fbpx

LÍFIÐ UPPÁ SÍÐKASTIÐ ..

PERSONALSNYRTIVÖRUR

Halló vinir!

Ýmislegt hefur gengið á síðustu mánuði, allt ótrúlega gott og hyggeligt. Eins og staðan er núna er ég gjörsamlega að missa alla einbeitingu vegna heimkomu. Það gerist yfirleitt nokkrum dögum áður en ég fer heim, en í ár hef ég ekki farið heim í hálft ár, og fyrir heimaling eins og mig finn ég að spenningurinn tekur algjörlega yfir. Ég er farinn að dagdreyma um hvað ég ætla að borða, fara í snjóinn með systurdætrum mínum og gjörsamlega knúsa hundana mína í beljur. Yngri hundurinn minn lenti í því í lok sumars að lamast frá mitti og niður, en hefur náð alveg geggjuðum árangri, hef ekkert náð að hitt hann síðan, svo ég ætla aldeilis að extra knúsa þann litla prins.

Byrjum á þessari snilld, dinner með hinni einu sönnu Röggu Nagla. Að eiga svona vinkonu er fokking jackpot, að tala við hana er eins og að hoppa í viskubrunn og synda í honum, og hlægja fullt líka.

Hin heimsfræga horaða kokteilsósa a la Ragga Nagli. Hún var eins góð og fólk ímyndar sér.

Við fengum okkur Gló í Tivolí höllurnum, og ég var næstum emjandi úr unaði yfir Mexico skálinni, mæli mikið með!

Svo kom elsku besta mamma í heimsókn, og það hefur alltaf verið hefð að kaupa hnoss í Lagkagehuset, en við misstum okkur aðeins í þetta skiptið, gerðum taste-test og gáfum svo einkunnir. En uppi frá vinstri (til hægri) má sjá: Banana cupcake, ákveðin tegund af súkkulaði köku sem ég GET ekki munað nafnað á, Christianshavn kaka, jólamuffins og dönsk jólabolla!

Kveðja þessi tvö uppá flugvelli <3

Svo kom Tinna besta vinkona mín, með kærastanum sínum og þessu gullbarni, hún Gabríela sem er heimsins besti krakki.

Ég og nýji besti vinur minn William

Fékk svo geggjaða sendingu frá Austurstore, ég er búinn að prófa þessar flíkur einu sinni og þetta er geggjaðar flíkur. Meira um það seinna!

Fékk einnig sendingu frá BioEffect, ég verð loksins ungur að eilífu!!!!!

Mamma passar náttúrulega alveg einstaklega vel uppí drenginn sinn og kom með reyktan silung handa mér, OG ÞAÐ, vinir, er það besta í heiminum. Anskotinn.

Julefrokost með vinnunni, mín heitt elskaða Helena og ég löbbuðum útaf klóinu á sama tíma, hlóum og tókum svo þessa mynd.

Langþráð ferð til tengdó til Jótlands.

Þau búa í mjög litlum bæ á Jótlandi, svo feels a bit like home!

Hvet ykkur til að taka þátt í GlamGlow leiknum en ég dreg út á morgun x

HELGASPJALLIÐ – BEGGI ÓLAFS

HELGASPJALLIÐSMEKKSMAÐUR

Bergsveinn Ólafsson eða Beggi Ólafs eins og samfélagsmiðlaheimurinn þekkir hann. Hann heldur úti heimasíðunni BeggiOlafs.com sem er hiklaust mitt uppáhalds blogg þar sem hann bæði skrifar og Vloggar (Video blogg guuuuys). Hann er sálfræðimenntaður og á einnig heiðurinn á því að verða einn af þeim sem ég lít mikið upp til á mettíma, en ég semsagt rakst á hann á Instagram fyrir ekki svo löngu og hef fylgst vel með honum síðan. Hann er vegan, og ég verð einn daginn vegan. Hann er miðlar heilbrigði, sjálfsvinnu og er óhræddur að tala um tilfinningar. Hann er góð fyrirmynd og almennt mjög fræðandi að fylgjast með honum, en hann deilir uppskriftum, ráðum, uppskriftum og æfingum. Hann er on point hvað varðar style og selur mér auðveldlega ljósgráan frakka sem ég hélt ég mundi aldrei kaupa mér. Ef ég á að segja eitthvað neikvætt um manninn væri það að hann lætur mig líta illa út almennt og hann er í ömurlegu formi (sjá mynd fyrir neðan)

Nafn: Bergsveinn Ólafsson
Aldur:
25 ára 
Stjörnumerki:
Meyja
Þrjú orð sem lýsa þér:
duglegur, þrjóskur og lífsglaður
Instagram:
@beggiolafs



Til að byrja með, hvernig byrjaði vegan ferlið hjá þér?

