Til hamingju með daginn ykkar kæru bændur og þá sérstaklega minn maður, Jónsson, sem er langt frá mér hinu meginn við hafið. Áfram Ísland!
Í tilefni bóndadagsins er viðeigandi að deila herrainnblæstri fyrir þá en aðalega okkur konurnar.
Er einhver að gleyma deginum? Þá er þetta örugglega fín áminning. Það þarf ekki að gera mikið. Auka faðmlög og væntumþykja nægir en það er gaman að halda upp á daginn með einhverju móti – afþvíbara.
Ágætis innblástur?
Gleðilegan föstudag. Þessi vika leið sérstaklega hratt!
xx,-EG-.
Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

Ég heimsótti Hafnafjörðinn í vikunni og átti þar fund við Andreu Magnúsdóttir fatahönnuð og vinkonu. Konu sem gerð er úr gulli sem útskýrir brosið á mér hérna að neðan – hún smitar út frá sér. Ég kom inn í verslunina í einu dressi en fór út í öðru – þessu hér að neðan. Ég mátaði meira en ég tók með mér heim og ætla að sýna ykkur myndir frá mátun strax eftir helgi. Þetta varð dress dagsins.

Loð: AndreA Boutique
Trench coat: AndreA Boutique
Boyfriend skyrta: AndreA Boutique (líka til í bláu)
Gallabuxur: Lee (Buxur sem búa til kúlurass)
Skór: Jeffrey Campbell
xx,-EG-.
Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Ég fékk ábendingu um að langt væri liðið frá síðustu “orðum”. Ég má víst ekki hætta þeim ágæta lið.
_
Tileinkum okkur þessi orð. Þau verða ekki mikið sannari.
Orð sem eiga við um innri og ytri fegurð og þið megið túlka að vild.

Ef við gerum okkar besta í því sem við tökum okkur fyrir hendur þá mun það leiða okkur langan veg. Það er aldrei hægt að gera betur en best. Ég fell fyrir alvöru, sterku og brosandi fólki sem smitar með góðri orku – það er fegurð fyrir mér.
xx,-EG-.

Ég fékk ábendingu frá London um nýja áhugaverða herferð frá Moraccan Oil. Þar sem ég nota hárolíuna sjálf skoðaði ég póstinn nánar. Herferðin snýr að konum sem veita okkur innblástur en vörumerkið fékk sex ólíkar konur til að segja frá sinni fyrirmynd í myndbrotum – #InspiredByWomen
Allar eigum við okkur fyrirmyndir og fáum við okkar innblástur úr mismunandi áttum – mæður, dætur, ömmur, frænkur, systur eða sterkar konur sem eru áberandi í þjóðfélaginu. Sumar eru mikilvægar af persónulegum ástæðum á meðan aðrar veita innblástur á öðrum forsendum.

Hér að neðan má sjá myndböndin þar sem konur herferðarinnar deila því hverjar veita þeim innblástur. Meðal þátttakenda er Rosie Huntington-Whiteley sem við sjáum á myndinni fyrir ofan.
Skemmtileg herferð og falleg hugsun. Hver er ykkar fyrirmynd?
xx,-EG-.
Tadaa … nú er það támjótt.
Það tók mig tíma að fara aftur yfir í támjótt snemma á síðasta ári. Og mögulega ykkur líka? Nú virðist ég vera komin á það að falla bara fyrir támjóum skóm. Og það er kannski ástæða fyrir því? Þegar ég heimsæki búðirnar þá er það sniðið sem virðist taka á móti mér í hvert skipti. Támjótt lengir leggina og það er ekkert verra fyrir stubb eins og mig.
Nú leita ég mér að lausum útvíðum buxum eins og sést á einhverjum af myndunum hér að neðan. Það lúkk er ég að fýla í ræmur og við eigum eftir að sjá meira af því á nýja árinu.
Þetta veitir mér innblástur, og vonandi ykkur –
Pressið á myndina til að gera hana stærri.
Þessir að neðan eru til í verslunum hérlendis og erlendis þessa dagana – eitthvað fyrir alla:

Selected Femme

Miista – Einvera

ZARA

ZARA
Tatuaggi – GS SKÓR

Acne

Tatuaggi – GS SKÓR

Saint Laurent SS15

Saint Laurent AW14/15

Vagabond – Kaupfélagið
Bianco

Bianco

FENDI FW14/15

&OtherStories

&OtherStories
Veldu nú þann sem að þér þykir bestur?
.. ég er farin í það verkefni. Núúna!
xx,-EG-.
Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Fyrir ykkur sem eruð ekki með planaðan daginn í dag þá mæli ég með Heimilislegum Sunnudögum hjá KEX Hostel klukkan 13.00.
Dagskrá sem hefur gengið vel fyrir áramót og hófst með vinsælu krakkajóga um síðustu helgi. Það er ólíkt milli daga hvað er í boði hverju sinni sem gefur svo skemmtilega fjölbreytni fyrir þá sem þangað sækja. Dagsrkáin í dag 18.janúar bíður uppá myndlist og á sunnudaginn eftir viku verður það leiklist – eitthvað fyrir alla.

