Auðvitað ákvað rigningin að láta sjá sig þegar við hjónleysin kíktum loksins út án barna eitt ágætt laugardagskvöld hér í sænska. Eins og sannur Íslendingur skyldi ég regnhlífina eftir heima og notaði því uppáhalds leðurjakkann sem hlíf yfir hárið – það má bjarga sér á ýmsa vegu. Laugardagslúkkið er frá því fyrir nokkrum vikum en vegna fjölda fyrirspurna um hvaðan þessar buxur væru ákvað ég að koma því að hér á blogginu.
Buxur/Denim: Levis 501 , Toppur/Top: Zara, Leðurjakki/Biker: Moss by Elísabet Gunnars/gamall
Þessar svörtu Levis 501 gallabuxur eru nokkura ára gamlar í mínum fataskáp, frá frönsku árunum. Ég nota þær óspart þessa dagana og mun líklega nota þær enn meira þegar fer að kólna. Það er eitthvað sem er svo sjarmerandi við einfaldleikann í beina stutta sniðinu.
Nú leita ég að hinum fullkomnu í bláum lit. Ég á einar en þær eru ekki jafn góðar og þessar að ofan. Maður þarf að vera þolinmóður í leit sinni að hinu einu réttu því þær eru jafn ólíkar og úrvalið er mikið í góðum second hand búðum. Ég veit að Spútnik er með mikið úrval fyrir áhugasamar stúlkur á Íslandi.
Þessar tískudívur veittu mér innblástur. Þær eru allar að vinna með sama lúkk og ég eeeelska það! Rétt upp hönd sem vill klæðast gallabuxum við allt í haust? Ég (!) ..
Finally I had a date with my fiancé without children. We went out for a dinner and of course the rain wanted to join us.
This was my dress that night – I had a lot of questions about the pants, which are vintage Levi’s. You really have to look for the perfect ones in the second hand shops because the pass form is so different between pants.
Now I am looking for the perfect ones in blue. The ladies above have already found them – lucky you!
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg