fbpx

BLOGG ANNÁLL 2015

LÍFIÐ

Það hefur verið hefð hjá mér að fara yfir liðið ár hér á blogginu. Það er gaman að sjá hvað ykkur lesendum finnst áhugavert, það hvetur mig og hjálpar mér að setja mér stefnu fyrir nýtt ár.

Ég tók saman 15 vinsælustu færslurnar að undanskildum gjafaleikjum, en þeir voru þó bara þrír á topp15 (Stan Smith – loksins á Íslandi100.000 kr. gjöf frá 66°norður og Afmælisgjöf frá Andreu). Stan Smith pósturinn er skemmtilegur þar sem kemur fram að ég merkti skóna sem “trend” árið 2013, þeir rötuðu síðan loksins til landsins löngu seinna. Adidas þarf að vera meira á tánum á Íslandi ;)

Uppúr stendur á árinu að ég hannaði fyrst bloggara á Íslandi fatalínu með Gallerí17 – Moss by Elísabet Gunnars. Línan gekk vonum framar og seldist nánast öll upp. Hún endurspeglaði must-have flíkur í mínum fataskáp og besta item-ið í línunni var án efa biker jakkinn sem ég hef varla farið úr. Ég er ánægðust með að fötin voru vönduð en þó á viðráðanlegu verði, en það endurspeglar vel umfjöllunarefni mitt á blogginu.

Mikilvægasti viðburðurinn á árinu var þó að bumban á mér stækkaði með hverjum deginum og árið 2016 verð ég orðin stráka-mamma. Það er mikil tilhlökkun á heimilinu og drengurinn er sko aldeilis velkominn.

Ég mun setja inn stutta útgáfu á færslunum hér að neðan – ef þið viljið lesa meira þá smellið þið á titilinn.

Mér þætti vænt um að þið mynduð skilja eftir athugasemd á þessa færslu. Hvað finnst ykkur skemmtilegt að lesa? Eitthvað sem má breyta eða bæta? Eða bara stutt kveðja inní nýja árið.

Um leið og ég þakka fyrir frábært 2015 á Trendnet þá hlakka ég mikið til að vera með ykkur á nýju og spennandi 2016 – megið þið eiga gott og gæfuríkt ár kæru lesendur.

– MEST LESIÐ 2015 –

 

15. SMÁFÓLKIÐ: AFMÆLISVEISLA

Afmælis-Alban var í skýjunum með veislu helgarinnar! Ég tók nokkrar myndir og leyfi þeim að leka í persónulegri póst sem er viðeigandi af og til.

 

image-93 image-98 photo image-90

 

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

14. SUNNUDAGS INNBLÁSTUR

Ég lenti í heimalandinu á föstudag eftir langa veru á klakanum kalda.
Það er ekkert betra en að vakna á sunnudegi undir sínu þaki – drekka nokkra heita kaffibolla og sitja með morgunsjónvarp dótturinnar í eyrunum fram að hádegi. Heima er best.

Fashion

Fashion í boði Vogue –

SONY DSC

Nú standa yfir tískuvikur –
Svona móment gleðja augað.

ord

ORÐ: þessi eiga vel við í dag –

heima

Sunnudagur –

Haider-Ackermann-Spring-2015

 Endaust hrifin af Haider Ackermann SS15 !!  –

AlexaChung-400x598
Þessi svipur segir: “Lets do this” ! – Alexa x ELLE Brazil –

sunday

Og aðeins meira svona ….. munið að það má … í dag.

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

13. HVER VERÐA TRENDIN 2015?

Hver verða trendin á nýju ári? …

… var heiti fyrirlestradags Ímark sem fram fór í Arion banka fyrir helgi. Fólk úr mismunandi geirum fékk orðið og deildi sinni sýn með gestum dagsins. Allir fyrirlesararnir voru áhugaverðir en þó fangaði Daniel Levine mest af athygli minni. Daniel er virt nafn í þessum bransa og einn helsti sérfræðingur heims í að greina trend á mörkuðum. Í fyrirtæki sínu, Avant Guide, hjálpar hann öðrum fyrirtækjum að sjá fyrir hvaða trend verða ráðandi á mörkuðum hverju sinni. Markmið hans er að hjálpa þannig til vði að næla í viðskiptavini og auka sölu.

786964 10921923_10152676839387568_1322593053_n

“Það eru ekki þeir stærstu og sterkustu sem lifa af, heldur þeir sem eru fljótastir að aðlagast”
– Charles Darwin

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

12. LÍFIÐ: #HMBALMAINATION 


Góða kvöldið! Margir hafa óskað eftir pósti frá mér í dag eftir að ég birti Instagram mynd frá verslunarferð gærdagsins. Um var að ræða heimsókn í H&M sem launchuðu samstarfi sínu með Balmain Paris. Fatalína sem margir hafa beðið eftir með eftirvæntingu og því mikill múgæsingur víða í verslunum sænsku keðjunnar þennan morguninn, þar á meðal hér í Köln.

 

 

photo-2 photo-3

 

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

11. IT’S A BOY

11760177_10153148115417568_564674972405978674_n

12 vikur photo-12

22 vikur Processed with VSCOcam with f2 preset

30 vikur

Góða kvöldið! Jæja .. Er ekki löngu kominn tími á þetta blogg? Það hafa allavega margir lesendur kvartað yfir því að ég sé ekki að standa mig í fréttaveitunni, komin þetta langt á leið. Í síðustu póstum hefur ekki farið fram hjá neinum að ég er ekki einsömul kona þessa dagana. Ég ber semsagt lítinn dreng undir belti sem er væntanlegur í heiminn í janúar. Spennandi tímar framundan ..

Ég hef ekki reynslu af því að vera strákamamma og sé það ekki alveg fyrir mér – en er þó ótrúlega spennt og þakklát fyrir litla tippalinginn í maganum. Ég tók smá rúnt í tilefni þess að ég færi ykkur fréttir og gerði smá óskalista fyrir litla töffara. Þannig tengi ég þetta betur við bloggið mitt og veiti vonandi einhverjum mömmum innblástur eða hjálpa til við jólagjafa innkaup. Þetta er líka lúmsk leið hjá mér til að fá nothæfar sængurgjafir ;)

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

10. TREND: TADAA TÁMJÓTT

Tadaa … nú er það támjótt. 

Það tók mig tíma að fara aftur yfir í támjótt snemma á síðasta ári. Og mögulega ykkur líka? Nú virðist ég vera komin á það að falla bara fyrir támjóum skóm. Og það er kannski ástæða fyrir því? Þegar ég heimsæki búðirnar þá er það sniðið sem virðist taka á móti mér í hvert skipti. Támjótt lengir leggina og það er ekkert verra fyrir stubb eins og mig.
Nú leita ég mér að lausum útvíðum buxum eins og sést á einhverjum af myndunum hér að neðan. Það lúkk er ég að fýla í ræmur og við eigum eftir að sjá meira af því á nýja árinu.

Þetta veitir mér innblástur, og vonandi ykkur –

Screen Shot 2016-01-01 at 14.22.29

Fjölmargar kauphugmyndir finnið þið í færslunni.

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

9. AFHVERJU BROSIR ÞÚ ALDREI?

Afhverju brosir þú aldrei …
… er ein af 73 spurningum sem blaðamaður Ameriska Vogue fær svar við þegar hann heimsækir hina frægu og frábæru Victoriu Becham til London.

Pressið á P L A Y:

Svona hraðaspurningar eru svo skemmtilegar og verða einhvernveginn persónulegri en venjuleg viðtöl. Frábær vinkill hjá Vogue. HÉR getið þið horft á sambærilegt viðtal við Söruh Jessicu Parker sem ég deildi með ykkur snemma á síðasta ári.

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

8. DRESS

DSCF6057 image-2

Loð: AndreA Boutique
Trench coat: AndreA Boutique

Boyfriend skyrta: AndreA Boutique (líka til í bláu) 
Gallabuxur: Lee (Buxur sem búa til kúlurass) 
Skór: Jeffrey Campbell

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

7. SHOP: BIKER

Ég á til með að deila með ykkur bikerjakka sem ég eignaðist í haust. Jakki sem ég féll fyrir í heimsókn minni til höfuðstöðva Lindex í Gautaborg þar sem hann hékk á “væntanlegt” slá. Ég fékk að máta – hann varð svo minn stuttu seinna.

10922038_10152671676597568_146141460_n

 

Biker jakki: Lindex
Buxur: Vila

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

6. TRENDNET ÁRSFÖGNUÐUR

Við fjölskyldan lentum með hraði hér á klakanum daginn fyrir gamlárs. Fyrsta mál á dagskrá var að mæta í hitting með dásamlegum meðbloggurum á veitingastað í Austurstrætinu. Apotekið hefur þar vaknað til lífsins flottara sem aldrei fyrr. Ég fangaði mómentin á filmu. Passið ykkur að renna ekki í gegnum póstinn mjög svöng – það gæti orðið hættulegt.

DSCF5878 DSCF5893

Sætar Sveinsdætur mættu í fordrykk –

DSCF5879

Gómsætur humar sem borinn var fram með einhverskonar “Crème brûlée” –DSCF5902

DSCF5907

Gulur rauður grænn eða blár?DSCF5927

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

5. LITLA LEYNIVERKEFNIÐ

Loksins má ég segja ykkur frá leyniverkefni sem ég hef unnið að í nokkurn tíma.
Ég held að fyrsti undirbúnings fundur með fyrirtækinu hafi verið í janúar fyrir ári síðan, í tískuborginni París sem lá svo nálægt þáverandi heimili mínu. Mikið líður tíminn hratt!

Þið hafið eflaust einhver tekið eftir smá “tease-i” á samskiptamiðlum uppá síðkastið. Um er að ræða samstarfsverkefni við NTC sem snýr að fatalínu undir mínu nafni – Moss by Elísabet Gunnars.
Í hádeginu á föstudag munum við “launcha” línunni í verslun Galleri Sautján í Kringlunni og ég er orðin voða spennt.

11082698_10152796834597568_1120611249_n 11079078_10152796834637568_178201841_n 11076128_10152796834627568_1432713774_n 11075325_10152796834607568_2034279582_n 11051284_10152796834632568_606928320_n

Við skutum lookbook með Sögu snilling Sig sem lét mér líða eins og kvikmyndastjörnu – sú er fær í sínu fagi!

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

4. FRÁ TOPPI TIL TÁAR

 

 

Það er aldeilis mikið úrvalið í búðunum þessa dagana. Ég tók saman þrjú dress á þessum ágæta þriðjudegi fyrir Glamour Ísland. Eitt þeirra deili ég með ykkur hér á blogginu. En hin sem eru ekki síðri, finnið þið þar.

lukk2

 

Verð og verslanir finnið þið í færslunni.

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

3. FRÁ TOPPI TIL TÁAR

Þessar að neðan eru til í íslenskum verslunum núna – Frá toppi til táar.

2
Ullarpeysa: Malene Birger – Eva

Eggert Feldskeri

Feldur: Eggert FeldskeriKimonoKlæðilegt kimono – Lindex

1901208_10153015537007438_209666584039003827_n

Musthave skyrta – Vero Moda

10386281_940078152669938_2624539595445970521_n
Blue jeans baby: Vila

SkorÉg er búin að “selja” nokkra af þessum – fallegir:  GS Skór

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

2. DRESS: ÚTVÍTT AGAIN

photo 2photo 1

Jess ! Eftir mikla leit fann ég útvíðar buxur sem mér leið vel í. Útvítt er trend sem á eftir að taka tíma að aðlagast eftir mörg ár í niðurþröngu. Ég er samt spennt fyrir breytingunni og var búin að leita heilan helling áður en þessar urðu mínar. Ég keypti þær í tveimur litum – svörtu og gráu. Það kemur auðvitað ekki að sök að þær kostuðu 5.995 íslenskar krónur (!)

Í dressi dagsins valdi ég þægindi framyfir uppstrílun. Það verður oftast ofan á þegar ég er heima hjá mér í venjulegri rútínu.  Peysuna hef ég líka notað eiginlega endalaust (hún þarf að fara í þvott hið fyrsta) en hún er flík sem ég hendi yfir mig við öll tilefni – virkilega góð kaup sem komu mér á óvart.


10968261_10152712545857568_678953495_n
10968116_10152712545847568_376066644_n

 

Peysa: VeroModa
Oversized skyrta: Lindex (gömul)
Armband: Hildur Yeoman
Buxur: Lindex
Skór: Bianco (gamlir)

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

1. MOSS BY ELÍSABAET GUNNARS

Stóra stundin er runnin upp, Moss by Elísabet Gunnars kemur í búðir í dag – 12:00 í Galleri Sautján Kringlunni.

Við skutum í vikunni lookbook fyrir línuna. Myndirnar að neðan hefðu aldrei orðið svona fínar ef ekki hefðu eintómir snillingar hjálpað til. Saga Sig kann sitt fag svo sannarlega og leiðbeindi byrjendanum, mér,  með sinni einstöku hæfni. Mér fannst mikilvægt að vera sem líkust sjálfri mér og fékk því makeup og hár í takt við það. Theodora Mjöll rétt snerti við krullunum sem urðu ýktari fyrir vikið og Erna Hrund töfraði fram það sem hún kann best. Hulda Halldóra er hæfileikaríkasti stílisti landsins og ég er svo heppin að hún er vinkona mín – sú hjálp var ómetanleg, sérstaklega fyrir þær sakir að ég “þurfti” að sitja sjálf fyrir.

elisabet1-2elisabet1elisabet3elisabet5elisabet6elisabet7elisabet9elisabet20elisabet21elisabet24

Myndir: Saga Sig
Módel: Elísabet Gunnarsdóttir
Stílisti: Elísabet Gunnarsdóttir & Hulda Halldóra Tryggvadóttir
Makeup: Erna Hrund Hermannsdóttir
Hár: Theodóra Mjöll
Andleg aðstoð: Gunnar Steinn Jónsson & Rósa María Árnadóttir

FÆRSLAN Í HEILD SINNI

 

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!

 

KOMDU MEÐ MÉR Í GAMLÁRSPARTÝ

Skrifa Innlegg