fbpx

SYKURLAUS UM JÓLIN & SÖRUR HINNA LÖTU

JólMatur & baksturSamstarf

Ég hef aldrei áður bakað Sörur, en ég hef líka aldrei verið sykurlaus yfir jólin svo nú var kominn tími til að prófa mig áfram í smákökubakstri. Ég fann nýlega virkilega góðar sykurlausar Sörur tilbúnar í verslun en þar sem þær voru alltaf uppseldar þegar jólin nálguðust þá ákvað ég að dusta rykið af baksturshæfileikum mínum og prófa sjálf. Ég googlaði og tók fyrstu uppskriftina sem kom upp “Sörur hinna lötu/uppteknu” og þarna var svarið. Ég komst þó að því að mér þótti útkoman afskaplega ljót svona bakað allt í einu formi og skorið í bita svo ég gerði líka nokkrar hefðbundnar og bakaði örlítið styttra en uppskriftin sagði til um. Og vá þær eru betri en þær sem ég hafði verið að kaupa!

Ég nota eins og svo oft áður Valor sykurlausa súkkulaðið, ég er búin að smakka að ég held allar tegundir sem í boði eru á landinu og enda alltaf með þetta. Valor Dark súkkulaðið finnst mér komast mjög nálægt klassíska suðusúkkulaðinu en það er einnig til í öðrum útgáfum ♡

Svo er konfektið eitthvað sem er möst að eiga um jólin – og oftar… Ég er algjör nartari og finnst gott að geta gripið einn og einn mola. Og það er eitthvað jólalegt við það að bera fram konfekt. Ég hef undanfarna mánuði verið alveg sykurlaus en það þýðir svo sannarlega ekki að það megi ekki leyfa sér það sem okkur þykir gott.

Jólin eru tími hefða á mörgum bæjum, og smákökur og konfekt eru líklega ofarlega á lista hjá mörgum. Ég hvet ykkur til að prófa!

Uppskriftin er upprunalega frá Dísukökur blogginu en ég fann hana hjá Vísir. 

Sörur hinna lötu/uppteknu

  • Botn:
  • 3 eggjahvítur (við stofuhita)
  • 50 g Sukrin melis
  • 70 g möndlu­mjöl

Eggjahvítur og Sukrin melis þeytt saman þar til stíft. Bætið möndlumjölinu varlega við með sleif. Setjið í eldfast mót (um það bil 30×25 sentímetra) með bökunarpappír. Bakið botninn á 150 gráðum án blásturs í um það bil 40 mínútur.

  • Krem:
  • 100 g smjör
  • 50 g Sukrin melis
  • 3 eggjarauður
  • 2 tsk. kakó
  • 2 tsk. instant kaffi
  • 150 g Valor sykurlaust súkkulaði, brætt

Öllu blandað vel saman. Smyrjið kreminu á botninn þegar hann er orðinn kaldur. Dreifið jafnt og frystið. Bræðið súkkulaðið. Kælið aðeins og hellið yfir kælt kremið. Dreifið vel úr því og látið harðna. Skerið í litla bita, setjið í box og geymið í frysti.

 

Mmmmm svo gott!

