fbpx

BLOGG ANNÁLL 2017

LÍFIÐTRENDNET

Ég held í hefðina og fer yfir liðið ár á blogginu áður en ég held inní nýtt og spennandi ár hér á Trendnet. Það er alltaf jafn áhugavert fyrir mig að skoða þennan lista, hann sýnir mér hvað lesendur vilja sjá og hjálpar mér að marka stefnu fyrir 2018.

Ég mun setja inn stutta útgáfu á færslunum hér að neðan – ef þið viljið lesa meira þá smellið þið á titilinn til að detta inná upprunalega innleggið.

Það var margt spennandi sem gerðist á árinu, ég og Gunni urðum þrítug (VÁ!), Gunni vann sænska titilinn, ég sat fyrir hjá H&M við komu þeirra til landsins og það sem kætir mig mest er að sjá vinsælustu færsluna – Konur eru konum bestar. Það er verkefni sem gekk eins og í sögu, við seldum upp framleiðslu okkar nokkrum sinnum og ég er svo stolt af verkefninu og þeim konum sem hjálpuðu okkur. Það var bæði yndislegt og átakanlegt að mæta í Kvennaathvarfið með veglegan styrk sem hjálpar þeim að vinna það gríðarlega óeigingjarna og ómissandi starf sem þær gera svo vel.

Mér þætti vænt um að þið mynduð skilja eftir athugasemd á þessa færslu. Hvað finnst ykkur skemmtilegt að lesa? Eitthvað sem má breyta eða bæta? Eða bara stutt kveðja inní nýja árið.

Um leið og ég þakka fyrir frábært 2017 á Trendnet þá hlakka ég mikið til að vera með ykkur á nýju og spennandi 2018. Við á Trendnet ætlum að byrja árið með stæl, nýtt útlit og ný vefsíða væntanlega og að því tilefni ætlum við að bjóða ÞÉR í nýársfögnuð.

//

My top 20 blogs of 2017 – ENJOY!

TOPP 20 2017

 

20. YSTAD SALTSJÖBAD

Ég er svo þakklát fyrir sólahringinn sem ég fékk í sænsku sælunni hér í suður Svíþjóð á dögunum. Fyrsta sinn án barna yfir nótt frá því að G.Manuel fæddist og mikið sem ég valdi réttan stað og stund.

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

19. HEIMSÓKN: GANNI

Ég heimsótti sýningarherbergi GANNI í höfuðstöðvum merkisins í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum. Þvílík fegurð sem tók á móti mér – gamalt franskt hús með hátt til lofts og stórum gluggum sem gáfu útsýni yfir dönsku miðborgina – draumur!

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

18. BIG 30

Við hjúin héldum uppá tvöfalt þrítugsafmæli á dögunum. Við stoppuðum stutt á landinu og því var tilvalið að henda í eitt gott partý og ná saman vinum og vandamönnum á einn og sama staðinn. ODDSSON varð fyrir valinu þar sem við skreyttum með gasblöðrum og glimmeríi og bjuggum þannig til okkar eigin stemningu.

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

17. LÍFIÐ

Maðurinn minn, Gunnar Steinn Jónsson, og liðið hans IFK Kristianstad urðu sænskir meistarar á laugardaginn þegar liðið vann úrslitaleik í brjálaðri stemningu í Malmö Arena.

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

16. ÓSKALISTINN Í BEINNI

Það var virkilega skemmtilegt að fá að taka yfir Snapchat aðgang Smáralindar um helgina. Ég fór á milli verslana og valdi mínar uppáhalds vörur til að deila í beinni.

SELECTED

H&M

LINDEX

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

15. BIG 50

Ég átti stutt stopp á Íslandi í byrjun september. Aðal ástæðan var stórafmæli pabba míns. Þessi flotti kall og frábæra fyrirmynd er orðinn 50 ára og eldist eins og hið besta vín – verður bara betri með árunum sem líða.


Skál !

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

14. SUNNUDAGSINNBLÁSTUR: BRÚÐKAUP

Það er eitt sem truflar einbeitinguna hjá mér þessa dagana. Það er brúðkaup mitt sem er á planinu fyrir næsta sumar.  Ég held að ég sé að segja frá því í fyrsta sinn hér á blogginu? Þið fáið að fylgjast með undirbúningi ef áhugi er fyrir slíku og mér þykir það líklegt miðað við öll kommentin sem ég fékk frá fylgjendum á Instagram þegar ég kom brúðkaupinu óvart að á story fyrir stuttu.

13. HÖFUÐSTÖÐVAR H&M

Eins og þið hafið fengið á sjá á samfélagsmiðlum þá er ég stödd í Stokkhólmi þessa dagana í pressuferð á vegum H&M, en það styttist í opnunina á Íslandi.

Hattur: Vintage
Skyrta: H&M
Buxur: Samsoe Samsoe
Skór: H&M

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

12. FRÁ TOPPI TIL TÁAR

Mig langar að kaupa mér eitthvað nýtt fyrir helgina, ég á nefnilega afmæli og þá má maður leyfa sér.

