Hawaii í hnotskurn

Lífið

ALOHA

xx

Einsog ég hef skrifað um áður þá fór ég til Hawaii um páskana með fjölskyldunni. Ég hef ferðast víða en þessi staður er einn sá fallegasti og yndislegasti sem ég hef komið til en við vorum að fara til Hawaii í fyrsta skipti og varð eyjan Maui fyrir valinu eftir mikið google. Við vorum á hóteli á Wailea svæðinu á Maui en það er veðursælli hluti eyjunnar. Ég mæli klárlega með Maui ef þið eruð á leið í framandi frí – þangað mun ég fara aftur!

Mig langaði að deila með ykkur myndum úr fríinu, bæði af snapchat, myndavélinni og instagram sem sýnir smá hnotskurn af Hawaii.

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif 

PARIS JE T’AIME

ANDREA RÖFNTRAVEL

Við Arnór fórum loksins í frí í júní. Á leið okkar til Ítalíu stoppuðum við einn dag í París, einni af mínum uppáhalds borgum. Ég hef komið þangað þónokkrum sinnum en Arnór hafði komið einu sinni til að spila leik síðasta sumar og því ekki náð að skoða borgina. Á þessum eina degi tókst okkur að sjá mikið ásamt því að setjast niður inn á milli og njóta veðursins og félagsskaparins.

Kjóll: Libertine Libertine
Skór: Nike Mayfly Woven
Sólgleraugu: Dior

 

París er svo sannarlega borg ástarinnar! Næsta blogg verður svo um fríið á Ítalíu sem var dásamlegt í alla staði.

xx

Andrea Röfn

NEW IN

NEW IN

Ég er stödd í Köben í smá fríi í tilefni þess að ég er loksins komin í sumarfrí. Þennan sjúka gallajakka nældi ég mér í í gær og er ótrúlega ánægð með hann. Það er mikið um gallajakka og önnur gallaföt í búðum þessa dagana. Munum klárlega sjá mikið af gallafötum í sumar og ég fagna því svo sannarlega!

Næstu daga ætla ég að halda áfram að njóta frísins og fara yfir til Malmö í heimsókn til vinkonu. Þessar myndir voru teknar í sólinni í Christianiu í dag.

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 presetProcessed with VSCO with f2 preset

 

Jakki: &other stories

xx

Andrea Röfn

 

BARCELONA BEIBÍ

LÍFIÐ

Margir vilja meina að það sé fyrir löngu kominn tími á myndablogg frá Barcelona. Ég er þar alveg sammála en raunin er bara sú að ég hefði mátt vera miklu duglegri á vélinni. Ferðin var að mestu ætluð í afslöppun og við stóðum við þau orðin með því að halda okkur mikið á (fullkomna) sundlaugarbakkanum. Við vorum þó ekki bara á bakkanum, þvi við hjóluðum líka um alla borg, tókum bíl í sólahring þar sem við leituðum uppi leynistrandir, skoðuðum helstu túristastaði, kíktum smá í búðir og fylgdumst með iðandi mannlífinu. Þegar ég hugsa til baka … æ hvað við höfðum það gott! Þetta eru þær myndir sem rötuðu í fjölskyldualbúmið –

Barcelona bíður uppá eitthvað fyrir alla. Ég heillaðist af fallegum byggingum borgarinnar og fjölbreytta mannlífinu. Ég mæli með því að taka hjól í borgarferðum því þannig nærðu að upplifa meira á styttri tíma.

Takk fyrir okkur. Ég kem aftur einn daginn, engin spurning.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ: Cinque Terre

LÍFIÐ

Vegna fjölmargra fyrirspurna ákvað ég að skrifa smá færslu um frábæra ferðalag okkar fjölskyldunnar til Cinque Terre ásamt yndislegum vinum.
Cinque Terra eru 5 gömul smáþorp á ítölsku ríverunni og liggja þar í þjóðgarði. Vegna þessa hafa þorpin gamlan og sjarmerandi anda. Milli þorpanna er aðeins hægt að ferðast með lest og því engin bílaumferð til að skemma fallegu “málverkin”, en þegar að ég kom í fyrsta þorpið leið mér eins og ég væri komin inn í málverk.