Njótið vel ♡

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR 2021 // FYRIR BARNIÐ

JólVerslað

Eru jólagjafirnar fyrir barnið ekki skemmtilegustu gjafirnar að gefa? Spenningurinn að opna gjafirnar er áþreifanlegur þegar nálgast jólin og óskalistinn er orðinn langur hjá mörgum börnum. Ég reyni mitt besta að vanda valið þegar kemur að gjöfum handa mínum börnum, oft vil ég að gjöfin fái að fylgja þeim lengi og endast vel. Gjafahugmyndirnar sem ég tók hér saman henta líklega meira yngri krílum um 0-5 ára. Minn 7 ára er spenntur fyrir segulkubbum, Pókemon, Legokubbum og fleira sem jafnvel blikkar eða kemur með fjarstýringu. Skapandi leikföng sem býður upp á opinn leik eru alltaf heillandi að mínu mati, dúkkuleikir standa alltaf fyrir sínum og aðrir hlutverkaleikir. Bækur eru líka ómissandi hluti af jólunum og við eigum margar góðar sem dregnar eru aftur fram núna fyrir yngri dóttur mína. Hér má sjá tæplega 50 gjafahugmyndir fyrir barnið, allskyns skemmtileg leikföng ásamt fallegum hlutum fyrir barnaherbergið. Langflestar vörurnar eru einnig til í öðrum litum og henta allar fyrir bæði stráka og stelpur.

Njótið, og ég vona að þessar hugmyndir komi ykkur að góðum notum ♡

// 1. Regnbogamotta frá OYOY. Snúran. // 2. Viðarkubbar í fötu. Little Dutch. Nine Kids. // 3. Sængurver með regnbogum. Liewood. Dimm. // 4. Bleikir viðarsteinar. Hulan. // 5. Krúttleg afmælislest frá Kids by Friis. Epal. // 6. Tréverkfæri, Sebra. Póley. // 7. Fallegi Mouse stóllinn frá Nofred. Epal. // 8. Bangsi frá Liewood. Dimm. // 9. Jólaævintýri, Bergrún Íris og Haukur Gröndal. Bókaverslanir og Bókabeitan. // 10. Töskur undir leikföngin. Snúran. // 11. Staflkubbar, hægt að leika með inni eða úti að sulla. Dimm. // 12. Alin mælieining í fæðingarlengd – íslensk hönnun og framleiðsla. AGUSTAV. // 13. Tré leikfangadýr frá Ferm living. Epal og Póley. // 14. Dúkkan Jim. Nine kids. // 15. Kökur og standur frá Vilac. Hulan. // 16. Dúkkukerra – í miklu uppáhaldi á mínu heimili. Nine kids. // 

// 1. Fallegt dúkkuhús með fylgihlutum. Nine kids. // 2. Kúruklútur frá Saga Copenhagen. Dimm. // 3. Kiosk leiktjald til að setja t.d. í hurðarop. Ferm Living, Epal. // 4. Jafnvægisleikfang úr korki. Snúran. // 5. Viðarfjölskylda, kubbar. Snúran. // 6. Mjúkur tígirsdýrahaus. Petit. // 7. Órói frá Sebra. Póley. // 8. Blár sparkbíll frá Vilac. Hulan. // 9. Næturdýrin eftir uppáhalds Bergrúnu Írisi. Bókaverslanir og Bókabeitan. // 10. Matarsett úr sílikoni, nokkrir litir til. Dimm. // 11. Læknataska, Little Dutch. Hulan. // 12. Motta, Twilight the deer, Sebra. Epal. // 13. Lítill gítar, líka til í bleiku. Nine kids. // 14. Stafrófið eftir Heiðdísi Helgadóttur. // 15. Jafnvægis / hlaupahjól. Nine kids.

 

// 1. Stafakubbar úr við. Dimm. // 2. Hekluð dúkka, Sebra. Póley og Epal. // 3. Viðareldhús, Sebra. Epal. // 4. Stafrófskallar plakat eftir Heiðdísi Helgadóttur. // 5. Tesett, Little Dutch. Nine kids. // 6. Kirsuberjamotta frá OYOY. Snúran. // 7. Minnisspil frá Sebra. Epal. // 8. Staflanlegt leikfang. Snúran. // 9. Leikmotta frá Liewood. Dimm. // 10. Skelja veggljós. Petit. // 11. Viltu vera vinur minn, eftir Bergrúnu Írisi. Elskum þessa bók. // 12. Smíðabekkur. Nine kids. // 13. Læknasett frá Liewood. Dimm. // 14. Snjókúla frá Kids by Friis. Epal. // 15.  Jafnvægishjól. Hulan.

