fbpx

VINSÆLAST ÁRIÐ 2020 – TOPP 15

LÍFIÐ

Síðasti dagur ársins – og hér sit ég og refresha tölvupóstinn minn og bíð eftir svari úr seinni covid skimun sem vonandi kemur neikvæð fyrr en síðar, við erum í sóttkví og ættum að losna fyrir gamlárskvöld ef allt fer vel. Þetta hefur svolítið verið staðan 2020, árið sem við ætlum svo að sprengja í loft upp eftir miðnætti í kvöld – held að við séum öll meira en til í það.

Eins og allir þá hef ég átt furðulegt ár 2020. Við gáfum grænt ljós á að Alba fengi að vera á Íslandi í Þjóleikhúsinu með Kardimommubænum en það hefur verið heldur sérstök reynsla og við þurft að fljúga á milli (þegar enginn er að ferðast) landa eftir því.

Þó ég sé persónuleg á mínum miðlum þá er heill hellingur sem er ekki sýnilegur og áföllin hafa átt sér stað bak við tjöldin. Það sem var erfiðast var þegar Ómar afi minn greindist með Covid á Kanarí í ágúst, rétt áður en þriðja bylgja skall á – það var mikið áfall fyrir fjölskylduna. Hann lá í margar vikur sofandi í öndunarvél og við hræddumst það mjög að missa hann úr þessum ömurlega sjúkdómi sem mætti allt í einu svo nálægt okkur. Þetta veitti okkur mikilvægan lærdóm sem ég hef reynt að bera áfram til minna fylgjenda í kjölfarið þegar ég bið alla að taka ástandinu alvarlega, passa upp á sig og sitt fólk og fara eftir settum sóttvörnarreglum og viðmiðum. Ómar afi er á batavegi (þó langt ferli fyrir höndum) þegar þetta er skrifað, besta gjöfin árið 2020.

Eins og síðustu áramót þá fer ég yfir árið og tek saman topplista á blogginu til að sjá hvað var að virka og hvað ekki. Það er alltaf ánægjulegt að sjá tísku í fyrsta sæti – þar liggur áhugi minn hvað mest í skrifum, þegar ég gef kauptips eða sýni nýjungar með öðru sniði. KEKB gekk framar björtustu vonum árið 2020 þrátt fyrir breyttar aðstæður, fyrir það er sérstaklega þakklát. Mér finnst sérstaklega skemmtilega að sjá eina færslu á listanum í ár – rúmlega tveggja ára brúðkaupsfærslu. Ég skrifaði ítarlega færslu um brúðkaupsundirbúning okkar og var það einmitt markmiðið að vanda mig og gera það vel svo að færslan gæti lifað lengi og verið góður vegvísir fyrir komandi brúðhjón – færslan sem mig vantaði sárlega í mínum undirbúningi.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra en vona hafið gaman af þessum topplista og í leiðinni þakka ég innilega fyrir samfylgdina á árinu – án ykkar væri ég ekki að þessu.

Þakklæti til ykkar!

ást og friður. xx, Elísabet Gunnars.

15. FRÁ TOPPI TIL TÁAR: NÚ Á NETINU

Heimaveran árið 2020 þarf ekki endilega að þýða að við getum ekki “kíkt smá í búðir”  ;) .. Heimur netverslana stækkar hratt hér sem og annarsstaðar og í dag höfum við tækifæri á að versla nánast hvað sem er á netinu. Ég kýs að halda í mína hefð og vel eingöngu vörur frá íslenskum verslunum. Ef okkur vantar eitthvað þessa dagana, verslum þá við íslenskar verslanir svo þær lifi þetta erfiða tímabil af. Hér að neðan einblíni ég á íslenskar netverslanir.

Bland af því besta úr búðunum, héðan og þaðan. Ég vona að þið kunnið vel að meta –

LESA MEIRA…

14. MENNTUN Á MÍNUM HRAÐA

Fyrir ykkur sem hafið áhuga á minni menntagöngu þá útskrifaðist ég frá Háskólanum á Bifröst árið 2014. Ég byrjaði þó í HR eftir árs námspásu frá skóla eftir að ég kláraði Menntaskólann við Sund. Þegar við fluttum síðan óvænt til útlanda varð ég smá áttavillt um hvernig best væri að klára BS námið. Ég varð mjög glöð þegar ég áttaði mig á því að ég gæti lært í fjarnámi frá Íslandi og stjórnað hraðanum sjálf. Fjarnámið á Bifröst passaði fullkomlega fyrir fólk eins og mig. Þar gat ég tekið fög í lotum og valið hversu mikið hverju sinni.

Menntun er máttur og það má tvinna áhugamál, lærdóm og vinnu saman á svo marga vegu. Ég deildi minni upplifun með Bifröst hér að neðan.

PRESSIÐ Á  PLAY

LESA MEIRA…

13. LÍFIÐ: HALLÓ ÍSLAND

Halló Ísland. Ég lenti á klakanum um helgina og er í sóttkví eins og lög og reglur mæla með. Það er sorglegt að sjá hversu mörg smit eru að greinast þessa dagana og greinilegt að við eigum eitthvað í land með að ná tökum á þessari veiru. Það er svo vont hvað hún hefur mikil áhrif á margt og maður er kominn á þann stað að hætta að furða sig á öllum þeim leiðindum sem hún ber með sér.  Æ ég veit að þið hafið ekki áhuga á að lesa um Covid í þessari færslu og ætlaði ekki endilega þangað með þessa kveðju  en þetta er bara raunveruleikinn í dag.  Ég bíð og vona að Kardemommubærinn verði frumsýndur um næstu helgi þar sem Alban mín fer með hlutverk, eins er það vonin að Konur Eru Konum Bestar vol4 fari í sölu þann 4.október – það mikilvægasta er að ég haldi heilsunni svo að ég megi taka þátt í þeim stóru verkefnum auk annarra næstu vikurnar hér á Íslandi.

