fbpx

TÍSKUVIKAN // CPHFW

AndreAFERÐALÖGTíska

Tískuvikan í Kaupmannahöfn var köld að þessu sinni en ótrúlega litrík & skemmtileg.

Tískuvikan er haldin tvisvar sinnum á ári í janúar og ágúst.  Ég fer þangað til að kaupa inn fyrir búðina, hitta merki sem við erum með og finna ný.  Eins erum við vinkonurnar duglegar að fara á allskonar viðburði og sýningar.   Þetta eru vel pakkaðir 3 dagar og í rauninni magnað hvað maður nær að gera mikið á stuttum tíma.

Í þetta skiptið gistum við  á geggjuðu hóteli þar sem við mynduðum líka nýjustu línuna fyrir AndreA.   Ég hlakka til að sýna ykkur meira af því, eins mun ég gera sér bloggpóst um hótelið sjálft þar sem margir voru áhugasamir um það á instagram.  En með “við” á ég við mig, Aldísi Páls ljósmyndara og Elísabetu Gunnars sem þið þekkið öll hér á Trendnet.

Eitt af því skemmtilegasta er að sjá mannlífið og  götutískuna, þvílíkt samansafn af vel klæddu fólki.
Köflótt var mjög áberandi, grófir strigaskór, stígvél, allir litir en sérstaklega mikið camel og hvítt.  Munstur ofan á munstur ofan á munstur, öllu blandað saman (mjög skemmtilegt) .  “Over sized” jakkar/frakkar og kápur.  Hárspennur & perluspennur voru mjög áberandi, greinilega mikið trend.

Margir íslendingar eru í Kaupmannahöfn á tískuvikunni, innkaupafólk, bloggarar og bara fólk úr öllum áttum í tískubransanum.
Eins mátti sjá smá íslenskt á tískupöllunum hjá GANNI x 66 NORTH sem gleður alltaf litla íslenska hjartað en áhugasamir geta lesið meira um það samstarf HÉR. 

Ég tók hér saman myndir af götutískunni og þykir sérstaklega gaman að sjá hvað hér er að finna marga Íslendinga.

Myndir: ALDÍS PÁLS …

MYND: @PALDIS // Andrea – Hanna Stefansson & Elísabet Gunnars

Myndir: ALDÍS PÁLS  & myndir frá #CPHFW & INSTAGRAM

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

BJÚTÍ TRIX Á TÍU MÍNÚTUM

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    5. February 2019

    geggjaðar myndir!! svo gaman að hitta ykkur!! xxx