 

Peysa: Lindex
Buxur: Ganni/Geysir
Toppur: Lindex (held ég hafi áður haft sama topp í svona pósti)
Sólgleraugu: Oliver Peoples/Augað
Leðurjakki: Noisy May/Vero Moda
Eyrnalokkar: Maria Black Jewellery/ Húrra Reykjavik
Varalitur: Maybelline nude nr 725
Skór: Gardania/GS Skór

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

11. STÍLLINN Á INSTAGRAM: HELGA JÓHANNS

Norðlenska fasjónistan Helga Jóhannsdóttir á Stílinn á Instagram að þessu sinni. Helga virkar á mig sem dugnaðarforkur í sínum verkefnum en hún heldur úti virkum Instagram reikningi þar sem hún skvísar yfir sig ;) Helga er ein af þeim sem notar Instagram reikning sinn sem eins konar blogg og ég kann að meta það – persónulegt í bland við innblástur og mood.

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

10. H&M: SHOW US YOUR STYLE

HÆ og verið hjartanlega velkomin í H&M á Íslandi … skrítið að hugsa til þess að það verði bráðum raunin.


Ég tók þátt í auglýsingu sem fór í loftið hjá sænska tískurisanum fyrr í dag. Það er ég, söngvarinn og frumkvöðullinn Logi Pedro og dansk/íslenska Costume skvísan Þóra Valdimars sem sitjum fyrir.

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

9. LAUGARDAGSLÚKK

Þið sem fylgið mér á Instagram fenguð að vera í beinni á afmælisdaginn minn um helgina. Veðurguðirnir gáfu mér frábæra gjöf og því hélt ég mig í garðinum í góðum félagsskap yfir daginn og naut þess að vera til.


Sundbolur/Bodysuit: H&M

Buxur/Jeans: H&M (elska þessar!)

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

8. COPY/PASTE

g átti leið fram hjá Ginu Tricot í gær þegar ég rakst á þessa tösku í glugganum. Hún lét mig taka U beygju inn í búðina – svo ótrúlega lík Gucci! Sjáið sjálf hér að neðan.

 

GUCCI / Dionysus Medium suede and leather shoulder bag

Verð: 250.000 isk

GINA TRICOT
Verð: 4.400 isk

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

7. SVALA – LÚKK KVÖLDSINS

Í atriði sínu um helgina klæddist hún hvítri dragt og klipptum topp með hárið sleikt í tagl. Skórnir kölluðu á umræðu og margir héldu að þetta væru gömlu “góðu” Buffalo mættir í allri sinni dýrð – það var ekki svo gott.

Svala segist elska jakkaföt og smókinga á konum og þar er ég henni sammála.

 “Ég hef alltaf dýrkað Grace Jones og Annie Lennox og var soldið að channela þær báðar svo er ég pínu tom boy í mér og elska að performa í buxum.”

paper

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

6. HEIMA: IKEA NÝJUNGAR

Þið sem fylgið mér á Instgram fenguð óvenjulega hlið af mér í vikunni þegar ég sýndi mikið frá heimili mínu. Um er að ræða IKEA ferð fyrri daginn þar sem ég ákvað á staðnum að taka út mínar uppáhalds vörur í versluninni. Daginn eftir hélt ég áfram þar sem ég sýndi tvær af þeim vörum sem fóru með mér heim. Í kjölfarið fékk ég svakaleg viðbrögð, þau mestu síðan að ég byrjaði á Instagram story sem er kannski vísbending um að ég eigi að breyta mínu bloggi yfir í heimilisblogg – watch out Svana ;)

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

5. ÚRVAL AF SUNDBOLUM

Hvað þarf ég fyrir næsta tímabil? Sundbolur og sólgleraugu eru tvennt af því sem ég kaupi mér alltaf á þessum tíma. Ég fékk reyndar nýjan (íslenskan) sundbol um jólin sem ég hef notað innanhús í vetur en mig langar alltaf að eiga til skiptanna og hef því tekið út úrvalið og deili að sjálfsögðu með ykkur í bloggi dagsins.

Processed with VSCO with f2 preset

BAHNS – Helicopter

filippak

Filippa K – GK Reykjavik

swimslow_41_grande

Nýtt íslenskt frá Swimslow 

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

4. STÍLLINN Á INSTAGRAM: ÍNA MARÍA

Þið hafið kannski tekið eftir því að Dominos deild kvenna prýðir hjá okkur forsíðuna þessa vikuna. Af því tilefni fékk ég fyrirspurn hvort ekki væri hægt að gefa körfuboltastúlkunum sá athygli á blogginu sjálfu. Eftir smá umhugsun þá var besta lausnin að finna eina vel valda í Stílinn á Instagram. Ég fékk margar ábendingar og valið var ekki svo auðvelt. Ína María náði síðan athygli minni, sólríkur Instagram reikningur þar sem hún býr með annan fótinn í Miami.

