Síðasti dagur ársins – og hér sit ég og refresha tölvupóstinn minn og bíð eftir svari úr seinni covid skimun sem vonandi kemur neikvæð fyrr en síðar, við erum í sóttkví og ættum að losna fyrir gamlárskvöld ef allt fer vel. Þetta hefur svolítið verið staðan 2020, árið sem við ætlum svo að sprengja í loft upp eftir miðnætti í kvöld – held að við séum öll meira en til í það.
Eins og allir þá hef ég átt furðulegt ár 2020. Við gáfum grænt ljós á að Alba fengi að vera á Íslandi í Þjóleikhúsinu með Kardimommubænum en það hefur verið heldur sérstök reynsla og við þurft að fljúga á milli (þegar enginn er að ferðast) landa eftir því.
Þó ég sé persónuleg á mínum miðlum þá er heill hellingur sem er ekki sýnilegur og áföllin hafa átt sér stað bak við tjöldin. Það sem var erfiðast var þegar Ómar afi minn greindist með Covid á Kanarí í ágúst, rétt áður en þriðja bylgja skall á – það var mikið áfall fyrir fjölskylduna. Hann lá í margar vikur sofandi í öndunarvél og við hræddumst það mjög að missa hann úr þessum ömurlega sjúkdómi sem mætti allt í einu svo nálægt okkur. Þetta veitti okkur mikilvægan lærdóm sem ég hef reynt að bera áfram til minna fylgjenda í kjölfarið þegar ég bið alla að taka ástandinu alvarlega, passa upp á sig og sitt fólk og fara eftir settum sóttvörnarreglum og viðmiðum. Ómar afi er á batavegi (þó langt ferli fyrir höndum) þegar þetta er skrifað, besta gjöfin árið 2020.
Eins og síðustu áramót þá fer ég yfir árið og tek saman topplista á blogginu til að sjá hvað var að virka og hvað ekki. Það er alltaf ánægjulegt að sjá tísku í fyrsta sæti – þar liggur áhugi minn hvað mest í skrifum, þegar ég gef kauptips eða sýni nýjungar með öðru sniði. KEKB gekk framar björtustu vonum árið 2020 þrátt fyrir breyttar aðstæður, fyrir það er sérstaklega þakklát. Mér finnst sérstaklega skemmtilega að sjá eina færslu á listanum í ár – rúmlega tveggja ára brúðkaupsfærslu. Ég skrifaði ítarlega færslu um brúðkaupsundirbúning okkar og var það einmitt markmiðið að vanda mig og gera það vel svo að færslan gæti lifað lengi og verið góður vegvísir fyrir komandi brúðhjón – færslan sem mig vantaði sárlega í mínum undirbúningi.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra en vona hafið gaman af þessum topplista og í leiðinni þakka ég innilega fyrir samfylgdina á árinu – án ykkar væri ég ekki að þessu.
Þakklæti til ykkar!
ást og friður. xx, Elísabet Gunnars.
15. FRÁ TOPPI TIL TÁAR: NÚ Á NETINU
Heimaveran árið 2020 þarf ekki endilega að þýða að við getum ekki “kíkt smá í búðir” ;) .. Heimur netverslana stækkar hratt hér sem og annarsstaðar og í dag höfum við tækifæri á að versla nánast hvað sem er á netinu. Ég kýs að halda í mína hefð og vel eingöngu vörur frá íslenskum verslunum. Ef okkur vantar eitthvað þessa dagana, verslum þá við íslenskar verslanir svo þær lifi þetta erfiða tímabil af. Hér að neðan einblíni ég á íslenskar netverslanir.
Bland af því besta úr búðunum, héðan og þaðan. Ég vona að þið kunnið vel að meta –
LESA MEIRA…
14. MENNTUN Á MÍNUM HRAÐA
Fyrir ykkur sem hafið áhuga á minni menntagöngu þá útskrifaðist ég frá Háskólanum á Bifröst árið 2014. Ég byrjaði þó í HR eftir árs námspásu frá skóla eftir að ég kláraði Menntaskólann við Sund. Þegar við fluttum síðan óvænt til útlanda varð ég smá áttavillt um hvernig best væri að klára BS námið. Ég varð mjög glöð þegar ég áttaði mig á því að ég gæti lært í fjarnámi frá Íslandi og stjórnað hraðanum sjálf. Fjarnámið á Bifröst passaði fullkomlega fyrir fólk eins og mig. Þar gat ég tekið fög í lotum og valið hversu mikið hverju sinni.
Menntun er máttur og það má tvinna áhugamál, lærdóm og vinnu saman á svo marga vegu. Ég deildi minni upplifun með Bifröst hér að neðan.
PRESSIÐ Á PLAY
LESA MEIRA…
13. LÍFIÐ: HALLÓ ÍSLAND
Halló Ísland. Ég lenti á klakanum um helgina og er í sóttkví eins og lög og reglur mæla með. Það er sorglegt að sjá hversu mörg smit eru að greinast þessa dagana og greinilegt að við eigum eitthvað í land með að ná tökum á þessari veiru. Það er svo vont hvað hún hefur mikil áhrif á margt og maður er kominn á þann stað að hætta að furða sig á öllum þeim leiðindum sem hún ber með sér. Æ ég veit að þið hafið ekki áhuga á að lesa um Covid í þessari færslu og ætlaði ekki endilega þangað með þessa kveðju en þetta er bara raunveruleikinn í dag. Ég bíð og vona að Kardemommubærinn verði frumsýndur um næstu helgi þar sem Alban mín fer með hlutverk, eins er það vonin að Konur Eru Konum Bestar vol4 fari í sölu þann 4.október – það mikilvægasta er að ég haldi heilsunni svo að ég megi taka þátt í þeim stóru verkefnum auk annarra næstu vikurnar hér á Íslandi.
LESA MEIRA…
12. BRÚÐKAUP – UNDIRBÚNINGUR FRÁ A TIL Ö
Brúðkaup okkar Gunna fyrr í sumar er einn af hápunktum lífs míns og minning sem lifir að eilífu. Það hefur verið svo gaman að fá að deila ástinni, gleðinni & hamingjunni með ykkur sem fylgið mér hér á blogginu og annarsstaðar. Þið eruð margar sem hafið haft samband út af ólíkum atriðum sem tengjast brúðkaupsundirbúningi og ég hef gefið þau loforð að allt slíkt efni verði aðgengilegt á Trendnet fyrr en síðar. Hér er komið að því að standa við stóru orðin.
Þessi póstur er ætlaður tilvonandi brúðhjónum til viðmiðunar við skipulagningu stóra dagsins. Við minn undirbúning var þetta einmitt pósturinn sem mig vantaði og því ætla ég að deila með ykkur hvaða leiðir ég valdi og vonandi getur fólk nýtt það til viðmiðunar og týnt atriði úr sem henta fyrir þeirra dag. Það er engin rétt leið í þessu og hér fáið þið mína leið.
Uppsetningin er einnig nokkurn veginn í þeirri röð sem ég gerði hlutina.
LESA MEIRA…
11. LÍFIÐ: SKÁL FYRIR ÞÉR
Við erum komin á ellefta árið okkar í útlöndum og enn skrifar Gunni undir nýjan samning. Að þessu sinni hjá sama klúbb, Ribe Esbjerg, hér í Danmörku þar sem hann hefur spilað vel síðustu tvö árin. Við hlökkum til að halda áfram ..
Þið sem fylgist reglulega með vitið hvað handbolti spilar stórt hlutverk í lífi mínu, ég vil helst ekki missa af leik og get orðið ansi æst á pöllunum þegar minn maður er inná vellinum. Ég held að þetta væri ekkert skemmtilegt ef maður myndi ekki taka þátt í þessu með honum og þetta gæti eiginlega ekki virkað með fjölskyldu í útlöndum ef við værum ekki öll sátt með lífið og í sama liði. Við tökum að sjálfsögðu svona stórar ákvarðanir í sameiningu og skoðum allar hliðar málsins. Það er því alltaf góð tilfinning þegar samningar komast á hreint, ákveðinn léttir að vita hvað verður. Þetta er auðvitað svolítið sérstakt líf að lifa, stundum í óvissu um hvað gerist næst og maður hefur ekki beint stjórn á framhaldinu þar sem það eru svo margir hlutir sem spila inn. Sérstakt þetta faraldslíf!
Það var því tilefni til að skála í gær þegar búið var að skrifa undir pappírana. Ég er alltaf svo stolt af þessum boltakalli mínum – gamli kallinn, kapteinn Gunnar er alveg með þetta að mínu mati!