Margt fallegt og fínt á breiðu verðbili. Eitt veit ég þó, að það skiptir engu máli hvað hluturinn kostar þegar kemur að þessum litlu börnum. Undanfarnar vikur hefur nefnilega mín 18 mánaða dama verið alsæl með pappakassa sem ég bjó til hús úr … En þessar gjafir hér að ofan eru þó fallegri ♡

 

 

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR 2021 // FYRIR HANN

JólSamstarfVerslað

Jólagjöfin fyrir hann er yfirleitt með síðustu gjöfunum sem ég versla. Það á þá við manninn minn, pabba og mág minn – og yfirleitt þykir mér erfiðast að finna þessa einu réttu gjöf fyrir mína menn þó það takist oftast að lokum. Þeir elska græjur og nytsamlega hluti, eitthvað sniðugt og jú líka eitthvað flott. Ég setti þennan lista saman á meðan Andrés minn sat við hliðiná mér … og inná milli heyrðist “það vill enginn strákur fá svona í jólagjöf.” Svo því var þá kippt út og mjög nytsamlegum hlut bætt við í staðinn haha. Svona eins og vekjaraklukka sem vekur með ljósi og borvél. En engu að síður þá veit ég vel að við erum öll svo ólík og með ólíkar hugmyndir hvað er góð gjöf. Margir karlmenn vilja fína hluti fyrir sig eða heimilið, aðrir góða bók og einhverjir óska sér nýja græju.

Gjafahugmyndirnar eru úr öllum áttum, margt nytsamlegt og praktískt ásamt fallegum hlutum fyrir heimilið. Ég vona að þessi listi gefi ykkur góðar hugmyndir ♡

// 1. Bogi kertastjaki. Haf store. // 2. Vínandari Menu. Epal. // 3. Frederik Bagger glös. Snúran og Epal. // 4. Töff vinnuskyrta eða hversdagsskyrta – mínum langar í svona. Vorverk Mosfellsbæ. // 5. Skurðarbretti, Lene Bjerre. Póley. // 6. Klassískir leðurhanskar. Feldur. // 7. Vekjaraklukka sem vekur með dagsljósi. Eirberg. // 8. Peppbók! Þessi bók er á lista hjá mínum, eftir Þorkel Mána Pétursson. Ýmsar bókaverslanir. // 9. Sjöstrand espressóvél. // 10. Súrdeigsbrauð frá grunni bók. Epal. // 11. Glæsilegir ostahnífar, Póley og Bast. // 12. Brons skál / fat fyrir matarboðin. Bast og Snúran. // 13. Grilláhöld. Ramba. // 14. Virva lampi iittala. ibúðin. // 15. Lucie Kaas, tréstytta – margir þekktir karakterar til! Póley, Snúran. // 16. Smart helgartaska eða í ræktina. Dimm. 

// 1. Falleg sængurver Midnatt. Dimm. // 2. Kokteilahristari. Ramba. // 3. Skegggreiða og aðrar skegghirðuvörur. Kormákur og Skjöldur. // 4. Sólgleraugu, David Beckham. ÉgC. // 5. Kinfolk bók – frumkvöðlar. Epal. // 6. Leðursvunta í gjafaöskju. Dimm. // 7. On Beer and Food bók, um pörun bjórs og matar. Haf store. // 8. Skeggolía, Kormákur og Skjöldur. Epal. // 9. Manicure set – Handsnyrtisett, tilvalið fyrir vinnandi hendur (bæta jafnvel góðum handáburð með! Snúran. // 10. Aida hnífapör svört. Dimm. // 11. Pizzabretti, Aida. Dimm. // 12. Holm pizzakefli. Snúran. // 13. Veggstjaki mini. Haf store. // 14. Góð borvél – nauðsynleg á hvert heimili. Sindri. // 15. Takk home snyrtitaska. Póley, Epal, Snúran og fleiri. // 16. Bjórglös Ultima Thule, iittala. ibúðin og söluaðilar iittala. // 17. Nike hlaupaskór. Hverslun. // 18. “Ég alaðist upp við svo góða íslensku” haha – ég elska svona verk. Þetta og svo miklu meira á jólasýningu Listval