Heimilislegir Sunnudagar verða haldnir vikulega í allan vetur og því er um að gera að fylgjast með dagskránni sem framundan er: HÉR
Heimilislegir Sunnudagar eru opnir öllu fjölskyldufólki og aðgangur er enginn. Mér finnst þetta frábært framtak.
Góða skemmtun!
xx,-EG-.

mbl.is/Árni Sæberg

mbl.is/Árni Sæberg
Hver verða trendin á nýju ári? …
… var heiti fyrirlestradags Ímark sem fram fór í Arion banka fyrir helgi. Fólk úr mismunandi geirum fékk orðið og deildi sinni sýn með gestum dagsins. Allir fyrirlesararnir voru áhugaverðir en þó fangaði Daniel Levine mest af athygli minni. Daniel er virt nafn í þessum bransa og einn helsti sérfræðingur heims í að greina trend á mörkuðum. Í fyrirtæki sínu, Avant Guide, hjálpar hann öðrum fyrirtækjum að sjá fyrir hvaða trend verða ráðandi á mörkuðum hverju sinni. Markmið hans er að hjálpa þannig til vði að næla í viðskiptavini og auka sölu.
Hann semsagt fylgist með trendum í öllum brönsum (t.d. markaðssetningu, ferðamálum, fasteignum, tækni, hönnun og tísku o.s.frv.) og reynir að fanga það mikilvægasta. Hægt er að fylgjast með honum á Twitter undir @avantguide.


“Það eru ekki þeir stærstu og sterkustu sem lifa af, heldur þeir sem eru fljótastir að aðlagast”
– Charles Darwin
Darwin vissi hvað hann söng og enn eru það þeir hæfustu sem lifa af. Við höfum séð mörg dæmi um stórfyrirtæki sem orðið hafa undir í baráttunni þegar þau hafa ekki verið á tánum.
Árið 2015 munu fyrirtæki keppast um heilli viðskiptavina samkvæmt Daniel. Þjónusta mun skipta sköpum og meira en áður. Daniel nefndi Apple sem gott dæmi um mjög góða þjónustu í dag en þeir bjóða uppá “customer service” sem er til fyrirmyndar. Bæði í verslunum og á neti.
Hann talaði um mörg skemmtileg dæmi og má þar nefna selfie stöngina. Hann vildi meina að hún væri “fad” en ekki “trend”. En það þýðir að vara sé mjög vinsæl yfir tímabil og muni vinsældirnar dvína hratt.
Dæmi hver fyrir sig ? Mig langar samt sem áður ennþá í vöruna. Markaðsstjóri Nova, Guðmundur Arnar Guðmundsson, var ekki par ánægður með þau orð en hann var fundarstjóri dagsins.
Áhugasamir geta lesið meira um herra Levine hér.

Takk fyrir mig Ímark – það væri gaman ef maður hefði tök á að mæta oftar.
xx,-EG-.
Afhverju hef ég ekki ennþá heimsótt Krossneslaug? Þvílík fegurð fyrir augað. Ég þarf endilega að láta verða af ferð þangað fyrr en seinna.
Ilmvatnsframleiðandinn Andrea Maack hefur ferðast um landið síðustu mánuði í leit að efni til að nýta í væntanlega línu merkisins. Teymið hefur ferðast víða og nú síðast heimsóttu þau Djúpavík á fallegum degi. Í ferðum sínum hafa ólík erindi borið undir og því fatnaður verið valinn eftir því.
Í Djúpavík var ætlunarverkið að bera rekavið og gera úr honum verk og því var tekið á það ráð að velja fatnað eftir því. Nike varð fyrir valinu og útkomuna má sjá hér að neðan –
Andrea Maack X Nike á Íslandi


Ljósmyndari: Íris Dögg Einarsdóttir
Makeup: Thelma Rut Elíasdóttir
Stílisti: Ingunn Embla Axelsdóttir
Framleiðendur: Sandra Ýr Pálsdóttir og Sigríður Rut Marrow
Sérstakar þakkir: Ási og Eva á Djúpavík
Það verður gaman að sjá áframhaldandi verkefni listamannsins Andreu Maack. Það virðist sem eitthvað spennandi sé í uppsiglingu.
Áfram Ísland!
xx,-EG-.
Það er svolítið skemmtilegur tími í búðunum þessa dagana. Einskonar millibilsástand milli útsölu sem margir gleðjast yfir, og nýju varanna sem fylla verslanirnar hægt og rólega.
Þessar að neðan eru til í íslenskum verslunum núna – Frá toppi til táar.

Ullarpeysa: Malene Birger – Eva

Feldur: Eggert Feldskeri
Klæðilegt kimono – Lindex

Musthave skyrta – Vero Moda

Blue jeans baby: Vila
Ég er búin að “selja” nokkra af þessum – fallegir: GS Skór
xx,-EG-.
Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Ég á til með að deila með ykkur bikerjakka sem ég eignaðist í haust. Jakki sem ég féll fyrir í heimsókn minni til höfuðstöðva Lindex í Gautaborg þar sem hann hékk á “væntanlegt” slá. Ég fékk að máta – hann varð svo minn stuttu seinna.

Það er stundum svoleiðis að flíkur geta fallið inn í fjöldann í verslunum. Þessi tiltekni hefur greinilega ekki æpt á íslendinga eins og hann æpti á mig á sínum tíma. Það kom mér nefnilega á óvart að hann er enn til í sölu hérlendis en ég er alveg viss um að hann er búinn á slánum hinu meginn við hafið.
Ég hef notað minn mikið síðustu daga og fæ alltaf spurningar um hvaðan hann sé. Þegar ég sá að hann er enn til sölu þá átti ég til með að grafa upp gömlu myndina hér að ofan og deila honum með ykkur.
Hann er í þessu sérstaka grófa efni og með gylltum rennilás sem setur punktinn yfir – i-ið. Í kuldanum síðustu daga er must að nota hann undir úlpuna en í sumar verður hann pörfekt yfirhöfn.

Biker jakki: Lindex
Buxur: Vila
xx,-EG-.