LESA MEIRA…
10. HVAÐA VINTAGE MERKJATÖSKUR ERU BESTA FJÁRFESTINGIN?
Mér hefur þótt gaman að gramsa eftir gersemum í gegnum tíðina. Það eru enginn kaup skemmtilegri en þegar maður finnur flík eða fylgihlut sem lifir nýju lífi með mér eftir að hafa mögulega átt ágætt líf áður en ég fann hann. Ég hef verið heppin oft á tíðum og verð betri með árunum að finna þessu týndu fjársjóði. Með tilkomu netverslana hefur orðið mun aðgengilegra að eignast vintage merkjavöru því við getum googlað okkur áfram í leit okkar að draumavöru. Það eru til verslanir sem sérhæfa sig í þessum málum, vintage verslanir sem selja aðeins gæðavöru. Þær eru að sjálfsögðu flestar utan landssteinanna, en þó ekki lengra frá en rétt bakvið tölvuskjáinn.
Ég fór yfir nokkrar fréttir úr ólíkum áttum sem hjálpuðu mér að finna topplista af töskum sem eru góð vintage kaup. Ég ákvað að deila topp 10 lista hér á blogginu sem kauptips til ykkar – frábær fjárfesting ef vel er hugsað um.
Ertu að leita eftir hinu fullkomna notaða merkjaveski? Þessi að neðan eru góð kaup að mínu mati –
1. CHANEL
Þessi fer aldrei úr tísku. Double flap bag frá Chanel í medium, þú finnur ekki meiri klassík. Taskan kostar mikið þó að maður finni hana vintage en það er líka hægt að selja hana aftur fyrir saman pening – fellur ekki í verði.
LESA MEIRA…
9. HINN ÍSLENSKI GUD
Guðmundur Árni Andrésson er ungur Íslendingur á uppleið í útlöndum. Guðmundur er kallaður GUD í bransanum sem hann er ennþá að kynnast. Fyrirsætuferillinn byrjaði fyrir tilviljun í London og í dag er hann með samning hjá Men Acemodels Agency í London, Boom í Mílanó og hjá Two Management í Barcelona.
Það er svo skemmtilegt að fá sögur af ungu fólki strax í fyrstu skrefum á nýju tímabili í lífi þess. Ég hef trú á að við eigum eftir að sjá mikið af þessum fl0tta strák næstu árin – stay tuned.
LESA MEIRA…
8. RAKEL TÓMAS: NÚ ER ÞAÐ SVART
Ég hef verið svo lánssöm að fá að kynnast listakonunnin Rakel Tómasdóttur vel síðustu árin. Rakel hefur svo sannarlega slegið í gegn með ótrúlegum teikningum sínum – af kvenlíkamanum, andlitum, augum og fleiru sem hún nær að koma með svo fallegum, nákvæmum og listrænum hætti á blað.
Rakel hefur samhliða hannað og gefið út dagbækur sem hafa selst eins og heitar lummur. Eitthvað sem allir þurfa á að halda og kannski vara sem vantaði á okkar íslenska markað. Það er einhvern veginn svo miklu betra að skipuleggja sig í svo fallegri bók og hún er einnig frábær fylgihlutur í töskunni. Ég er að gera tilraun til að nota mína 2020 dagbók um þessar mundir en ég hef alltaf verið léleg með dagbækur, vel alltaf að skrifa í símann. Þetta árið skrifa ég fundi og viðburði inní símann en hef dagbókina klára fyrir ýmis verkefni og todo lista sem ég ætla að komast yfir.
Eftir að hafa þekkt Rakel í nokkurn tíma þá fer það ekki framhjá manni að hún klæðist eingöngu í svart. Það vakti áhuga minn og ég hef lengi ætlað að taka hana í spjall á blogginu og spyrja hana út í þetta þema – svarið hafið þið að neðan!