DSCF8016DSCF8178

Mín leið til Cinque Terre –

Við fjölskyldan tókum flug til Mílanó. Þaðan tókum við svo u.þ.b. 3 tíma lest að þorpunum. Það er mjög auðvelt og nokkuð ódýrt að taka lest niður til La Spezia (þar sem að við gistum). Þar leigðum við okkur frábæra og ódýra íbúð í gegnum airbnb.com. Íbúðin var aðeins í 3 mínútna göngufæri frá lestarstöðinni og því kjörin staðsetning, því aðeins tekur um 5 mínútur með lest að ferðast í fyrsta þorpið. Það kom mér á óvart hversu stutt vegalengdin er á milli þorpanna en þau liggja hlið við hlið og aðeins nokkrar mínútur að ferðast á milli þeirra. Við nýttum okkur lestarnar en mjög margir velja sér það að ganga á milli. Ég ætla að eiga það inni. :)

DSCF7937DSCF7972DSCF7978DSCF7985 DSCF7981DSCF7974

Við náðum að vísu bara 3 þorpum þar sem að við ákváðum að eyða helium degi í eina þorpinu sem hafði strönd.
Við fylgdum einnig ráðum leigjanda okkar og heimsóttum önnur þorp fyrir utan þessi týpísku 5.

DSCF8021 DSCF8018 DSCF8007 DSCF8006 DSCF7996 DSCF7995 DSCF7992 DSCF7991

DSCF8027DSCF8029DSCF8030DSCF8031DSCF8044DSCF8046DSCF8053DSCF8089DSCF8099-2DSCF8110-2DSCF8117-2DSCF8122DSCF8135DSCF8137DSCF8142DSCF8151IMG_0481DSCF8183
DSCF8186DSCF8188IMG_0495DSCF8189DSCF8192DSCF8202DSCF8211IMG_0532

Porto Venere er fallegt þorp þar sem hægt var að fara í siglingu í kringum eyjarnar sem liggja þar fyrir utan. Það er fræg höfn fyrir snekkjur fræga fólksins og til dæmis var Beckham fjölskyldan þar ekki fyrir svo löngu síðan.

DSCF8232DSCF8259DSCF8247DSCF8278DSCF8285DSCF8290DSCF8294IMG_0541DSCF8306DSCF8307DSCF8311DSCF8319DSCF8322

Síðasta daginn böðuðum við okkur á troðfullri strönd á Lerici, þar sem Ítalir voru í meirihluta.

DSCF8490 DSCF8473 DSCF8472 DSCF8470 DSCF8464 DSCF8452 DSCF8432 DSCF8428 DSCF8422 DSCF8406DSCF8408 DSCF8506 DSCF8503 DSCF8501DSCF8397DSCF8394

Þorpin fimm eru uppfull af ferðamönnum, en staðina sem leigjandinn okkar mældi með eru meira heimsóttir af Ítölum og hafa því sinn sjarma. Við fórum einnig á 2 veitingastaði sem leigjandinn mældi með og voru þeir frábærir. Það er svo gaman að fá svona “insider tips” því að sú upplifun er svo allt öðruvísi – innan um heimamennina í þeirra uppáhaldi.

DSCF8391 DSCF8380 DSCF8362

Vonandi geta einhverjir nýtt sér þetta, en ég myndi mæla með 5-7 dögum á þessum slóðum, en við vorum heldur stutt. Eitt af mínum uppáhalds ferðalögum hingað til.

IMG_0590

Eftir sæluna niður við ströndina eyddum við síðan 4 dögum inní Mílanó borg. Ef þið hafið áhuga þá get ég sett inn “what to do” post frá Mílanó – sem kom mér skemmtilega á óvart eftir að hafa heyrt marga neikvæða gagnvart borginni.

Allir til Þorpanna fimm í næsta ferðalag?

xx,-EG-.