fbpx

STHLM FW SS14

FASHION WEEK

Í gær fóru fram fyrstu sýningar á Stockholm Fashion Week. Ég fylgdist spennt með “mínum merkjum”.

Sú sýning sem að ég var spenntust fyrir í gær var yfirburða fína merkið Hunkydory. Þau koma manni alltaf til þess að spennast upp og laangaaa … Bæði síðast og aftur núna. Litlu smáatriðin setja punktinn yfir i-ið. Buxurnar eru trylltar!

 

 

Ég var miklu hrifnari af haustlínunni hjá Carin Wester heldur en að ég er af næsta sumri sem að hún sýndi í fyrsta sinn í gær. Grátt án lita og svolítið vetrarlegt. Þetta fyrir neðan voru mín uppáhalds lúkk þó að mér finnist þetta lítið summer. Harmonikku leðurbuxur og grár oversized blazer – dálítið fínt. Vestið er líka eitthvað.


See Through, white on white, loose, samstæður, prjónn, nude …. ég er eiginlega mjög hrifin af sumarlínu House of Dagmar sem að átti vinninginn yfir sumarlínur gærdagsins fyrir minn smekk. Frida Gustavsson gefur svo auðvitað 10 aukastig fyrir hönnuðinn að hafa á palli en hún gengur alltaf undir sömu merkjum hvert síson – svo lang flottust.

 

Back  var litlaust stílhreint en kúl. Þau fundu staði fyrir hvíta búta hér og þar á hverri flík fyrir sig út í gegnum línuna – sérkenni þeirra fyrir sumarið líklega. Ég er lang hrifnust af samstæðu dressinu úr þessu fallega gallaefni. Svarta boxarapeysan finnst mér líka ansi fín, tekin saman í mittið með hvíta bútnum. Ég skil ekki alveg hvert þau er að fara með þessar slæður út í loftið?

_MG_2697 _MG_2687 _MG_2675

Er þetta eitthvað sem að þið fýlið? Úttektir frá pöllunum?
Þetta voru allavega mínir uppáhalds hönnuðir og lúkk í gær .. Hlakka til að fylgjast með í dag.

xx,-EG-.

LÍFIÐ

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1