fbpx

MENNTUN Á MÍNUM HRAÐA

LÍFIÐSAMSTARF

Fyrir ykkur sem hafið áhuga á minni menntagöngu þá útskrifaðist ég frá Háskólanum á Bifröst árið 2014. Ég byrjaði þó í HR eftir árs námspásu frá skóla eftir að ég kláraði Menntaskólann við Sund. Þegar við fluttum síðan óvænt til útlanda varð ég smá áttavillt um hvernig best væri að klára BS námið. Ég varð mjög glöð þegar ég áttaði mig á því að ég gæti lært í fjarnámi frá Íslandi og stjórnað hraðanum sjálf. Fjarnámið á Bifröst passaði fullkomlega fyrir fólk eins og mig. Þar gat ég tekið fög í lotum og valið hversu mikið hverju sinni.

Á útskriftadaginn árið 2014,  lítið kaffiboð í Kjósinni  

Á sama tíma og ég var í náminu var ég líka ung handboltakærasta í útlöndum með lítið barn og ekki með aðstoð frá fjölskyldu. Ég var líka að starta einhverskonar blogg byrjun í mínu lífi sem byrjaði alveg óvart sem personal shopper fyrir Íslendinga sem sóttust eftir því að eignast flíkur úr skandinavísku verslununum. Einhverjir þekkja eflaust þá sögu. Ég gekk frá búðunum yfir í að búa til bloggveröld ásamt vinkonu minni Álfrúnu Pálsdóttur þar sem við fengum frábært fólk til að sameina krafta sína undir einum og sama blogg hattinum. Úr varð heimasíðan Trendnet.is sem opnaði í ágúst fyrir bráðum 8 árum, það gleður mig svo mikið að þið kíkið stundum við.

Að stunda  nám meðhliða nýsköpun  gat ekki hentað betur í mínu tilviki því þar tvinnaði ég vinnuna við það sem ég var að læra  í viðskiptafærðinni með áherslu á markaðssamskipti.

Menntun er máttur og það má tvinna áhugamál, lærdóm og vinnu saman á svo marga vegu. Ég deildi minni upplifun með Bifröst hér að neðan.

PRESSIÐ Á  PLAY

Áhugasamir geta skoðað námið sem ég var í: HÉR
Námið er sérstaklega sniðið fyrir þá sem starfa eða stefna að því að starfa að markaðsmálum.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DAGSINS DRESS

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Andrea

    16. May 2020

    Sjá þig,,,, sjúklega flotta badass business ekki bitch … love it!

  2. Arna Petra

    17. May 2020

    OfurKONA!?

  3. Arnhildur Anna

    17. May 2020

    Sjúklega flotta kona! xxxx