fbpx

LÍFIÐ: HALLÓ ÍSLAND

LÍFIÐ

Halló Ísland. Ég lenti á klakanum um helgina og er í sóttkví eins og lög og reglur mæla með. Það er sorglegt að sjá hversu mörg smit eru að greinast þessa dagana og greinilegt að við eigum eitthvað í land með að ná tökum á þessari veiru. Það er svo vont hvað hún hefur mikil áhrif á margt og maður er kominn á þann stað að hætta að furða sig á öllum þeim leiðindum sem hún ber með sér.  Æ ég veit að þið hafið ekki áhuga á að lesa um Covid í þessari færslu og ætlaði ekki endilega þangað með þessa kveðju  en þetta er bara raunveruleikinn í dag.  Ég bíð og vona að Kardemommubærinn verði frumsýndur um næstu helgi þar sem Alban mín fer með hlutverk, eins er það vonin að Konur Eru Konum Bestar vol4 fari í sölu þann 4.október – það mikilvægasta er að ég haldi heilsunni svo að ég megi taka þátt í þeim stóru verkefnum auk annarra næstu vikurnar hér á Íslandi.

Það spurðu margir út í peysuna sem ég klæðist hér að neðan þegar ég birti  þessa mynd á Instagram í gær. Hún er frá Arket og þið finnið hana HÉR, bolurinn hans Gunnars Manuels er Molo.

Aftur á móti  .. sorry Arket fyrir það hversu heimilislega við fórum með verslunina –

Þegar GM finnur spennandi dót ..

Þangað til að hann fékk að velja sér þessa sætu grímu með sér í flugið ..

Pastel fegurð ..

Langar ..

Áfram við öll! Munum svo að fylgja almannavörnum.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

DRESS: SÍÐDEGISSOPINN

Skrifa Innlegg