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

3. VILTU VINNA 100.000 KR.

Um er að ræða 100.000 (!!) króna inneign í iglo+indi, Tulipop og Fló skóverslun. Jólin eru tími barnanna og því er við hæfi að við gefum svona stóra gjöf til smáfólksins og að sjálfsögðu eru þetta allt verslanir sem ég sjálf er svo hrifin af fyrir mitt litla fólk. Öll þekkjum við smáfólk í kringum okkur sem við viljum gleðja á þessum tíma árs.

MÍNAR HETJUR

Alba og Manuel klæðast –

Föt: iglo+indi
Skór: Froddo/Fló
Bangsar: Tulipop

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

2. ÚT AÐ HLAUPA

Ég elska þennan tíma árs þegar kemur að hreyfingu. Útihlaup í blíðviðri er mín uppáhalds hreyfing og ég nýti hvert tækifæri til slíks. Ég hef áður rætt það á blogginu hvað hlaup gerir mikið fyrir andlega þáttinn. Þar hreinsa ég höfuðuð og nýt þess að vera til. Á hlaupum fæ ég líka mínar bestu hugmyndir.

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

1.KONUR ERU KONUM BESTAR
(
færslan í fullri lengd)

Rakel Tómasdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Aldís Pálsdóttir ljósmyndari

Gleðilegan Kvenréttindadag kæru lesendur. Ég átti góða stund með góðum konum fyrri part dags þar sem við tókum myndir af nýjum bolum sem fara í sölu seinna í vikunni. Um er að ræða hvíta stuttermaboli sem bera merkinguna: KONUR ERU KONUM BESTAR …hljómar það ekki miklu betur en þessi gamla leiðinlega lína sem við erum vanar að heyra?

Neikvæðni og slæmt umtal virðist vera orðið daglegt brauð í nútíma samfélagi og á netinu virðist fólk hafa leyfi til að ráðast á hvern sem er með orðum. Orð geta verið álög og þetta er eitthvað sem þarf að bæta og helst breyta. Við erum fyrirmyndir komandi kynslóða og þurfum að sýna meiri kærleik og virðingu gagnavart náunganum.

Merktir stuttermabolir með skilaboðum hafa aldrei verið vinsælli og þær vinsældir halda áfram út árið miðað við það sem hátískan sýnir okkur. Við AndreA deilum sömu ástríðu fyrir því að vilja breyta neikvæðu hugafari og gera þannig samfélagið okkar að betri stað. Við ákváðum því að fara þessa leið sem fyrsta skref í því átaki. AndreA selur íslenskum konum klæði hvern einasta dag og mínir lesendur eru 90% konur, þið eruð því einhverjar sem gætuð rekist á þessi skrif og myndir af stuttermabolnum sem minnir okkur á málefnið. Hér ættum við að ná til hóps sem vonandi er á sama máli og vill hjálpa okkur að dreifa boðskapnum enn frekar.

Framtíðin er björt: Magnea dóttir Aldísar, Alba dóttir mín og Ísabella dóttir Andreu.

 

Sem mæður þá leist okkur ekki nógu vel á þann veruleika sem börn okkar alast uppí. Okkur ber skylda að reyna að bæta hann og vera fyrirmyndir og sjá til þess að okkar börn verði einnig góðar fyrirmyndir.
Samstarfið hlaut yfirskriftina ,,Konur eru konum bestar” og þau orð passa svo sannarlega við okkar hugmynd. Lítil breyting á gamalli setningu en risa breyting á hugarfari. Þetta eru hlutir sem við getum stjórnað og það þarf oft ekki mikið til að gera marga mun hamingjusamari. Letrið á bolunum er hannað af Rakel Tómasdóttur ofursnilling og allur ágóði af sölu mun renna til Kvennaathvarfsins.

Hvítum stuttermabolum er hægt að klæðast við öll tækifæri – hægt að dressa upp og niður eftir tilefnum og fyrir fínni tilefni þarf lítið annað en rauðan varalit til að ná heildarlúkkinu. Loréal slóst því með í málefnið og mun varalitur fylgja með öllum bolunum.

Bolurinn fer í sölu á fimmtudagskvöld og ég vona að ég sjái ykkur sem flest þar í góðu geimi. Meira um viðburðinn: HÉR

Ég yrði auðvitað þakklát ef þið gætuð flest deilt þessum bloggpósti með því að smella á “deila” hér að neðan.

Áfram Ísland!

TAKK FYRIR AÐ KÍKJA STUNDUM VIÐ <3 Sjáumst HÉR á fimmtudaginn.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

KLÆÐUMST ÍSLENSKU Á ÁRAMÓTUNUM?

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Lórey

    2. January 2018

    Gleðilegt ár! ? Alltaf gaman að kíkja hingað og lesa færslurnar frá þér og ykkur öllum á trendnet.is ?

  2. Andrea

    2. January 2018

    Þessi topp 20 listi súmmerar það sem ég elska við bloggið þitt vel…
    Tíska – lífið – heima og auðvitað Konur eru konum Bestar <3
    Gott bland enda fastur liður að koma hérna við reglulga og lesa það nýjasta.
    <3
    Áfram þú – Áfram við – Áfram konur (stolin setning frá þér ha ha ! en svo góð og rétt, á vel við hér) ;)