fbpx

ÍSLENSK HÖNNUN: ORRI FINN

FÓLKÍSLENSK HÖNNUN

 

2cd08627fad1588f36255d03bff4410b

Íslenska parið Orri Finnbogason & Helga G. Friðriksdóttir hanna saman undir nafninu Orri Finn.
Ég hef lengi verið ástfangin af látlausa akkerishringnum úr þeirra hönnun – eiginlega verið með hann á heilanum síðasta mánuðinn!

Uppá síðkastið hefur parið haft í nægu að snúast en þeirra önnur vörulína er væntanleg fyrir jólin, ég var að vonum spennt að heyra meira og lagði því nokkrar spurningar undir þau Orra og Helgu. 

1463138_10151966719068058_872852920_n

1461038_10151966721768058_874079268_n

1450152_10151966718018058_1437658714_n

 

Hvað er Orri Finn?
Orri Finn eru skartgripir/vörumerki þar sem haft er að leiðarljósi að hanna “unisex” skartgripalínur sem höfða til fleiri en hefðbundnir skartgripir hafa hingað til gert.

 

Hversu lengi hafið þið verið starfandi?
Orri lærði demantaísetningu og gullsmíði og hefur starfað sem gullsmiður síðan 2003, hann stofnaði Orri Finn vörumerkið og hannaði einn undir því framanaf. Helga hefur starfað í skartgripageiranum undafnarin sex ár en hóf samstarf við Orra árið 2011. Nú hanna þau bæði undir Orra Finn vörumerkinu og eru í dag að leggja lokahöndina á aðra skartgripalínu sína saman.

Hvaðan kemur innblásturinn?
Í fyrstu skartgripalínunni okkar Akkeri var innblásturinn sóttur úr okkar nánasta umhverfi. Sem ábúendur á eyju erum við umvafin sjó og flestöll tengd sjómennsku á einn eða annan hátt. Akkerið er okkur líka sérstaklega hjartnæmt þar sem við höfum bæði tengingu við sitthvort sjávarþorpið á Íslandi; Orri er frá Akranesi og móðurætt Helgu frá Hnífsdal.
Akkerið er sterkt tákn, það er mjög hlaðið og það er án landamæra þar sem að það er alþjóðlegt. Okkur finnst Íslendingar tengja mikið við akkerið og mætti jafnvel segja að margir tengi betur við það en við krossinn. Tákn eru hugleikin í hönnun okkar og við höldum áfram að vinna með þau í nýju línunni okkar Scarab en hún dregur einmit nafn sitt af fornegypskum verndargrip.

Hvað er framundan?
Undanfarna mánuði höfum við unnið hörðum höndum að nýrri skartgripalínu. Nú er hún loks tilbúin og er frumsýningin á henni framundan. Skartgripirnir í Scarab línunni líkja eftir bjöllum úr Scarabaeidae bjölluættinni en fornegyptar töldu þær heilagar. Scarab bjallan táknar hringrásina og endurfæðinguna og heiðra skartgripir Scarab línunnar þessi tákn. Við erum ótrúlega spennt fyrir sýningunni en hún verður í formi tískusýningar með karl- og kvenkyns fyrirsætum sem klæðast skartinu. Eftir sýninguna býðst gestum að skoða skartgripina í návígi. Svo verður einfaldlega skálað fyrir Scarab og haldið partý í boði Tanqueray!

Myndin hér að neðan er í fyrsta sinn birt hér á Trendnet en hún sýnir nýju skartgripalínuna.

Scarab by OrriFinn

Frumsýning Scarab verður haldin á morgun, 28. nóv. Fyrir áhugasama þá eru allir velkomnir. Meira: HÉR

Ég hlakka til að fylgjast áfram með. Áfram íslenskt!

xx,-EG-.

Just Female Kimono

SHOP

 

Mér datt í hug að segja ykkur frá þessum fína Kimono en ég á einn slíkan sem að ég fékk í vor frá Just Female. Ég klæddist honum á blogginu og fékk í kjölfarið mjög margar fyrirspurnir. Því miður voru aðeins örfáar sem að gátu nælt sér í flíkina í kjölfarið því fleiri voru ekki til á slánnum.

Ég rakst á flíkina í heimsókn minni inná Asos núna í kvöld og á aldeilis ágætu niðurlækkuðu verði líka: HÉRimage4xxlimage2xxl

Ég verð að fara að draga minn fram úr skápnum, mér finnst hann ennþá mjög fínn.

xx,-EG-.

