fbpx

HILDUR YEOMAN: VENUS

ÍSLENSK HÖNNUN

Það má með sanni segja að Hildur Yeoman sé búin að fanga tískuhjörtu okkar fyrir löngu. Íslenskum konum dreymir um að eignast þessar ævintýralegu flíkur sem skera sig úr fjöldanum.
Hildur kynnti nýjustu fatalínu sína, VENUS, í verslun sinni á Skólavörðustíg í gærkvöldi og ég var á staðnum. Sólin skein svo fallega og myndaði töfrandi stemningu sem gaman var að upplifa.

Um er að ræða litríkar flíkur úr fallegum efnum sem kalla á mann. Sniðin eru ólík og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi eins og Hildur hefur passað uppá síðustu árin. Ég á nokkrar flíkur frá þessari hæfileikakonu og sú nýjasta er hvíta skyrtan sem ég klæðist hér að neðan. Skyrtan er ekki endilega í anda Hildar en ég var ótrúlega glöð að sjá hana innan um allar hinar flíkurnar. Ég á eftir að nota hana endalaust og þið munið örugglega taka eftir því :)

 

Ný lína merkis Hildar Yeoman er innblásin af gyðjunni Venus …

HAHA – elska þessa mynd!
Hæ Hildur!

Þetta eru mínar uppáhalds flíkur úr línunni:

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

AGUSTAV

Skrifa Innlegg