Það byrjaði eiginlega þannig að kærastan mín hætti að borða dýr og dýraafurðir en ég ætlaði aldrei að hætta borða kjöt. Ég varð mjög pirraður út í hana á sínum tíma þar sem ég vildi hafa  lambalæri fyrir krakkana mína á sunnudögum í framtíðinni. Mér hafði aldrei dottið í hug að verða vegan sjálfur. Út frá þessu hlustaði ég á “podköst”, horfði á heimildamyndir og aflaði mér heimilda um ávinninga plöntufæðis. Ég varð keyptur þegar ég sá að plöntufæði gæti haft góð áhrif á orku, þol, endurheimt og þar af leiðandi frammistöðu í íþróttum. Seinna meir finnst mér frábært hvaða aðra ávinninga plöntufæði hefur, eins og fyrir heilsuna, umhverfið og dýrin. Ég ákvað að prófa að vera vegan í mánuð og mér líkaði svo vel við það að ég hef ekki snúið mér aftur að kjötinu. Það var erfitt að komast inn í fæðið til að byrja með en ég kýldi á það og lærði inn á hvað væri best fyrir mig að borða hverju sinni. Í dag er þetta ekkert mál og ég sé alls ekki eftir þessari breytingu.


En varðandi sjálfvinnuna, hvernig þróaðist það hjá þér?

Það er í rauninni eitthvað sem ég hef verið að vinna í hægt og bítandi frá árinu 2009. Ég átti nefnilega svona “aha” augnablik þegar ég var í B-liði í fótbolta að horfa á A-liði keppa þegar ég var 16 ára. Þá má segja að ég hafi áttað mig á að mig langaði að verða eitthvað í lífinu. Frá þessu augnabliki hef ég verið að bæta mig í þáttum sem tengjast andlegri og líkamlegri heilsu eins og t.d. hugarfari, mataræði og æfingum. Þessi vinna hefur tekið sinn tíma, ég hef lagt hart að mér og gert urmul af mistökum sem er frábært. Það byrjar nefnilega enginn sem meistari í neinu, þannig ég hef alltaf tamið mér að kýla á hlutina, gera mín mistök og læra af því. Ég á fullt ólært í dag og ég elska það. Þessi sjálfvinna mun eiga sér stað út lífið, því maður getur alltaf lært eitthvað sem hagnýtist manni út í lífið og bætir mann sem einstakling.


Hvað finnst þér það mikilvægasta sem þú miðlar til ungs fólks?

Fyrirbæri sem kallast  gróskuhugarfar. Að koma því inn í hausinn á ungu fólki að það getur orðið gott í því sem þau vilja vera góð í. Hæfileikarnir sem við fæðumst með gera ekki útslagið um hvort við munum ná árangri í framtíðinni heldur vinnusemi, dugnaður, bjartsýni, mistök, hindarnir og áskoranir lífsins. Þó svo þú sért ekki afburðar einstaklingur þegar þú ert yngri þýðir það ekki að þú getir ekki bætt þig og náð árangri seinna í lífinu. Við getum bætt hæfni okkar til muna og því fyrr sem við áttum okkur á því, því betra.


Nú hefuru verið með fyrirlestra, hvað snúast þeir um?

Þeir snúast aðalega um þætti tengda heilsu. Þar hef ég meðal annars fjallað um mína sögu, plöntufæði, hugarfar, markmið, núvitund, hamingju og hreyfingu.


Yfir í Íþróttir! Þú ert nýbyrjaður í Crossfit Reykjavík, hvað finnst þér?

