fbpx

LÍFIÐ

DRESSLÍFIÐ

Það hefur verið mikil keyrsla á sænska lífinu uppá síðkastið. Handboltamaðurinn minn hefur eiginlega ekkert verið heima – fyrst var það Meistaradeildarleikur í Þýskalandi og svo eyddi hann páskahelgina í útileik í sænsku úrslitakeppninni. Við vorum því mjög ánægð með að fá hann heim í gærmorgun og stálum honum strax í smá bíltúr til Kaupmannahafnar. Páskafríið okkar byrjaði því aðeins seinna en hjá  öðrum þetta árið.
Flestar ferðir hjá mér í dönsku höfuðborgina snúast um vinnu en núna ákváðum við að taka tvo daga í frí og njóta þess bara að vera til – mikið heppnaðist það vel. Í gær fengum við blíðviðri og í dag var borgin grá, þó alltaf sama notalega stemningin.

Hér sit ég á hóteli (Guldsmeden hotels, rosalega margir að spyrja mig á Instagram) og skrifa ykkur páskakveðju í dásamlega kimonoinum mínum frá Hildi Yeoman – flík úr nýju línunni hennar, VENUS, sem ég sagði ykkur frá: HÉR

//

We had a late Easter vacation this year because of a busy handball player in the family. We spent two lovely days in Copenhagen, the first day was sunny and I just can’t wait for the spring to arrive. M

Many of you have been asking me about the hotel – which was great. Guldsmeden hotel on Vesterbro – bohemian hotel which really makes an effort with sustainability.

Á morgun byrjar alvaran aftur og ég verð endurnærð …

Gleðilega páska kæru lesendur!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÓSKALISTINN: MARS

Skrifa Innlegg