég kann ótrúlega vel að meta hverja deilingu eða smell við hjartað á þær færslur sem þér líkar vel við og það veitir mér mikla hvatningu að halda áfram og svo er auk þess svo miklu skemmtilegra að skrifa blogg þegar fleiri lesa færslunar. Takk fyrir lesturinn ♡
Heimsþekkti listamaðurinn Ólafur Elíasson og Ikea tóku höndum saman fyrir nokkru síðan með þá sameiginlegu trú að vel ígrunduð hönnun geti skipt sköpum, og þannig hefur Little Sun verkefni Ólafs hafið nýjan kafla, en þar sameinar hann list og vísindi til að gera sólarorku áþreifanlega og aðgengilega fleirum. Little Sun stofnaði Ólafur árið 2012 ásamt danska athafnamanninum Frederik Ottesen með það markmið að bæta lífsgæði fólks og lýsa upp rafmagnslaus heimili með sólarorku. Yfir milljarður manna um allan heiminn hafa ekki aðgang að rafmagni og hefur sólarorkudrifni lampinn Little Sun víða haft góð áhrif, m.a. í dreifbýlum Afríku en einnig vakti hann mikla athygli í listaheiminum og er í dag seldur á mörgum virtustu listasöfnum heims.
Afrakstur samstarfs Ólafs við Ikea sem nú hefur litið dagsins ljós nefnist SAMMANLÄNKAD sem þýðir „tengdur“ á sænsku, og eru tveir sólarknúnir LED lampar sem hannaðir eru til að vekja áhuga okkar á sólarorku og vekja í leiðinni athygli á ójöfnum aðgangi jarðarbúa að orku, frá sjónarhóli listarinnar.
Annar lampinn sameinar lýsingu og hleðslu og er hægt að hafa hangandi eða sem borðlampa. Hægt er að taka ljósgjafann úr standinum og nota sem vasaljós. Að mínu mati mjög fallegur skúlptúr og mjög svo í anda Ólafs. Hinn lampinn er lítið flytjanlegt ljós sem hentar vel utandyra og með gulri ól er hægt að halda á ljósinu eða hengja upp.
„Í minni list nota ég ljós til að móta rými og umhverfi í því skyni að vekja fólk til umhugsunar, hvetja það til að spyrja sig hvernig það upplifir heiminn og tekst á við hann. Ég held að listin geti breytt heiminum með því að beina kastljósinu að máli á borð við aðgang að orku. Ekki aðeins með því að gera það skiljanlegt fyrir hugann, heldur einnig áþreifanlegt í orðsins fyllstu merkingu. Slík reynsla getur leitt til þess að við áttum okkar á innbyrðis tengslum okkar, á því hvað sameinar okkur og hvatt okkur til aðgerða.”Textabrot frá Sameinuðu þjóuðunum Unric.org
Ljósin er nú þegar komin í sölu í mörgum Ikea verslunum víða um heim en eru væntanleg í lok mánaðar eða byrjun maí hér heima. Virkilega fallegt verkefni sem heldur áfram að hafa góð áhrif. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur nánar Little Sun verkefnið með því að smella hér.
Það er alltaf jafn ánægjulegt að skoða hollensk heimili en þau eiga það gjarnan sameiginlegt að vera aðeins litríkari eða hressari en við eigum að venjast. Hér er á ferð einstaklega glæsilegt heimili leikkonunnar Carice van Houten, sem hefur meðal annars leikið í Game of Thrones. Stíllinn hennar er eins og “gangandi litasprengja” segir hún sjálf frá og með aðstoð innanhússhönnuðarins Nicole Dohmen hjá Atelier ND Interior tókst þeim að dempa litasprengjuna aðeins svo að allri fjölskyldunni gæti liðið vel að búa hér og útkoman er vægast sagt geggjuð!
Eins og þið vitið líklega nú þegar þá heilla litrík heimili mig afskaplega mikið og hér er farið alla leið með litríkum veggfóðrum með allskyns mynstrum, skærum litum og geggjuðum hönnunaríkonum og útkoman er sem konfekt fyrir augun.
Verner Panton FUN skeljaljósin yfir eldhúseyjunni eru alveg gordjöss og Ultrafragola spegillinn ásamt borðstofuborði eftir Sabine Marcelis eru ekkert nema draumur einn. Forstofan er þó í sérstöku uppáhaldi hjá mér, þessi ljósfjólubláa hurð við skræpótt veggfóðrið og hvernig því er parað saman við glæsilega glerljósakrónu og klassískt málverk sem stendur ofan á veglegu viðarborði sem dempar þetta aðeins niður svo útkoman er fullkomin að mínu mati.