Crossfit kom mér skemmtilega á óvart, mér finnst það rosalega gaman. Það er alltaf búið að setja upp æfingu fyrir hvern einasta dag og hver crossfit æfing er bara klukkutími með upphitun. Það er mjög þæginlegt. Ég hef haft áhuga á crossfit í svolítinn tíma og ákvað breyta til og prófa það þegar það var frí í fótboltanum í október. Síðan hann byrjaði hef ég því miður ekki getað mætt í crossfit en ég ætla vera duglegur að mæta um jólin. Ég er mikill aðdáandi að okkar helsta crossfit fólki og ég lít mikið upp til Katrínar Tönju, Ragnheiðar Söru, Anníe Mistar, Þuríðar og Björgvins Karls. Frábært íþróttafólk.


Ertu enn í fótbolta?

Já að sjálfsögðu. Ég elska fótbolta!


Tekuru einhver fæðubótaefni?

Já ég geri það. Ég er hinsvegar lítið í þessu klassíska fæðubótaefni, þó svo ég eigi það alveg til að fá mér próteinduft eða kreatín. Ég er meira í bætiefnum eins og meltingargerlum, kúrkúmin, maca, ashwagandha, rhodiola, mct olíu og green phytofoods. Þessi bætiefni hafa misjafna ávinninga en eiga það sameiginlegt að fást hjá Now.


Hvernig hljómar klassískur dagur í lífi Begga Ólafs?

Hann getur verið rosalega misjafn en í grunninn er ég þó yfirleitt að gera sirka það sama. Ég vakna yfirleitt klukkan 08:00, fæ mér vel af vatni, kíki í símann og hugleiði. Þar á eftir tekur lærdómur við og svo næri ég mig um 10:00 leitið. Síðan liggur leiðin á æfingu en ég er yfirleitt á æfingasvæðinu frá 11:00 til 14:00. Eftir æfingu fæ ég mér eitthvað gott að borða, annaðhvort eitthvern hollan og góðan skyndibita eins og Gló eða ég elda mér eitthvað. Eftir mat sný ég mér annaðhvort aftur að lærdómnum eða eitthverju sem tengist því sem ég er að gera hverju sinni. Meðal annars að vinna í blogginu, fara í sjósund, í laugina, undirbúa fyrirlestra og næstu verkefni eða rækta vinskap yfir einum kaffibolla. Á kvöldin elda ég og kærastan yfirleitt eitthvern góðan kvöldmat og svo eyði ég kvöldinu í lærdóm undirbúning eða tjilli í sófanum. Ég gef mér yfirleitt alltaf tíma í einn þátt eða svo fyrir svefninn. Ég er líka að vinna sem forfallakennari. Þegar það er hringt í mig vinn ég í kringum æfingar eða á æfingarlausum dögum. Þannig það má segja að klassískur dagur í lífi Begga Ólafs innihaldi lærdóm, æfingar, mat, undirbúning, vinnu, vinskap og umhyggju.


Ertu ekki líka eins og við hin og átt letidag og liggur uppí sófa og borðar súkkulaði?

Jú klárlega, það kemur einstaka sinnum fyrir að ég nenni alls ekki neinu. Þá heillar sófinn ansi mikið og súkkulaði fylgir oft fast eftir á. Ég hef allavegana ófáum sinnum klárað hálfa þáttaseríu á einum degi. Það er líka bara eðlilegt að taka einn og einn letidag, horfa á sjónvarpið og fá sér nokkra súkkulaðimola. Ég ætla allavegana bókað að taka Lord Of The Rings eða Harry Potter maraþon um jólin og stelast í nokkra súkkulaðimola!


Hvernig kemuru þér í gírinn á letidegi?

Ég segi við sjálfan mig: Beggi, hættu þessu kjaftæði og byrjaðu að gera eitthvað gagnlegt. Við það stend ég stundum upp úr sófanum og kem mér að verki. Þetta er yfileitt bara spurning um að byrja. Þegar maður er byrjaður gerir maður oft meira en maður ætlaði sér. Ég hugsa líka oft um hvað ég verð feginn eftir á og hvað mínir duglegustu vinir myndu gera í mínum sporum.


Hvað fékk þig til að byrja Vloga og hvernig tekur fólk í það?