TIL SÖLU: ÍBÚÐ ELINAR KLING

HOME

kling

Ofurskvísan Elin Kling birti þessi orð á Instagram mynd sinni fyrr í kvöld:

,,The time has come… I am selling my apartment in Stockholm. I really hope it will go to someone that will love it as much as I have! ❤️ “

– Íbúð sem er staðsett á besta stað í Östermalm(reyndar dýrasta hverfinu í Stokkhólmi) fyrir áhugasama kaupendur.

SFDB9E48DE9B83549A999DF6528DA03D3BC_918x612 SFD567818F2F03C422C8C65CCE265CCC883_918x612 SFD8FC0802C66AD4A71B8C1E30452EC0CB8_918x612 SFD98B7BB3D87BB4BD781C0476B96A4D096_918x612 SFD8288B63A0FDC4463BF2FD6CEAABD511C_918x612 SFD6FCA56C63FDF42ADA72314DE58AB3665_918x612 SFD62B0CC5FF09F40278652A43BC41CB0D7_918x612 SFD43CCD55D5ABE4D5F8040F8C51B281F93_918x612 SFD2D7B24C107CF431180583505BBE4FB8D_918x612 SFD3C71D318481E4696BFA1E71404247744_918x612 SFD214B9266393742C18197DFD46B296B76_918x612 SFDD3F985F266E44E758E5E564104CE2F47_918x612

Elin flutti til New York fyrir nokkrum árum síðan og hefur því ekki búið sjálf í íbúðinni uppá síðkastið. Ég hef áður séð myndir af þessari íbúð þegar að hún bjó þar sjálf en þá var hún mun heimilslegri og því að mínu mati meira sjarmerandi. Sjá hér:

elin-kling-hemma-reg-1_135234886Elin-Kling-Apartment-6 hemma_hos_elin_kling_6_135235413 hemma_hos_elin_kling_4_135235199 hemma_hos_elin_kling_3_135235132 hemma_hos_elin_kling_1_135235069 hemma_hos_elin_kling_7_135234990

Þær eru svo dásamlegar sænsku fasteignirnar og þessi er pottþétt ein af þeim. Þarna væri örugglega voða ljúft að búa. Sakar ekki að smekklega Elin hafi búið þar á undan :)

Fyrir áhugasama sjúka svía(eins og mig) þá fæst eignin: HÉR

xx,-EG-.

FÄRG & FORM Á PETIT.IS

ALBASHOP

photo
Vefsíðan Petit.is opnar í dag. Netverslun sem að selja mun skandinavískar barna og heimilisvörur.
Sænska vörumerkið Färg&Form er eitt af þeim merkjum sem að síðan mun bjóða uppá. Ég þekki merkið frá því að ég bjó í Svíþjóð en það selur vörur í fjórum ólíkum litum í sama munstrinu, bæði fatnað og fylgihluti.
Alba mín á eina húfu frá merkinu en mig langar í föt á hana líka.

big-bodil_raj big-moa_web big-barnrum_svart    big-raj_web   big-blockrand big-burkar big-emil

Glaðlegt fyrir börnin og okkur foreldrana. Skemmtilegt að það sé nú fáanlegt á Íslandi.

xx,-EG-.

LÍFIÐ

DRESSLÍFIÐ

1468647_10151810420977568_490082391_n

Við áttum ljúfan fjölskyldudag í gær .. útivera í fallegu köldu veðri og mikið át að hætti frakkanna á franskasta og uppáhalds staðnum okkar í Nantes – Le Select.

photo

via @steinnjonsson á Instagram

Mér fannst svolítið fyndið að ég gæti í alvöru keypt drulluskítugan fataskáp/innréttingu á litlum markaði sem að staðsettur er í miðbænum alla daga. Ég hef séð margt mjög skrítið í sölu á þessum markaði en ég trúi því ekki að einhver kaupi þetta heim til sín. En hvað veit ég.

DSCF0478

DSCF0479

Jólamarkaðurinn er opnaður og það þýðir að jólin eru handan við hornið. Á to do lista næstu viku er að klára að kaupa þær fáu jólagjafir sem að ég á eftir og í framhaldinu njóta þess að rölta í notalegheitum á milli jólabásanna í jólastemningunni. Ég er spennt. DSCF0493

Húfa: CheapMonday
Rúllukragapeysa: WeekDay/Gömul af Gunna
Leðurjakki: Lindex
Buxur: Cubus 
Skór: DinSko
.. sænskt dress eins og stundum áður.