LESA MEIRA…
7. ENGINN MASKARI Í JANÚAR
Það virðist vera frétt út af fyrir sig þegar konur nota ekki maskara dags daglega. Undirrituð hefur unnið með það lúkk lengi og kann vel að meta. Þó ég sé mjög oft án maskara (eiginlega alla virka daga, allt árið um kring) þá ákvað ég viljandi að sleppa því alveg í janúar og ég setti svo í fyrsta sinn maskara á augnhárin þegar ég tók þátt í myndatöku núna fyrir helgi, þá kominn febrúar. Mér fannst ég reyndar voða skvís og alveg sérstaklega þar sem ég hafði svelt mig af maskara svo lengi … hin svokallaða maskara fasta :)
Mig langar alveg endilega að mæla með því við ykkur að prufa, ef þið eruð vön að nota maskara alla daga –
ÁN MASKARA
MEÐ MASKARA
…LESA MEIRA
6. AARKE KOMIÐ TIL ÍSLANDS!
Þegar þetta er skrifað er ég alveg að tryllast úr spennu! Loksins loksins má ég segja frá nýrri uppáhalds vöru sem kemur í sölu á Íslandi um helgina. Um er að ræða AARKE sódavatnstæki sem hefur tryllt lýðinn í Danmörku og Svíþjóð og verður nú loksins fáanlegt á Íslandi. Það er HALBA sem tekur vörumerkið í sölu en við Gunni (betri helmingurinn) ásamt bestu partnerum, Álfrúnu Páls og Viktori Bjarka, stöndum á bakvið fyrirtækið.
Í tilefni þess að varan fer í sölu í HAF STORE þá munum við standa vaktina í versluninni með heitt á könnunni á laugardaginn, 10 nóvember. Boðið verður uppá frískandi sódavatn, kaffi og croissant. Sjáumst þar! Meir um það HÉR.
ÚT MEÐ EINNOTA PLAST – INN MEÐ AARKE!
Sjáiði þessa fegurð –
LESA MEIRA…
5. BESTA B4 ER KOMIN Á SÖLU
Hvað var ég að brasa í sóttkví? Ég var að græja elsku B4, íslensku íbúðina okkar í gamla Vesturbænum sem nú er farin á sölu. Þetta er fyrsta eign okkar fjölskyldunnar og því eru það blendnar tilfinningar að deila þessum fréttum með ykkur. Kannski er ég bara ekkert tilbúin að kveðja þennan skandinavíska draum? Björt og falleg íbúð, á besta stað (ef þið spyrjið mig) sem bíður upp á svo marga möguleika.
Þið getið kíkt í heimsókn á morgun þegar það verður opið hús, bókið tíma hjá yndislegu Erlu, HÉR
LESA MEIRA…
4. HELLIRINN: SAMA ÚTSÝNI, FYRIR & EFTIR
Þegar við tókum þá ákvörðun að leyfa Ölbu að vera á Íslandi í leikhúsalífi, þá byrjuðum við að plana hvernig við gætum gert það á sem bestan máta þannig að öllum liði eins vel og hægt var. Í samráði við ömmur og afa tókum við ákvörðun um það hvar væri best fyrir hana að búa, hvaða skóla hún færi í og svo framvegis. Vegna vinnu minnar þarf ég oft á ári að koma heim til Íslands og þessvegna sáum við það fyrir okkur að ég og litli bróðir gætum verið mikið hjá Ölbunni okkar (þessar ákvarðanir voru teknar fyrir covid) og þegar við værum úti í Danmörku þá væri hún í góðum höndum á Íslandi undir sama þakinu.
Brugðið var á það ráð að útbúa fyrir okkur auka aðstöðu í kjallaraíbúð tengdaforeldra minna svo að Alba væri alltaf að koma heim úr skóla á sama heimilið, hvort sem það væri til ömmu sinnar og afa eða til mín þegar ég væri á Íslandi. Það væri lang best fyrir hana og við erum svo þakklát fyrir að það gekk upp og þakklát tengdó fyrir þeirra þátt.
Það er svo magnað hvað lítið rými getur breyst mikið með því að velja “þinn” stíl og fylla það af fallegum hlutum. Fyrir mig skiptir öllu máli að ég finni að ég sé “heima” ef ég er lengi á sama staðnum, í litla hellinum höfum við reynt að gera voðlega kósý með einföldum hætti. Hlutir skapa svo sannarlega heimili.
Ég á ekki margar myndir og hann er kannski ekki alveg tilbúinn, hellirinn okkar, en mér datt í hug að það væri gaman að sýna ykkur fyrir/eftir af sama útsýninu með nokkra vikna millibili. Þegar ég var á Íslandi fékk ég töluvert af spurningum frá ykkur á Instagram story þegar ég opnaði mig um það að þarna værum við að búa okkur til íslenska aðstöðu, ég finn því sannarlega áhugann á því að koma þessu efni að á blogginu líka og deili þessum myndum með gleði.