LESA MEIRA…

12. BRÚÐKAUP – UNDIRBÚNINGUR FRÁ A TIL Ö

Brúðkaup okkar Gunna fyrr í sumar er einn af hápunktum lífs míns og minning sem lifir að eilífu. Það hefur verið svo gaman að fá að deila ástinni, gleðinni & hamingjunni með ykkur sem fylgið mér hér á blogginu og annarsstaðar. Þið eruð margar sem hafið haft samband út af ólíkum atriðum sem tengjast brúðkaupsundirbúningi og ég hef gefið þau loforð að allt slíkt efni verði aðgengilegt á Trendnet fyrr en síðar. Hér er komið að því að standa við stóru orðin.

Þessi póstur er ætlaður tilvonandi brúðhjónum til viðmiðunar við skipulagningu stóra dagsins. Við minn undirbúning var þetta einmitt pósturinn sem mig vantaði og því ætla ég að deila með ykkur hvaða leiðir ég valdi og vonandi getur fólk nýtt það til viðmiðunar og týnt atriði úr sem henta fyrir þeirra dag. Það er engin rétt leið í þessu og hér fáið þið mína leið.

Uppsetningin er einnig nokkurn veginn í þeirri röð sem ég gerði hlutina.

LESA MEIRA…

11. LÍFIÐ: SKÁL FYRIR ÞÉR

Við erum komin á ellefta árið okkar í útlöndum og enn skrifar Gunni undir nýjan samning. Að þessu sinni hjá sama klúbb, Ribe Esbjerg, hér í Danmörku þar sem hann hefur spilað vel síðustu tvö árin. Við hlökkum til að halda áfram ..

Þið sem fylgist reglulega með vitið hvað handbolti spilar stórt hlutverk í lífi mínu, ég vil helst ekki missa af leik og get orðið ansi æst á pöllunum þegar minn maður er inná vellinum. Ég held að þetta væri ekkert skemmtilegt ef maður myndi ekki taka þátt í þessu með honum og þetta gæti eiginlega ekki virkað með fjölskyldu í útlöndum ef við værum ekki öll sátt með lífið og í sama liði. Við tökum að sjálfsögðu svona stórar ákvarðanir í sameiningu og skoðum allar hliðar málsins. Það er því alltaf  góð tilfinning þegar samningar komast á hreint, ákveðinn léttir að vita hvað verður. Þetta er auðvitað svolítið sérstakt líf að lifa, stundum í óvissu um hvað gerist næst og maður hefur ekki beint stjórn á framhaldinu þar sem það eru svo margir hlutir sem spila inn. Sérstakt þetta faraldslíf!

Það var því tilefni til að skála í gær þegar búið var að skrifa undir pappírana. Ég er alltaf svo  stolt af þessum boltakalli mínum – gamli kallinn, kapteinn Gunnar er alveg með þetta að mínu mati!

LESA MEIRA…

10. HVAÐA VINTAGE MERKJATÖSKUR ERU BESTA FJÁRFESTINGIN?

Mér hefur þótt gaman að gramsa eftir gersemum í gegnum tíðina. Það eru enginn kaup skemmtilegri en þegar maður finnur flík eða fylgihlut sem lifir nýju lífi með mér eftir að hafa mögulega átt ágætt líf áður en ég fann hann.  Ég hef verið heppin oft á tíðum og verð betri með árunum að finna þessu týndu fjársjóði. Með tilkomu netverslana hefur orðið mun aðgengilegra að eignast vintage merkjavöru því við getum googlað okkur áfram í leit okkar að draumavöru. Það eru til verslanir sem sérhæfa sig í þessum málum, vintage verslanir sem selja aðeins gæðavöru. Þær eru að sjálfsögðu flestar utan landssteinanna, en þó ekki lengra frá en rétt bakvið tölvuskjáinn.

Ég fór yfir nokkrar fréttir úr ólíkum áttum sem hjálpuðu mér að finna topplista af töskum sem eru góð vintage kaup. Ég ákvað að deila topp 10 lista hér á blogginu sem kauptips til ykkar – frábær fjárfesting ef vel er hugsað um.

Ertu að leita eftir hinu fullkomna notaða merkjaveski? Þessi að neðan eru góð kaup að mínu mati –

1. CHANEL

Þessi fer aldrei úr tísku. Double flap bag frá Chanel í medium, þú finnur ekki meiri klassík. Taskan kostar mikið þó að maður finni hana vintage en það er líka hægt að selja hana aftur fyrir saman pening – fellur ekki í verði.

LESA MEIRA…

9. HINN ÍSLENSKI GUD

Guðmundur Árni Andrésson er ungur Íslendingur á uppleið í útlöndum. Guðmundur er kallaður GUD í bransanum sem hann er ennþá að kynnast. Fyrirsætuferillinn byrjaði fyrir tilviljun í London og í dag er hann með samning hjá Men Acemodels Agency í London, Boom í Mílanó og hjá Two Management í Barcelona.
Það er svo skemmtilegt að fá sögur af ungu fólki strax í fyrstu skrefum á nýju tímabili í lífi þess. Ég hef trú á að við eigum eftir að sjá mikið af þessum fl0tta strák næstu árin –  stay tuned.

HALLÓ ÚR SÓTTKVÍ, KLÆDD Í NÁTTFÖT VIÐ HÆLA

Skrifa Innlegg