66 FÓLK

FÓLKÍSLENSK HÖNNUN

English Version Below

Það gleður hjartað þegar maður er erlendis og sér fólk klæðast íslenskri hönnun. Þessa dagana stendur yfir einhverskonar 66°Norður trend hjá erlendum fasjónistum og ég fylgist spennt með!

Processed with VSCO with f2 preset

Í Kaupmannahöfn myndaði ég þessar vinkonur að ofan sem klæddust í stíl, 66°Norður úlpurnar héldu þeim heitum á milli tískusýninga. Þær voru ekki einu gestrnir sem klæddust fatnaði frá merkinu og virðist það falla vel í kramið hjá dönskum frændum okkar.

image001

Fyrir helgi rak ég svo augun í þessa að neðan á Instagram… sem er enn stærri frétt.
Veronika Heilbrunner er mjög þekkt innan bransans, svakaleg tískufyrirmynd og ein af heilunum á bakvið lúxus netverslunina Mytheresa.com. Veronika er með 113k fylgjendur á Instagram aðgangi sínum og situr fremstu bekki á öllum stærri tískuvikum. 66°Norður voru því mjög sniðug/heppin að hún skuli klæðast flík úr þeirra hönnun.

veronika_h

66°Norður x Victoria Beckham – ekki slæmt combo á kaldri tískuviku ;)

in presseklip_vebe

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

//

I always get a little proud when I see people wearing Icelandic design abroad. 66°North seems to be doing something right and it fits perfect into today’s outerwear fashion.
The first photo above is a streetstyle photo I took myself at Copenhagen fashion week. The two girls are matching in their jackets from the Icelandic brand.
Below you can see the fashion icon at Mytheresa.com, Veronika Heilbrunner, wearing a jacket from their 90th anniversary collection and actually all the items on the photos above are from this collection.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ADIDAS ER INN

FASHIONTREND

English Version Below

14518251_10154099569512568_1361742689_n

Þetta er mynd frá því í morgun. Ég og Manu að gera okkur klár í daginn … bæði í Adidas Stan Smith skóm. Þessir eru með hörðum botni og litli maðurinn kann ekki alveg nógu vel á þá. Ég var því að panta mjúka frá sænskri netverslun – koma vonandi í vikunni.  Alba hefur átt nokkur pör og pabbinn líka en hann var smá trendsetter þegar hann hermdi eftir sjálfum Marc Jacobs á sínum tíma. Ég sagði ykkur “hér” árið 2013 að þetta gæti orðið næsta IT dæmið. Skemmtilegt að sjá að það gekk svo upp. 
Það má segja að þessi týpa séu fjölskylduskórnir á heimilinu í þessa dagana.

Adidas er INN og það fer ekki fram hjá nokkrum manni þessa dagana. Þýska merkið hefur sannarlega sótt í sig veðrið á tískusviði og nú má sjá Adidas útum allt hjá alls konar týpum. Ég á nokkrar flíkur frá merkinu en passa mig hér eins og annarsstaðar að taka þátt með hlédrægum hætti. Passið ykkur að “missa það ekki” í trendum – Adidas á adidas á adidas á adidas er ekki málið fyrir minn smekk.

Ég tók saman smekklegar myndir sem veita innblástur. Adidas fasjón fólk – gjörið þið svo vel –

//

My and my little baby boy are getting ready for the day, both wearing our Stan Smith’s. Now the whole family have a pair – the family shoes these days. I told you 3 years ago, when I saw Marc Jacobs wearing the shoes at a Coke Light event, that it could be the next IT item and it is fun to see that it became a fact.

Adidas has been growing fast the last years. The German sport brand has been breaking into the fashion world and it seems to be working. I have been wearing some items but it is not my style to wear Adidas on adidas on adidas …

Above you have some Adidas fashion – worn in a way that I like.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BONJOUR PARIS FASHION WEEK

FASHION WEEKFÓLK

Mér fannst ég lent í París þegar ég fletti í gegnum sólríku myndirnar frá tískuvikunni sem þar stendur hæst. Síðustu daga hefur verið sérstaklega heitt á meginlandinu og gestir tískuborgarinnar klæða sig eftir því. Eins og ég hef oft sagt þá er ekki síður skemmtilegt að fylgjast með götutískunni eins og tískupöllunum. Ég tók saman nokkrar myndir sem birtar hafa verið á ýmsum miðlum síðustu daga. Bonjour Paris Fashion Week  .. mikið vildi ég að ég væri nær.

Sú gula hefur líka látið sjá sig hér í höfuðborginni og við fögnum því að sjálfsögðu með því að taka okkur þessi dress að ofan til fyrirmyndar. Bara það að fá að hafa sólbrillurnar á nefinu er eitthvað sem ég þakka fyrir.

Fólk veitir innblástur og sérstaklega á tískuvikum !

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

FÓLKIÐ Á SECRET SOLSTICE

FÓLK

11311927_316871681770059_728082313_n
TAKK fyrir mig Secret Solstice
og allir þeir sem nutu tónanna, blíðunnar og stemningunnar með mér um helgina. Það var að öllu leiti staðið vel að
hátíðinni í ár að mínu mati.
Ég hélt myndavélinni á lofti og fangaði götustílinn sem var (að sjálfsögðu) til fyrirmyndar. Sjáið sjálf hér að neðan –

DSCF7427DSCF7494 DSCF7491DSCF7514 DSCF7479 DSCF7481 DSCF7487 DSCF7490 DSCF7425  DSCF7473 DSCF7475 DSCF7476 DSCF7404 DSCF7412 DSCF7421 DSCF7423 DSCF7385 DSCF7386 DSCF7389 DSCF7396 DSCF7399 DSCF7369 DSCF7371 DSCF7372 bob11DSCF7382
Íslensk tónlistarhátíð sem er komin til að vera, engin spurning!
Sjáumst að ári.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR