fbpx

ALTEWAISAOME SS14

FASHION WEEK

Sænska merkið Altewaisaome gekk pallana á síðasta degi tískuvikunnar í Stokkhólmi í gær.
Mér finnst línan tryllt flott !! Og yfir alla hina hönnuðina hafin sem að ég hef fylgst vel með síðustu daga.

Þrátt fyrir að þau haldi sig við svart og hvítt í sumar línu þá komast þau svo sannarlega upp með það.

Stílhreinar línur, leður, silki, mjóir hlírar, bindi, match og fleira – Og litlu smáatriðin eins og kragarnir, eyrnalokkarnir og netasokkarnir. 

Ég er mjöög ánægð með þetta – til fyrirmyndar!

Kvenlegt og fallegt.

Hvað finnst ykkur?

xx,-EG-.

STHLM FW SS14

FASHION WEEK

Í gær fóru fram fyrstu sýningar á Stockholm Fashion Week. Ég fylgdist spennt með “mínum merkjum”.

Sú sýning sem að ég var spenntust fyrir í gær var yfirburða fína merkið Hunkydory. Þau koma manni alltaf til þess að spennast upp og laangaaa … Bæði síðast og aftur núna. Litlu smáatriðin setja punktinn yfir i-ið. Buxurnar eru trylltar!

 

 

Ég var miklu hrifnari af haustlínunni hjá Carin Wester heldur en að ég er af næsta sumri sem að hún sýndi í fyrsta sinn í gær. Grátt án lita og svolítið vetrarlegt. Þetta fyrir neðan voru mín uppáhalds lúkk þó að mér finnist þetta lítið summer. Harmonikku leðurbuxur og grár oversized blazer – dálítið fínt. Vestið er líka eitthvað.


See Through, white on white, loose, samstæður, prjónn, nude …. ég er eiginlega mjög hrifin af sumarlínu House of Dagmar sem að átti vinninginn yfir sumarlínur gærdagsins fyrir minn smekk. Frida Gustavsson gefur svo auðvitað 10 aukastig fyrir hönnuðinn að hafa á palli en hún gengur alltaf undir sömu merkjum hvert síson – svo lang flottust.

 

Back  var litlaust stílhreint en kúl. Þau fundu staði fyrir hvíta búta hér og þar á hverri flík fyrir sig út í gegnum línuna – sérkenni þeirra fyrir sumarið líklega. Ég er lang hrifnust af samstæðu dressinu úr þessu fallega gallaefni. Svarta boxarapeysan finnst mér líka ansi fín, tekin saman í mittið með hvíta bútnum. Ég skil ekki alveg hvert þau er að fara með þessar slæður út í loftið?

_MG_2697 _MG_2687 _MG_2675

Er þetta eitthvað sem að þið fýlið? Úttektir frá pöllunum?
Þetta voru allavega mínir uppáhalds hönnuðir og lúkk í gær .. Hlakka til að fylgjast með í dag.

xx,-EG-.

LÍFIÐ

H&MLÍFIÐ

Íslendingar heimsækja ekki útlönd nema að kíkja við í H&M. Sama hvaða aldur um ræðir, ég kíki alltaf með gestina mína í sænsku snilldina. Gerði það þrjú árin mín í Svíþjóð og geri það ennþá hér í franska landinu. Í þetta skiptið með einni kaupóðri lítilli systur.

Hún smellti af mér paparazzi myndum á rölti okkar heim og náði þar sönnun af því að ég fékk líka H&M poka í þetta skiptið.

Þreytt en sæl. Maður græðir á því að fá heimsóknir.

 xx,-EG-.

LÍFIÐ

LÍFIÐ

Um helgina fórum við fjölskyldan í góðan laugardagsbíltúr til Vannes hér í franska. Liðið hjá Gunna keppti þar á æfingarmóti um helgina en þar sem að maðurinn er að ná sér eftir axlaraðgerð þá var hann ekki með inni á vellinum í þetta sinn. Vannes er falleg borg. Gömul en býr yfir miklum sjarma.

Ég klæddist – (Loksins) yfirhöfn: H&M, Sólgleraugu: RayBan Wayfarer, Veski: MarcJacobs, Skór: Adidas

photo_2

Ingibjörg(til hægri) er í trylltum skóm frá Zöru (!) Keyptir á Íslandi.

photo

Gunni: Skyrta: WeekDay, Buxur: April77, Skór: Nike, Sólgleraugu: RayBan Aviator

photo_3 photo_5photo_4

xx,-EG-.

SUNNUDAGS INNBLÁSTUR

INSPIRATION

Elska sunnudaga …..
Væri til í öll þessi móment. Pörfekt þetta efsta.

946277_10151761242105280_1556256046_n happyfriday2 452a06b2c1c1096b34a1ae9c526c20fe minimalistic_editorial1-660x978 993041_10151463686756314_1073254844_n 38239115 paris 063

Njótið dagsins!
Gerið eitthvað svakalega notalegt –

xx,-EG-.

ps. Í kvöld verður dregið út 20.000 króna gjafabréf frá Gallerí17 fyrir besta trendið á Instagram. Eina sem að þið þurfið að gera til að eiga séns á að vera dregin út, er að merkja #Trend17 á viðeigandi móment.
Maður græðir á því að merkja #trendnet á Instagram.

Verið með.  xx  

2 fyrir 1

SHOP

Ég er heppin að nota sömu stærð af skóm og litla systir mín sem að er hjá mér í heimsókn.
Í gær rákumst við á útsölu af gömlum Adidas lager af skóm. Ég varð mjöög spennt og gat ómögulega ákveðið hvorn litinn ég ætti að taka með mér heim af þessari týpu hér fyrir neðan. Við enduðum á að kaupa báða litina – alsælar með það auðvitað enda besta lausnin að þessu sinni.

32 ad

Í dag klæðist ég hvítu ..

12 21

xx,-EG-.

XO

Úr mátunarklefa COS.
Ég er svo sjúk í kopar en rauða fer mér kannski betur?

ot ph

Fyndið hvað ég verð upp spennt í þessar haustvörur þegar að ég fel mig fyrir hitabylgjunni úti, inni í loftkælingunni.

xx,-EG-. (posted from my iPhone)