Ef þú kæri lesandi áttir eftir að skoða jólagjafahugmyndir – Fyrir hana – smelltu þá hér ♡

Takk fyrir lesturinn, mikið vona ég að þessar hugmyndir komi að góðum notum – og enn fleiri hugmyndir eru á leiðinni!

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR 2021 // FYRIR HANA

JólSamstarfVerslað

Ertu í jólagjafaleit? Þá er ég svo sannarlega með þér í liði ♡ Byrjum á því að skoða saman um 50 jólagjafahugmyndir og þrátt fyrir að þessi listi beri heitið “fyrir hana” þá er hann að sjálfsögðu fyrir öll kyn. Það er gaman að gleðja með fallegri gjöf og það þarf alls ekki að kosta alltaf mikinn pening, það er hugurinn sem gildir. Einnig er alltaf gaman að bæta við litlum hlutum við aðalgjöfina hvort sem það sé eins og t.d. einn andlitsmaski, óáfeng vínflaska, naglalakk eða uppáhalds sælgæti viðkomandi. Ég persónulega elska þannig gjafir sem búið er að leggja smá svona extra í. 

Ég vona að þessir jólagjafalistar komi til með að veita ykkur góðar hugmyndir í leit ykkar að réttu jólagjöfinni. Ég er alltaf tilbúin að aðstoða ef þið eruð að vandræðast með ykkar konu – eða mann. En næst koma jólagjafahugmyndir fyrir hann, og fyrir barnið.

Njótið ♡ Ég vona annars að aðventan sé að fara vel með ykkur. Ég er ein af þeim sem er ekki byrjuð að versla jólagjafirnar, einmitt árið sem ég stefndi á að klára fyrir desember. Stundum fara hlutirnir á annan veg – en þetta reddast alltaf allt og vonandi verða komandi dagar ljúfir fyrir okkur öll.

// 1. Frederik Bagger glös. Epal og Snúran. // 2. Listaverk, “Bara vera falleg” eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur. Listval. // 3.Vuelta borðlampi frá Ferm living. Epal. // 4. Nappula blómapottur á fæti. ibúðin og Epal. // 5. Feldur lúffur. Feldur verkstæði. // 6. Midnatt rúmföt í fallegum lit. Dimm. // 7. New Wave veggljós, Snúran. // 8. Vetur ilmkerti. Haf store. // 9. Bioeffect gjafasett – þvílíkt dekur. Fæst m.a. hjá Bioeffect, Lyfju og Hagkaup. // 10. Essie naglalökk – tilvalið að bæta við aukalega í gjöfina. Flestar snyrtivöruverslanir. // 11. Æðisleg kroppastytta. Póley Vestmannaeyjar. // 12. Jodis By Andrea Röfn, leðurökklaskór – elska mína svona. Skór.is & Andrea Boutique. // 13. Ferðasnyrtispegill með stækkun og ljósi – ég hef átt stóran og langar einnig í þennan litla. Eirberg. (er að koma ný sending) // 14. Dagbók 2022 Sólrún Diego. Fæst í ýmsum bókaverslunum og hér. 

