GÓÐA HELGI

LÍFIÐ

Þessi helgi verður betri en aðrar helgar í haust því ég er á leið til Parísar að njóta lífsins. Tilefni ferðarinnar er handboltaleikur í Meistaradeildinni þar sem minn maður og IFK Kristianstad spila við Nantes þar sem Gunni spilaði og við bjuggum áður. Miðað við spána ætla veðurguðirnir að vera góðir við okkur og því pakkaði undirituð léttklæðnaði í handfarangurstöskuna – skrítið í oktober.

//

Hi from Kastrup Copenhagen. This is the office view at the moment ;)
I will be spending the weekend in Paris and Nantes (old home). See you in France!

Kveðjur frá Kastrup – sjáumst næst í beinni frá París.

View ..

Todays office view …

Tired selfie ..

Klútur: Hildur Yeoman
Buxur: AndreA
Leðurjakki: Moss by Elísabet Gunnars (gamli góði)

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ

LÍFIÐ

Staðan á lífi mínu síðustu daga er þessi …

photo 3 photo 2 photo 1 10511090_10152491915441253_3383759653827038517_nphoto

Vikan leið mjög hratt eftir að ég kom hingað til franska. Ég hef varla farið út úr húsi, heldur staðið með pensil í annarri og skúringargræjurnar í hinni  (tölvuna í þeirri þriðju? – hef aðeins þurft að vinna líka). Ég hef því aðeins horft á sólina út um gluggan, eins erfitt og það nú er. Á morgun ætla ég að stinga af í smá frí með mínum áður en ég kem aftur til Íslands.  Sunnudagurinn verður því án efa hápunktur vikunnar hjá mér að þessu sinni, en það er yfirleitt minn uppáhalds dagur svo það lofar góðu.

Can’t wait to see you Venice ..
Góðar stundir.

xx,-EG-.

GÓÐAN DAGINN

DAGSINSLÍFIÐ

Að mínu mati hefst hinn fullkomni franski morgun svona …
Eyði löngum stundum í morgunmat á Tablo Gourmand yfir vinnu og í góðum félagsskap.
Það sem er svo skemmtilegt við að kaupa brunch á þessum tiltekna stað er einfaldleikinn – karfa af baguette og endalaus álegg í krukkum. Jammí.
Íslendingurinn pantar svo yfirleitt örlítið extra þegar hann vill gera vel við sig. Morgunmaturinn er auðvitað mikilvægasta máltíð dagsins ekki rétt?

789 123photo

Ég þori að veðja að þessi helgi verði eitthvað sérstaklega góð miðað við íslensku spánna.
Gleðilegan föstudag!

xx,-EG-.

XO: SAMFESTINGUR

SHOP

7595367800_2_1_1
Hér sit ég hugsi í sólinni fyrir utan Zöru og velti vöngum mínum yfir samfesting sem ég mátaði áðan. Eins oft og ég notaði hlýralaust hér áður fyrr þá er eitthvað sem mér finnst óþægilegt við að klæðast slíku sniði í dag. Þessi kallaði samt eitthvað á mig ….

photo 3 photo 2 photo 1

Ég sé hann fyrir mér fínt til að byrja með en í framhaldinu við sandala eða sneakers.
Nei eða já? Af eða á?
Ég sef á þessu í nótt.

xx,-EG-.

Í GÆR

DRESSLÍFIÐ

photo 4

 Hér er allt á fullu í undirbúning fyrir flutninga …
Þó tiltekt hljómi ekki spennandi þá er eiginlega nauðsynlegt að taka allt í gegn reglulega. Í mínu tilviki komu ansi margar flíkur fram úr fataherberginu sem höfðu safnað ryki síðustu mánuði. Þessar flíkur eru því næstum “nýjar” fyrir eigandann eftir langa pásu – aldeilis ágætt.

Í gær klæddist ég gallaskyrtu sem ég held uppá. Acne skyrta af Jónssyni sem ég eignaði mér fyrir löngu. Tímalaus og með endalaust notagildi.

photo 1 photo 2

Ég þarf að gera sérstakan póst um skóna sem eru nýjir og dásamlegir frá Nike.
Skyrta: Acne
Buxur: Gina Tricot
Bolur: Zara

Góðar stundir –

xx,-EG-.

SUPERGA FYRIR SUMARIÐ

SHOP

photo 1IMG_7536
Hjá mér verður það að öllum líkindum … Superga fyrir sumarið. Allavega miðað við vandræðalega mikla notkun uppá síðkastið.

Í fyrra klæddist Ölbuskottið mitt sínum ofurkrúttlegu Superga öllum stundum en núna í sumar ætla ég að taka það að mér. Ég hef ekki farið úr þeim síðustu tvær vikur sem ég hef átt þá en þeir voru afmælisgjöf frá mér til mín snemma í mánuðinum.

Frá: GS skóm

Þessar skvísur að neðan kunna að klæða þá ….

bca94f8b2d4adc1108aba151d622849a cade816b3ed8775a83bd1dda02cee792 e003922a5897e07c796666948a739e18 13916ded9ecfe0d201aa8c9719e70b6e 5ab184bdeb95bafd2f01674b4020c1de 7308df9cf83bd92adee08bfe30b4187f 8356c32be001274f537d376dd70c2c39 5b62d379807005e29f7cf4eacbda7f82 b0b4387e08e61aed9c4fbb9f57ff1fc4 fdf0d1f13f341e1495f76f76cf841eaa 09490bef3c7a521f367ce5d77bb36e6b 0ca5c559ed6a0968cbf37bcbc9c78c4c bc503c730219e5c058e1d1050651b5e1 45d3406876d17baaae38e4f0da0f7d16 1b49eb4c630c77509d27e5218354d651 c8e346433e9c67437035e3ffecba1bfb 1bc4bbe5173a54a69e9e1336d49bedde suki-waterhouse-superga-spring-2014-campaign-photos5-1_MG_5454 3dd845cf065e4d37ca71ec0019cb3c1e  2980190cd2ebd74a91810940d6500c0d aa8eac793fba7fbbfc895b95980783e6 Berta-Bernad-Superga-1-of-1-678x537 c23ab6b14917ee3327debf5cbde6f346 ce4dcd34a2e4b7895771b2fd18c76717 IMG_2523 img_4145 MR_LINDSEYBELLE_047 rita-ora-superga superga-2750-classic-in-black-as-seen-on-mary-kate-olsen1-SUPERGRA_1860234a gala-6
Gleðilegt sumar …. léttar á fæti.

xx,-EG-.