Til að byrja með ætlaði að vlogga því ég hélt það væri léttara en að blogga, sem er alls ekki rétt. Ég hugsaði líka að það sé meira skemmtanagildi að horfa á eitthvað í staðinn fyrir að þurfa lesa sjálfur. Margir hverjir eru líka það latir að nenna ekki að lesa blogg færslu og ég held að þeir einstaklingar séu líklegri að horfa á myndband og taka inn upplýsingar sjónrænt og hljóðrænt. Mér fannst ég geta gefið meira virði með því að vlogga heldur en að blogga og mér fannst spennandi hvað það voru rosalega fáir að vlogga á Íslandi. Ég hef fengið mjög góðar viðtökur á vloggin mín og ég myndi segja að fólk taki því almennt vel. Ég hef samt alveg heyrt að einhverjir einstaklingar séu að drulla yfir mann hvað maður er asnalegur. Það er líka bara allt í besta lagi. Það væri hundleiðinlegt að eiga ekki neina haters og að öllum myndi líka vel við mann.


Áttu þér guilty pleasure?

Ég elska Bachelor og Bachelorette.


Must haves:

Í íþróttum? Gott hugarfar, kemur þér ansi langt.
Í fataskápnum?
Frakki fyrir Íslenska veturinn.
Í ísskápnum?
Grænkál, finnur ekki hollari fæðu.


Hvað er á jólaóskalistanum þínum?

Gjafabréf í tattoo hjá Sindra á Íslenzku húðflúrsstofunni
Checked double-breasted coat Frakki úr Zöru
Svartar Bankastræti buxur úr 66
Drangajökull parka úr 66
Hvíta/svarta yeezys skó
Brúna Chelsea boots
Grá Ian hettupeysa frá Wood Wood úr Húrra


Hvernig hljómar jólahátíðin hjá Begga?

Borða góðan mat, vera í faðmi fjölskyldu og vina, spila, Harry Potter maraþon, æfa, sofa út, borða súkkulaði og njóta.

Eitthvað að lokum?

Nei, ég er búinn að skrifa alltof mikið!

Takk fyrir spjallið!

JÓLAGJÖF TIL YKKAR NR 4 – GLAMGLOW

GJAFALEIKURSNYRTIVÖRUR

Vá trúiði að það er að koma desember? Ég fer heim til Íslands eftir FIMMTÁN DAGA og ég gæti bókstaflega ælt úr spenning. Ég reyni að hafa það sem reglu að fara heim á sirka þriggja mánaða frest til að viðhalda geðheilsu, en nú er komið hálft ár, svo ég held henni uppi með að drekkja mér í jólagleðinni.

En talandi um jólagleðina, næsta jólagjöf til ykkar er frá GlamGlow. Þetta eru svakalegir maskar og bæði fyrir kvennmenn og karlmenn og hvorukyn. En um er að ræða lúxus tríó sem lítur svona út:

Hér má finna HÁlúxus húðvörur:

Efst uppi er YouthMud sem er heimsfrægur fyrir að vera andlitslyfting í krukku og maður á að sjá mun eftir fyrstu notkun. Maskinn djúphreinsar og gerir hana silkimjúka og skínandi. Pant próf’ann í kvöld, Hercules knows I need it.
DreamDuo húðmeðferð
og Youth Cleanse –

Youthmud maskinn – 

Næsti maski eeeer, DREAMDUO – ég ætla að stela info:

“DREAMDUO Overnight Transforming Treatment tveggja þrepa meðferð sem gerir húðina
fyllri, meira ljómandi og fulla af raka. DREAMSERUM (pearl) gengur hratt inn í húðina og er
fullt af andoxunarefnum. Gefur húðinni vitamin boozt. DREAMSEAL (gray) Nærandi bomba
með hyaluronic sýru og mozuku grænum þara sem gerir húðina fyllri og endurvekur ljóma
húðarinnar.
Draumateymið DREAMSERUM & DREAMSEAL er fyrsti húð “plömperinn”.
Hentar öllum húðtýpum
Raka duo sem vinnur yfir nóttina og gefur þér fyllri (plumper), raka meiri og mýkri húð. a
soft, smooth complexion.
Vinnur á: Þurrki – Fínum línum og hrukkum – þreyttri og ójafnri húð.”