// 1. Fluffy inniskór. AndreA. // 2. Watt & Weke loftljós. Dimm. // 3. Gordjöss Royal Copenhagen skál. Epal. // 4. Ilmkerti Gleðileg jól frá Urð. Snúran, Epal og fleiri. // 5. Snúin kerti, Paia. Snúran og Dimm. // 6. Húðin og umhirða hennar – Bók eftir Kristínu Sam. Bókaverslanir og Nola.is. // 7. Eyrnalokkar. Hlín Reykdal. // 8. String Pocket hilla í beige lit. Epal. // 9. Flottur Nike æfingarbolur í beige lit. Hverslun. // 10. Bliss skál, Anna Thorunn. Epal, Rammagerðin, Ramba og fleiri. // 11. Balance kertastjaki frá Ferm Living. Epal. // 12. Essie naglalökk – tilvalið að bæta við aukalega í gjöfina. Flestar snyrtivöruverslanir. // 13. Mette Ditmer snyrtitaska. Snúran. // 14. Kastehelmi kertastjaki frá Iittala. Söluaðilar iittala og ibúðin. // 15. Marmaraskál á fæti, Bloomingville. Ramba. // 16. Angan gljáandi húðolía, Volcanic Bliss. Haf store, Epal og fleiri. // 17. SÆNG – ef það er eitthvað sem mig dreymir um í ár – þá er það mjúkur stór pakki með sænginni í sem ég svaf með á Hótel Geysir. Fæst hjá sofðuvel.is

// 1. Eclipse lampi. Haf store. // 2. Hlín Reykdal eyrnalokkar. Snúran. // 3. Fallegt og klassískt lítið leðurveski. AndreA. // 4. Fallegir koparhælar eftir Andreu Röfn x Jodis. Skór.is. // 5. Glæsilegur kristal kertastjaki frá Reflections. Snúran. // 6. Svört viðarskál, Bloomingville. Ramba. // 7. Voluspa ilmkerti. Póley. // 8. Urð, hand og líkamskrem, Dimm, Snúran, Epal og fleiri. // 9. Fallegt bómullarteppi. Dimm. // 10. Dóttir vasar 3/pk. Póley og Snúran. // 11. Snyrtispegill með stækkun og ljósi – ég elska þessa spegla. Eirberg. // 12. Vanilla Black ilmstangir, þessi ilmur er mjög góður. Ramba, Snúran, Bast og fleiri. // 13.  Bioeffect gjafasett – þvílíkt dekur. Fæst m.a. hjá Bioeffect, Lyfju og Hagkaup. // 14. Desember bók frá Home & Delicious. Epal. // 15. Ultima Thule skál – alltaf í notkun hér á bæ. ibúðin og söluaðilar iittala. // 16. Bitz salatáhöld. Snúran, Bast og Póley. // 17. Hlýja sængurföt Ihanna home x Epal

 

Þá höfum við fyrstu 50 jólagjafahugmyndirnar – Hlakka til að deila með ykkur fleiri hugmyndum. Njótið!

 

// Ef þú kæri lesandi áttir eftir að skoða jólagjafahugmyndir – Fyrir hann – smelltu þá hér ♡

GIRNILEGAR JÓLAMATARHUGMYNDIR SEM MUNU SLÁ Í GEGN

JólMatur & bakstur

Hér má sjá fallegar aðventuveitingar sem munu án efa slá í gegn í komandi jólaboðum – jólakrans úr kornflexi og hvítu súkkulaði  (með grænum matarlit), girnilegir ostabakkar í jólabúning og dásamlega fallega skreyttar piparkökur.

Fallegt fyrir augað og gott í magann mmmm…..

Myndir // Pinterest

Mæli svo að sjálfsögðu með því að kíkja yfir til hennar Hildar Trendnet matarbloggara og snillings sem gefur góðar uppskriftir núna fyrir jólin sérstaklega ♡

EINSTAKAR & FLUFFY ULLARMOTTUR SEM SEGJA VÁ!

ÓskalistinnStofa

Ullarmotturnar frá Skandinavíska hönnunarhúsinu Cappelen Dimyr eru þær fallegustu sem ég hef lengi séð. Motturnar eru algjör draumur, svo einstakar í útliti og bæta hlýleika við hvert heimili. Svona vegleg ullarmotta hefur verið í mörg ár á óskalista heimilisins og væri fullkomin í stofuna.