SUNNUDAGUR TIL SÆLU

LÍFIÐ

Takk elsku veðurguðir fyrir að færa mér þetta dásemdarveður á sunnudegi  .. gat ekki verið betra.
Við fjölskyldan eyddum deginum niðrá strönd þar sem við hlóðum batteríin og nutum þess að vera í fríi saman, loksins (!) eftir mikla törn hjá Jónssyni.

photo 1 photo 3 photo 2 photo 4 photo 5 10362332_1604538536438114_299633550_n1photo 6

Gunni var óheppinn því ég “stalst” í skyrtuna hans um leið og hann klæddi sig úr henni. Það er svo mikilvægt að hafa eitthvað yfir sig fyrstu strandardagana, eiginlega algjört möst, sólin er svo sterk. Ég nýtti líka tækifærið og notaði nýja derið mitt sem ég er voða ánægð með – keypt á spottprís í H&M fyrir helgi. Mig langar eiginlega líka í hvítt?

Fleiri svona daga, já takk! .. en ekki alveg á næstunni. Skynsemin kallar á vinnusemi þessa vikuna.

Sólarkveðjur frá franska yfir í yndislegu íslensku sólina. Njótið vel og mikið.

xx,-EG-.

GLEÐILEGAN MÆÐRADAG

ALBALÍFIÐ

DSCF3167

Ég er svo heppin að vera móðir 5 ára Ölbu. Stúlka sem er stór karakter með gamla sál og er mitt allra mesta stolt í lífinu.
Við mæðgur erum mjög tengdar og njótum þeirra forréttinda að eyða miklum tíma tvær saman sem gerir okkur að góðum vinkonum. Þegar maður lifir “sjómanna”lífi þá er pabbi oft að heiman að sinna sínum skyldum í vinnunni. Ekkert er þá betra en að eiga litla málglaða snúllu sér við hlið “einn heima í útlöndum”.

Hér eru nokkur persónuleg móment í tilefni dagsins, fyrsta myndin var tekin í gærkvöldi í franskri sveit. Horfðu ekki allir á Eurovision?

48040_10151567290446253_1103535270_n  944575_10151761280061253_1747198243_n 1016044_10151694326661253_1939942281_n 1175652_10151645358697568_1858680363_n 1379493_10151707277577568_1750491130_n 1383904_10151708655867568_2045269005_n 1471927_10151810519957568_2010984473_n 1455842_10151836082432568_444057225_n 1533814_10151939036337568_617365579_n 10150593_10152043697127568_2072534938_n 1962618_10152044912362568_1367679116_n

1460222_10152010396881253_1087786047_n 1604787_10152303579301253_1216211841_n 10170910_10152323693226253_4436412066554793123_nphoto 2-1

Gleðilegan mæðradag kæru mæður.
Vonandi fenguð þið knús, ást og umhyggju í tilefni dagsins.


xx,-EG-.

LANGAR: ELSKU SANDRO

FASHIONLANGARSHOP

 

photo

… það er ekkert hættulegra en að heimsækja verslun Sandro. Þeir kunna svo sannarlega að hanna fatnað(og skó) sem fanga augu mín í hvert einasta sinn sem ég kem við.

sandro-spring-summer-2014-2
s
SS14

Þetta dásamdardress er fast í mínu höfði síðan að ég féll fyrir því fyrr í vikunni.
Verð ég ekki að eignast það ; ) ?

Langar …
Dreymir …

xx,-EG-.

LÍFIÐ: AFMÆLISSTÚLKA

LÍFIÐ

Ég fagnaði afmælisdeginum hér í franska í gær. Tók á móti góðum gestum frá Íslandi og naut dagsins með þeim og mínu fólki.
Jónsson kom færandi hendi með pakka og blómvönd sem fangaði hamingjusama mómentið hér að neðan hjá mikla afmælisbarninu. Ég sýni ykkur hvað var í pakkanum fljótlega.

photo 1photo 4
photo 3

Já! Þó ótrúlegt megi virðast, þá kláruðu allir afmælisburgerinn ala Sissi (mágur).
Naaammiii …

photo10171007_10152129640467568_5239388850448934322_n
Það sem gleður mig mest á afmælisdögum eru kortin sem fylgja með afmælispökkunum. Ég fékk þrjú slík í gær sem öll hittu í mark, en eitt stóð uppúr og það var frá dóttur minni útbúið af henni sjálfri af mikilli einlægni:

“Til MÖMMU
FRÁ ÖLBU

VIÐ ELSKUM ÞIG

.. mér finnst ég rík.

photo
Í gær klæddist ég kjól frá &OtherStories sem ég keypti mér í Paris um helgina. Skórnir eru líka nýjir frá GS skóm, merkið er ódýra fína Bullboxer (!)

photo 20194166003_1_100011 1535025_762796300418300_5789650588489291971_n

Ansi góður afmælisdagur.

takk fyrir mig.

xx,-EG-.