Svo er það exfolioterinn:

og info textinn:

“Byltingakenndur hreinsir sem er fullkominn í hversdags hreinsirútínuna. Hérna sameinast kraftarnir úr leirnum og froðunni á ótrúlegan hátt svo að húðin verður silkimjúk og hrein eftir notkun. Leirinn inniheldur örsmáar agnir sem skrúbba húðina og nær þannig upp öllum farða og öðrum óhreinindum úr húðinni. Hreinsirinn hentar bæði körlum og konum.

Setjið 1-2 pumpur af leir í blauta lófana og nuddið höndunum saman svo að áferðin verði örlítið froðukennd. Nuddið varlega yfir andlitið en forðist augnsvæðið. Bætið við vatni til þess að fá meiri froðu.”

Jæja vinir!! Ég sýni ykkur þetta á Snapchattinu núna í kvöld eða á morgun og þá getum við farið yfir þessa lúxus prúdúktúr saman.

Til að taka þátt:

– Setja like á GlamGlow Iceland á Facebook
– Follow á helgiomarsson á Instagram
og adda helgiomars á Snapchat

oooog að sjálfssögðu skilja eftir komment!! :) 

Sigurvegarinn verður dreginn út á Snapchat og þar sækið þig vinninginn!

Ég vona að þið vinnið!

xx

JÓLAGJÖF MÍN OG KÆRÓ TIL HVERS ANNARS

66°NorðurDANMÖRKMEN'S STYLENEW INPERSONALSTYLE

Ætli við séum ekki bara komnir á þennan stað, búnir að vera saman í 5 ár og þá förum við að segja “Æ eigum við ekki bara að gefa hver öðrum sófa í jólagjöf, eða nýja ryksugu, blalala” – jú eða bara fara í lúxusfrí. Sem er jú alveg praktískt, og mér finnst ekkert asnalegt þegar aðrir gera það. Ég lofaði bara sjálfum mér að ég yrði ekki svoleiðis, ég elska að gefa, ég elska að pæla og svona, æ þið vitið, allt í kringum gjafagleðina um jólin, en hér er ég. Ég gerði þetta í ár. Þetta var reyndar hvorki ryksuga, eða mubla, heldur jakki. Ekki misskilja heldur, ég er yfir mig ánægður með þetta og ég meira segja stakk uppá þessu. Við gáfum hver öðrum Tindur úlpuna frá 66°Norður – en fyrst var keypt rauð-appelsínugula og það kom fljótt í ljós að það var ekki séns að við gætum deilt úlpunni. Við vorum farnir í keppni hver vaknaði fyrr á morgnana til að ná honum í vinnuna, en við mætum á sama tíma semsagt.

Svo samankomulagið var að við mundum deila kostnaði á nýrri úlpu, eða hann í rauninni “keypti sig úr” appelsínugulu og ég nýtti þann pening uppí svörtu. Svo nú verðum við hamingjusamir til æviloka. En úlpan er meira og minna uppseld ég, en þau áttu eina á Sværtegade hér í Köben, sem var líka bara skilaboð frá alheiminum að ég átti að grípa hana. Ég er himinnlifandi með hana, og jakkaperrinn sem ég er, þá líður mér eins og ég hef náð einhverjum topp. Ég gjörsamlega elska þessa úlpu.

  

Drulluferskir á sunnudagsmorgni – kannski gaman að deila því með ykkur að þessar buxur eru nýkeyptar og þær voru svo þröngar að ég hélt þær ætluðu að sprengja á mér kúlurnar þegar ég keypti þær, svo gáfu þær sig það mikið að ég gæti orðið óléttur og notað þær á meðgöngu. Hvernig þrengi ég buxur? Sjóða þær í 90°? Help y’all.

 

JÓLAÓSKALISTINN MINN 2017 –

I LIKEI WANTSPORTSTREETSTYLE

ÓKEEEEI GLEÐILEGAN FYRSTA DESEMBER!!!! ER LÍFIÐ EKKI DÁSAMLEGT KRAKKAR!! Ég er búinn að kaupa alltof margar jólagjafir og mér finnst ég samt eiga fullt eftir. Djöfull elska ég þennan tíma árs. Ég er bókstaflega byrjaður að telja niður klukkutímana, og er búinn að setja fullt í kalenderið mitt svo ég sé ekki bara að sitja og bíða, en halda sjálfum mér effektívum og svo framvegis.