“Motturnar eru handgerðar af fagmönnum í Indlandi úr hágæða nýsjálenskri ull. Hver motta er algjörlega einstök þar sem ullin er 100% náttúruleg og ólituð sem skapar fallegt og áhugaverð mynstur í mjúkum ljósum tónum. Langt kögrið á endunum bætir við hlýleika og bóhemískan blæ. Hæð á flosi er um það bil 25mm.”

Cappelen Dimyr motturnar fást hjá Dimm. Sjáið þessa fegurð…

Það er fátt sem gerir heimili jafn hlýlegt og motta á gólfið og þessar ullarmottur eru draumur einn. Ég ætla að fá að máta eina í stofuna á næstu dögum. Hlakka til að sýna ykkur útkomuna ♡

FALLEGT & DANSKT JÓLASKREYTT HEIMILI

Jól

Ég má til með að deila með ykkur þessu dásamlega fallega jólaskreytta heimili þar sem vönduð listaverk og glæsileg hönnun skreytir hvert horn. Hér býr líka engin önnur en Mette Helena Rasmussen sem er meðstofnandi The Kunstsalonen sem er danskt listagallerí sem vakið hefur mikla athygli fyrir glæsilegar sýningar sem eru sérstakar fyrir það leyti að þær eru alltaf haldnar á einstaklega fallegum heimilum í Kaupmannahöfn.

Ljósmyndir :  Tia Borgsmidt, Stílisti :  Metta Helena Rasmussen /  frá My Scandinavian home
Ég elska þetta heimili og stíllinn hennar Mette er alveg einstakur, sjáið hvað öll listaverkin sem öll eru svo ólík, gera heimilið spennandi. Ég mæli með því að fylgjast með Kunstsalonen og fá listainnblásturinn beint í æð!
Takk fyrir lesturinn – þangað til næst ♡

DIY // MJÚKUR JÓLATRÉSFÓTUR

DIYJól

Settu jólatréð í sparifötin,

Er jólatréð þitt komið upp? Ef þú ert með gervijólatré eins og ég þá kannast þú líklega við það að vilja fela fótinn á jólatrénu, stundum hef ég falið hann með einhverju mjúku efni eða hreinlega með pökkum, ég hef einnig séð fallegar útfærslur með brasshlíf sem ég þarf að eignast einn daginn. Ég rakst hinsvegar á skemmtilega útfærslu hjá vinkonu minni á einfaldri basthlíf sem vafin er með mjúku velúr eða flauelsefni, eitthvað sem allir geta græjað heima hjá sér.

Ég keypti basthlíf og efni í rúmfó eftir að hafa verið bent á svipaða útfærslu hjá Skreytum hús. En Sólrún Diego hefur einnig gert svipaða útfærslu með pappakassa sem brotinn er í kringum stórt tré og vafinn með efni. Það er því margt í boði þegar kemur að því að fela fótinn á gervijólatrénu ♡

Einfalt og fínt – þannig má það vera:)

Fyrir áhugasama þá má hér sjá Instagram video sem ég setti saman : Jólatrésfótur – Svartáhvítu

Hér má einnig sjá Instagram : Sólrún Diego jólatrésfótur

Takk fyrir að fylgjast með og eigið góðan dag!

FALLEGT ELDHÚS Í GRÆNUM & BLEIKUM LITUM

EldhúsHeimili

Það er allt fallegt við þessa litasamsetningu sem sjá má á þessu sæta heimili sem er ekki nema um 50 fermetrar. Ljósgrænar innréttingar og veggir ásamt brúnum & bleikum gólfsíðum gardínum sem ramma heimilið inn. Mikið ofboðslega kemur svo vel út þessi hlýlegi græni litur á eldhúsinu, alveg dásamleg útkoman sem hver sem er gæti leikið eftir með þessari litasamsetningu.

Kíkjum í heimsókn –

Myndir : Stadshem