DSCF0496

Pís. Vonandi áttuði góða helgi.

xx,-EG-.

 

Fabulous Fashionistas

FASHIONFASHIONISTAFÓLK

Fabulous fashionistas eru dásamlegar eldri konur sem að fara sínar eigin leiðir í stíl.
Sex mjög ólíkar konur. Sex mjög ólíkir fataskápar. Allar dásamlegar hver á sinn veg og allar með brennandi áhuga á tísku.
Ég mæli með að þið gefið ykkur tíma í áhorf – þær eru alveg meðetta!

Fabulous_Fashionistas___meet_the_ladies

Þær láta ekki aldur standa í vegi sínum fyrir áhuga sínum á tísku.
Innblástur fyrir okkur hinar fyrir ellina – engin spurning.

xx,-EG-.

HATTASÝKI

FÓLKTREND

Hattar koma í mörgum myndum. Margir nota þá aldrei á meðan að aðrir eiga ólíkar týpur til skiptanna. Ég er ein af þeim hattasjúku – á nokkra góða og langar í fleiri. Fyrir mig hentaði vel að flytja til Frakklands en hér í landi eru hattar á öðrum hvorum einstakling og þar skiptir kyn eða aldur engu máli, að bera hatt á höfði er bara pínu franskt og ég elska það. Hér fyrir neðan fáið þið hugmyndir af höttum – hvernig má klæða þá allavega. Innblástur fyrir mig og vonandi líka þig?

Það er eitthvað virðulegt við það að bera hatt – sama hvernig að þú klæðir þig þá er hann alltaf punkturinn yfir i-ið. Hjá mér er það þannig að þó að ég eigi nokkra til skiptanna þá er alltaf einn sem að er uppáhalds hverju sinni, sá sem að ég gríp fyrst í. En það sjáið þið vel hér efst þar sem að ég birti mín hattamóment síðasta franska árið.

xx,-EG-.

IGLÓ&INDÍ: JÓLABÖRN

ÍSLENSK HÖNNUNMAGAZINE

Ég naut þess að fletta nýútkominni jólagjafahandbók Ígló&Indí yfir morgunbollanum: HÉR

Screen Shot 2013-11-18 at 11.03.42 AM Screen Shot 2013-11-18 at 11.03.28 AM Screen Shot 2013-11-18 at 11.02.11 AM Screen Shot 2013-11-18 at 11.01.56 AM Screen Shot 2013-11-18 at 11.01.44 AM Screen Shot 2013-11-18 at 11.01.12 AMBæklingurinn er settur upp með það að markmiði að börnin hafi líka gaman af því að fletta honum. Sem dæmi um slíkt eru myndirnar sem að þekja nokkrar síður í ólituðum útlínum fyrir börnin.
Skemmtileg hugmynd með tenginguna á milli barnanna sem að sitja fyrir og hvernig að það er upp sett. Líka gaman að fötin séu hönnuð með það í huga að systkin geti klæðst í stíl yfir hátíðirnar. Mér finnst það svo fínt.

sib

xx,-EG-.

T BY ALEXANDER WANG

LANGARSHOPTREND

Lá inná þessari síðu í kvöld og get með sanni sagt að það er stórhættulegt.

512f3ab7-2f19-4ff2-9f64-6059e408d3bc 7540a03f-8cd1-4ae3-8da7-89f2c36186cc 080261aa-605a-4f35-874c-0d9e9864a2e7 999435_10151832771103922_482845932_n 1463738_10151832771423922_479304005_n 1465146_10151832770978922_1509426536_n 1466102_10151832771193922_746863093_n c8f3e393-591d-4805-ad82-bc1d601b4871 c3936dc3-51ed-4a35-961d-f0609a551b45

T by Alexander Wang beisik bolur á mig og minn er á óskalista – flík sem að maður gæti mögulega átt heima í. Falleg snið sem liggja vel að líkamanum úr gæðaefnum herra Wang.

Sævar Karl á Íslandi er með einhverjar týpur í sölu hjá sér fyrir áhugasama. Sjá: HÉR

xx,-EG-.