En ég ákvað í dag að setja saman nokkra hluti sem eru á mínum persónulega óskalista fyrir þessi jól. Ég heyri ansi oft það sé erfitt að gefa mér, en ég segi, nei. Það er það ekki. Ég er mjöööög nægjusamur, mjög þakklátur og gleðin mín fellst í að gefa öðrum. En ég ákvað þó að setja smá saman sem mig langar í, og líka það sem mig vantar. Það getur vel verið að ég hendi öðrum lista inn, því alltíeinu fattaði ég að mig langar í glös. Veit bara ekki hvernig glös. Allavega, hér er minn.

1. Það er alltaf eitthvað must hjá mér að fá bækur um jólin. Það hefur verið fastur liður hjá mér á jólunum, en mér líst brjálaðslega vel á þessa spikfeitu bók frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt. Ég hef ósjaldan eldað frá blogginu, so yes please! – Fæst t.d á Heimkaup.is
2. Fannar mittistaskan, sem er út Soulland collectioninu langar mig í. Mín er orðin freeekar tekin eftir ofnotkun, setti einhvern límmiða á hana sem ég næ ekki af og eitthvað bölvað vesen. – Fæst í 66°Norður
3. Ég elska Han Kjøbenhavn og þessa peysu sá ég í Húrra Reykjavík – og finnst hún vægast sagt, geggjuð. Fæst í Húrra Reykjavík

4. Það sem ég vissi að væri á óskalistanum að ég vildi langerma æfingaboli. Ég er kuldaskræfa og vantar svoleiðis á æfingar guys. Þessi er frá Nike. Fæst í Air Smáralind – 
5. Ég á BeoPlay heyrnatól sem ég fékk hér í Köben fyrir kannski tveimur árum, og veit að ég mun eflaust ekki nota annað. Mín eru æði en mig langar brjálaðslega í bluetooth. Leiðslurnar flækjast stundum frekar fyrir. – Fæst í Ormsoon
6. Þarf ég að útskýra mig? Mig langar í þessa bók eins og flestum. Sólrún er snilld og ég held að þetta sé mikilvæg bók inná heimili. Svei mér. – Fæst útum allt

7. Ef þið lásuð 4. Þá er þetta í rauninni allt hið sama, finnst hann drullu flottur.Fæst í Air Smáralind
8. Mig langar mjög mikið í minn eigin ipad. Því það er vel rifist um hann á mínu heimili, plús sá sem við eigum er með örfá GB, sem er óþolandi. Langar í nýjan og fínan Ipad með nóg af plássi. – Fæst í Epli.is
9. Þetta, er skemmtilegt nok, mjög ofarlega á listanum mínum. Olíur. Ég einhvernveginn finn þær hvergi hérna í Kaupmannahöfn, kannski er ég ekki að leita nógu vel. – Fæst í Heilsuhúsinu

10. Teikniborð! Þetta er frá Wacom. Lengi búinn að ætla kaupa mér það, geri það bara aldrei. – Fæst í Epli.is
11. Hnéhlífar frá Rehband, er búinn að langa í svona alveg ótrúlega lengi, svo viðeigandi að henda þeim á óskalistann. – Fæst í Austurstore.com
13. Einmitt, ég sleppti bara 12. Við verðum bara að kyngja því, ég get ekki útskýrt afhverju. Mig hefur lengi langað í þessar sjótöskur frá 66°Norður. Þessi er 60 lítra. – Fæst í 66°Norður

14. Lítil og nett taska frá Stussy. – Fæst í Húrra Reykjavík
15. Sippuband frá RPM – ef ég ætla að ná að mastera Double Unders, þá þarf ég almennilegt sippuband. – Fæst í Austurstore.com
16. Sjótaska, stór og vígarleg 90 lítra. Langar í svona til að taka með mér að ferðast til Asíu landana í mars. – Fæst í 66°Norður.

