fbpx

AGUSTAV

HOMEÍSLENSK HÖNNUN

Eins og þið hafið flest tekið eftir þá er ég stödd á Íslandi í mesta vinnuspani sem ég hef tekið að mér. Ekki nóg með það að það sé Hönnunarmars (mæli með að allir skoði dagskrána hér) þá náði ég að troða inn fundum og heimsóknum í allar mínar mínútur þassa fáu daga sem ég stoppa. Í gær heimsótti ég fyrirmyndarhjón hjá íslensku húsgagnamerki sem ég kynntist nýlega. Um er að ræða húsgangahönnunnar – og framleiðslufyrirtæki rekið af Gústavi Jóhannssyni og Ágústu Magnúsdóttur.


AGUSTAV vinnur með heildstæðu hönnunar- og framleiðsluferli þar sem form og notagildi kallast á. Framleiðslan er í höndum faglærðra húsgagnasmiða og eru öll efni framleiðslunnar sérvalin og unnin með tilliti til gæða.

Skoðið endilega heimsókn mína í sýningarherbergið á Instagram story hjá Trendnet HÉR en opinn viðburður verður seinna í dag í sýningarrými þeirra að Funahöfða 3 í tilefni frumsýningar á nýjum vörum – nýjir lampar, stólar, speglar og fleiri innanstokksmunir.

AGUSTAV nýtir alla afganga í fallegar minni vörur. Ég var sérstaklega hrifin af mæliprikinu sem persónuleg sængurgjöf –

Bókasnaginn kemur í eik, hnotu og wenge –

Klassískt útlit hillunnar er stílhreint og fágað –

Að þetta sé íslensk hönnun gefur mér hlýju í hjartað. Langar langar langar í svo margt! Skandinavískur draumur!

Ég mæli með að sem flestir reyni að heimsækja sýningarherbergið á Hönnunarmars. sem er opið sem hér segir:

Fimmtudagur 15.mars kl: 10 – 18
Föstudagur 16.mars kl: 10 – 20
Laugardagur 17.mars kl: 10 – 18
Sunnudagur 18.mars kl: 12 -18

Frekari upplýsingar fáið þið: HÉR og HÉR

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GÓÐAN DAGINN GLAMOUR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Halla

    18. March 2018

    Fallegt.