Vá hvað svona heimili gefa mér mikinn innblástur – vonandi ykkur líka!
Ég elska að það séu ennþá eftir nokkur stór verkefni á heimilinu því mér finnst svo ótrúlega gaman að skoða og spá í hugmyndum. Þegar allt á listanum klárast þá hlýtur manni að byrja að leiðast… eða kannski verður það ansi ljúft bara? Þvottahúsið á okkar heimili er algjört ástand svo vægt sé tekið til orða, það er jú líka eina geymslan á heimilinu og opnar hillurnar gjörsamlega flæða út á gólf með tilheyrandi drasli og stöku sinnum blóti að komast ekki almennilega að þvottinum haha. Þvottahúsið er í endanum af eldhúsinu okkar og með einum besta glugganum á heimilinu sem horfir í átt að sólsetri og því algjör synd að þar sé alltaf lokað inn. Draumurinn er því að taka allt út og setja upp fallegar innréttingar og nýtt gólfefni, mála veggi og setja upp nýtt ljós og þannig geta haft opið inn og hleypa meiri dagsbirtu í eldhúsið og í leiðinni “stækka” rýmið.
Ég tók mig því til og fann nokkrar myndir til innblásturs…
Þessi eldhús eiga það sameiginlegt að vera ekki aðeins ótrúlega falleg heldur einnig svo dásamlega litrík og skemmtilega óhefðbundin. Ef þú ert í eldhúshugleiðingum þá mæli ég með að punkta niður nokkrar hugmyndir héðan og ef þú vilt sjá enn fleiri myndir þá finnur þú mig einnig á Pinterest ♡
Náttúrusteinn, brass og fallegur viður er hin fullkomna blanda sem er hér toppuð með vegginnréttingu í björtum ljósgrænum lit.
Hér er loftið málað í stíl við veggina og sjáið hvað eldhúsinnréttingin poppar út og grænar flísarnar njóta sín.
Kóngablá innrétting við bleika efri skápa er skemmtileg blanda og útkoman er bæði fersk og falleg.
Hér nýtur sín vel stærðarinnar bleik eyja sem ég sé ekki betur en að sé steypt? Ég elska þessa ljósu litapallettu og litirnir á veggnum eru sömuleiðis mjög fallegir í mildum gráum tónum. Skemmtilegt hvernig háfurinn er síðan klæddur einhverskonar þiljum sem koma inn með nýja áferð svo útkoman verður allt annað en óspennandi:)
Myndaveggur í eldhúsið er góð hugmynd sem myndi lífga rýmið við og gefa því persónulegan sjarma.
Halló eldhús drauma minna! Ég elska hvað brassið gefur eldhúsinu mikinn elegans og þetta er eitthvað sem er á to do listanum mínum að klæða sökkla undir innréttingu á þennan hátt:)
Þessi blái litur er alveg æðislegur! Ég þarf að komast að því í Sérefni hvaða litanúmer hann væri en hann minnir mjög á bláa litinn sem ég var að mála baðherbergið með ♡ Það vaknar enginn í vondu skapi í svona björtu eldhúsi!
Fölbleikur litur nýtur sín svo ótrúlega vel við grænan lit, sjáið þessa fegurð! Og veggþiljunar á eyjunni gera útkomuna enn meira djúsí! (Fyrir áhugasama þá fást veggþiljur í Sérefni).
Hér má svo sjá klassískt og afar glæsilegt eldhús þar sem innréttingar með dökkum viðarfrontum og djúsí marmara eru alveg fullkomin blanda. Hillurnar tvær með fáum og vel völdum hlutum á setja svo punktinn yfir i-ið!
Ég er alltaf svo hrifin af brassi og þessar tvær myndir sýna ansi flotta útkomu þar sem brassplötur eru notaðar á innréttingar, á sökkul og á vegg. Svo fallegt og elegant.
Vorlínan frá Royal Copenhagen er dásamlega falleg og má þar meðal annars finna handmáluð páskaegg úr postulíni skreytt blómum sem innblásin eru af klassíska Flora Danica matarstellinu fræga. Páskaeggin eru eins og ljúfur vorboði og mér finnst svo fallegt að skreyta með þeim yfir páskana og hengja á greinar í vasa. Á hverju vori eru ný blóma kynnt til sögunnar og vorlínan stækkar hægt og rólega söfnurum til mikillar gleði.
Sjá þessa fegurð!
Fyrir áhugasama þá fást Royal Copenhagen páskaeggin fallegu hjá Kúnígúnd og Epal.