FYRIR
EFTIR
LESA MEIRA…
3. KONUR ERU KONUM BESTAR VOL4
4. október klukkan 12:00 – fjórði góðgerðabolur KEKB fer í sölu, ég hlakka svo til!
Uppáhalds verkefni ársins, Konur Eru Konum Bestar, er handan við hornið. Það er með mikilli gleði í hjarta sem ég skrifa um þetta verkefni sem við höfum svo mikla ástríðu fyrir. Ég er svo þakklát fyrir þessar viðtökur sem hvetja okkur til að halda áfram ár eftir ár – nú er komið að 4. útgáfu. Þegar fyrsti bolurinn fór í sölu árið 2017 óraði okkur ekki fyrir því að þetta myndi fara á svona svakalegt flug. Síðustu árin höfum við styrkt við mismunandi og mikilvæg málefni á sama tíma og við minnum konur á að standa sem þéttast saman og hvetja hvor aðra frekar en að draga niður. Þannig blómstrum við allar!
TAKK til ykkar sem eruð með okkur í klappliðinu – það mega allir vera með, nóg að lausum plássum!
2. MIÐBORGIN OKKAR – VERSLUM Á NETINU
Vissir þú að það eru næstum 280 verslanir í miðborginni? Í því ástandi sem nú stendur yfir þá hafa margar þeirra þurft að loka tímabundið og aðrar bjóða upp á skertan opnunartíma. Stjórnvöld krefjast þess að við höldum okkur hvað mest heima og þvi ber að taka alvarlega. Það þýðir samt ekki að við séum í kaupbanni, síður en svo – það heppilega við þetta sorglega ástand er að það er að eiga sér stað árið 2020 og við því erum við með netið til að nálgast verslun og þjónustu.
Í samstarfi við Miðborgina okkar hef ég tekið saman kauphugmyndir FYRIR HANN, FYRIR HANA, FYRIR SMÁFÓLKIÐ og FYRIR HEIMILIÐ. Undir myndunum getið þið séð hvar hver vara fæst og ég hef sett inn lendingarsíðu beint á réttan stað. Vonandi kunnið þið vel að meta.
FYRIR HANN
Peysa: Farmers Market, Snyrtitaska: Verslun Guðsteins, Síðermabolur: WoodWood/Húrra Reykjavik, Buxur: Won Hundred, Ermahnappar: Afi & ég/Kormákur & Skjöldur, Kaffibolli: Huskee/Sjöstrand, Ullartrefill: Suitup Reykjavík, Tækifæriskort: Reykjavík Letterpress, Burger: Búllan, Apple tv: Macland, Skór: Stan Smith/Húrra Reykjavík, Andlitsrúlla: Angan/Hrím, Jakki: SamsoeSamsoe/GK Reykjavik
FYRIR HANA
Gallabuxur: GEYSIR, Rakeserum: By Terry/Madison Ilmhús, Kápa: American Vintage/Yeoman, Naglalakk: Nailberry/Systrasamfélagið, Skyrta: AFTUR, Kjóll: Won Hundred/Húrra Reykjavík, Blómvöndur: Pastel Blómastúdíó, Peysa: Simonett/Hildur Yeoman, Leðurjakki: Spúútnik, Veski: Furla/38Þrep, Sundbolur: Swimslow, Hringir: Fríða Skart, Skór: Acne/GK Reykjavik
LESA MEIRA…
1. HILDUR VAR BEST KLÆDD AÐ MATI VOGUE
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir vann í nótt Óskarinn fyrst Íslendinga og þjóðin samgleðst svo innilega! TrendNÝTT sagði frá því HÉR.
… en svo er það þetta! Hverju klæddist hún?
Hildur geislaði í svörtum síðkjól með áfestum steinum, frá Chanel. Svo glæsileg!!
Með lúkkinu komst Hildur á topp20 lista VOGUE yfir best klæddu stjörnurnar á Rauða dreglinum, ekki að undra.
Hér er Hildur ásamt eiginmanni sínum Sam Slater
Ég var sammála topplista Vogue að einhverju leiti og birti því fleiri vel klæddast stjörnur hér að neðan, myndir teknar af sama lista –
Natalie Portman í DIOR
Natalie Portman notaði klæðnað sinn til þess að koma frá sér feminískri yfirlýsingu. Lesið meira: HÉR
Skrifa Innlegg