fbpx

LEVIS VINTAGE

DRESSTREND

Auðvitað ákvað rigningin að láta sjá sig þegar við hjónleysin kíktum loksins út án barna eitt ágætt laugardagskvöld hér í sænska. Eins og sannur Íslendingur skyldi ég regnhlífina eftir heima og notaði því uppáhalds leðurjakkann sem hlíf yfir hárið – það má bjarga sér á ýmsa vegu. Laugardagslúkkið er frá því fyrir nokkrum vikum en vegna fjölda fyrirspurna um hvaðan þessar buxur væru ákvað ég að koma því að hér á blogginu.

14137722_10153986805332568_770128344_n

Buxur/Denim: Levis 501 , Toppur/Top: Zara, Leðurjakki/Biker: Moss by Elísabet Gunnars/gamall

Þessar svörtu Levis 501 gallabuxur eru nokkura ára gamlar í mínum fataskáp, frá frönsku árunum. Ég nota þær óspart þessa dagana og mun líklega nota þær enn meira þegar fer að kólna. Það er eitthvað sem er svo sjarmerandi við einfaldleikann í beina stutta sniðinu.
Nú leita ég að hinum fullkomnu í bláum lit. Ég á einar en þær eru ekki jafn góðar og þessar að ofan. Maður þarf að vera þolinmóður í leit sinni að hinu einu réttu því þær eru jafn ólíkar og úrvalið er mikið í góðum second hand búðum. Ég veit að Spútnik er með mikið úrval fyrir áhugasamar stúlkur á Íslandi.

 

463027c3b68947ba2779d25f607548c8
Þessar tískudívur veittu mér innblástur. Þær eru allar að vinna með sama lúkk og ég eeeelska það! Rétt upp hönd sem vill klæðast gallabuxum við allt í haust? Ég (!) ..

NYFW ss2015 day 2, outside Jason wu, Elin Kling 893f3fb8243c37d3a9d1967240937c34 d3fd463bf784f3510d79de3483f9d7e3 44b307d2336eb12c7467a5eabf6e29693e29e6a20454365c1d82756bebc53372  e16c79b189fc38fb7afa513bec809025 b9a013e5a95395712a67095c6a7142ed aa7c9ca2641869a9c7642068050302c6 e3eebdc05f3715bfc1a013320004bca5 60106279374e1a5d6a55683d7cd0e71a 2ce6c9b0dac80233c979eaf41d750a34 40144d8d1954afa3a5116cf2568b06bd 661d1d5e1949afb76362b9f2e3c36d63
//

Finally I had a date with my fiancé without children. We went out for a dinner and of course the rain wanted to join us.
This was my dress that night – I had a lot of questions about the pants, which are vintage Levi’s. You really have to look for the perfect ones in the second hand shops because the pass form is so different between pants.
Now I am looking for the perfect ones in blue. The ladies above have already found them – lucky you!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

SUNNUDAGS INNBLÁSTUR: Iris Apfel

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. sigridurr

    24. August 2016

    Langar sjúklega mikið í bláar þessari klassísku levis, so pretty x

  2. Margrét

    24. August 2016

    Ég er að hugsa um að panta á netinu en er að vandræðast hvaða stærð ég eigi að taka. Virka þær ekki minni en venjulegar gallabuxnastærðir? Tips eru vel þegin

    • Elísabet Gunnars

      24. August 2016

      Ég myndi ekki mæla með því að panta þær á netinu ef þú kemst hjá því. Ég hef átt nokkrar vintage Levis (flestar 501 snið) og þær eru allar í mismunandi stærðum. Prufaðu fyrst second hand búðirnar (þar sem þú getur mátað) til að sjá hvað ég á við …

  3. Hilrag

    26. August 2016

    Ég hef mátað svona 10.352 sinnum levis501 og ekki enþá fundið neinar sem fara mér vel.. Þú ert samt algjört beib í þínum xx

    • Elísabet Gunnars

      26. August 2016

      Já þær eru svo erfiðar. Þessvegna mæli ég einmitt gegn því að kaupa þær online.
      Og , æ takk (*held fyrir augun*)

  4. Vigdis

    3. September 2016

    Eg fann mina einu sönnu (bláar) i monky ;) en vantar fl.! Vil svartar .. Ætla ad skoda etta betyr m. Levis * gaman ad fylgjast m. Blogginu tinu :)