fbpx

LÍFIÐ

DRESSLÍFIÐ

1468647_10151810420977568_490082391_n

Við áttum ljúfan fjölskyldudag í gær .. útivera í fallegu köldu veðri og mikið át að hætti frakkanna á franskasta og uppáhalds staðnum okkar í Nantes – Le Select.

photo

via @steinnjonsson á Instagram

Mér fannst svolítið fyndið að ég gæti í alvöru keypt drulluskítugan fataskáp/innréttingu á litlum markaði sem að staðsettur er í miðbænum alla daga. Ég hef séð margt mjög skrítið í sölu á þessum markaði en ég trúi því ekki að einhver kaupi þetta heim til sín. En hvað veit ég.

DSCF0478

DSCF0479

Jólamarkaðurinn er opnaður og það þýðir að jólin eru handan við hornið. Á to do lista næstu viku er að klára að kaupa þær fáu jólagjafir sem að ég á eftir og í framhaldinu njóta þess að rölta í notalegheitum á milli jólabásanna í jólastemningunni. Ég er spennt. DSCF0493

Húfa: CheapMonday
Rúllukragapeysa: WeekDay/Gömul af Gunna
Leðurjakki: Lindex
Buxur: Cubus 
Skór: DinSko
.. sænskt dress eins og stundum áður.

DSCF0496

Pís. Vonandi áttuði góða helgi.

xx,-EG-.

 

SUNNUDAGS INNBLÁSTUR

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Edda Sigfúsdóttir

    24. November 2013

    Ég þarf eitthvað að prófa þennan Plaka Frakklands Le Select!

    • Elísabet Gunnars

      24. November 2013

      Æji já Edda… Þú þarft ❤️

  2. Rakel

    24. November 2013

    Mikið sakna ég þess að rölta á milli markaða um helgar, svo mikil stemmning í því :)
    P.s. Lindex jakkinn er æði!

  3. Steina

    25. November 2013

    Ég vil þennan fataskáp/innréttingu. Smellpassar inní gömlu íbúðina mína. Það má sko alveg skrúbba og mála svona og það verður bara glæsilegt.

    • Elísabet Gunnars

      25. November 2013

      Það er alveg pottþétt rétt hjá þér :)

      • Elísabet Gunnars

        25. November 2013

        Það var bara pínu skrítið að hún stæði svona á miðju svæðinu ein og yfirgefin. Vonandi fann hún eiganda þennan fína laugardag.