JÓLAGJÖF HANDA YKKUR VOL 3: LAUGARSPA

ÉG MÆLI MEÐGJAFALEIKURI LIKE

Þegar ég var að leita af jólagjöfum, þá var ég svo vissum að ég vildi hafa LaugarSpa með, og ég hefði sest niður og grenjað. Því ég hef notað þessar vörur reglulega lengi, og fékk svo heiðurinn á að vera herra-andlit línunnar. Svo hún er mér alveg kær. Ég sagði frá öllum vörunum í gær á Snapchat (helgiomars) svo fylgjendur fengu þetta allt beint í æð. En hugmyndin að ég mundi hreinlega gefa ykkur uppáhaldsvörurnar mínar frá línunni, sem var hægara sagt en gert, því ég hef komið því í ágæta rútínu að nota allt reglulega. En ég settist niður og valdi hvað mig langaði að gefa ykkur og er meeega spenntur.

Til að taka þátt þurfiði að gera eftirfarandi:
Followa – helgiomarsson á Instagram & helgiomars á Snapchat

og Laugarspa á Instagram

Og að sjálfssögðu skiljið eftir komment guuuys.

Hér eru vörurnar sem ég ætla að gefa ykkur Á FYRSTA SUNNUDEGI Í AÐVENTU, JÓLIN ERU AÐ KOMA KRAKKAR!!!!

1. Shower Oil – þetta er nýjasta viðbót línunnar og er algjör snilld.
2. Serumið fræga frá LaugarSpa, þetta er snilld á þurrkubletti og til að yngja húðina, everybody got’tiiiime for that!
3. Mask Radiant masking.
4. Mud Mask Peeling, sem er einn af mínum uppáhalds möskum, you’re welcome.

5. Body Mist sem er einnig ein af nýjustu vörum LaugarSpa, ég nota það á Body & heimilið mitt, púðana og svona. Enda sniffa flestir heimilið mitt, mjög gaman.
6. Body Scrub-inn sem er í algjöru uppáhaldi og finnst hann ómissandi.
7. Síðast en ekki síst, Day & Night kremið! Gefur geggjaðan glow og very good stuff.

Allar vörurnar eru Unisex, svo þetta er tilvalið á hvaða heimili sem er, kk, kvk, hk! Yes!
Þær eru einnig lífrænar, hreinar, náttúrulegar, handunnar, án allra kemískra aukaefna og ekki prófaðar á dýrum. Boom.

ATH: Sigurvegarar leysa úr vinninginn á Snapchat á hverjum sunnudegi. 

KREMIÐ SEM ER AÐ BJARGA MÉR –

I LIKEPERSONALSNYRTIVÖRUR

Vöruna fékk ég í gjöf

Eftir að ég kom heim frá Bali, þá hefur húðin á mér verið í mjöööög miklum skapsveiflum og ennþá í dag. Það hjálpar ekki að kalkaða vatnið í Kaupmannahöfn örvar húðina óþolandi mikið. Ég er enn, tuttugu og fokking sex ára að læra að þekkja húðina mína, hvað virkar, og svo framvegis. Allavega, í gegnum smá húð volæði á Snapchat, þá held ég að Nola.is hafi verið að hlusta á mig einhversstaðar BLESS THEIR SOUL, og ég fékk sendan pakka frá þeim þar sem voru vörur frá Skyn Iceland og hef ekki notað flestar vörurnar nógu mikið til að geta skrifað almennilega um þær EN – það er þó eitt krem sem ég féll gjörsamlega fyrir og hef notað síðan ég fékk það.

Þetta krem er semsagt með svona súper cooling effekt. Sem segir að ef húðin þín er pirruð, eða kláði eða eitthvað, þá er kulda tilfinningin að fara balansera húðina. Það er í rauninni GEGGJAÐ að setja þetta krem á andlitið. Án efa, eitt besta krem sem ég hef prófað. Þetta krem er partur af “Solutions for stressed skin” sem hentar mér fínt, því mín er greinilega stressed AF.

Þið afsakið puttann – meina ekkert með þessu. Það sem ég þarf að læra þó, er að ég er alltaf að spara uppáhalds vörurnar mínar, það er ekki að fara gerast núna.

Þið getið fengið þetta krem HÉR – 

JÓLAGJÖF HANDA YKKUR NR 2: ELITE

GJAFALEIKUR

Ég er ekki enn búinn að finna sigurvegara gærdagsins, en hún heitir Lára, eða komment nr 55 og hefur ekkert látið í sér heyra. Fyrir ykkur sem tókuð þátt, kemur sigurvegarinn í ljós á Snapchat (helgiomars) – og ég vona að hún lætur í sér.

En næsta gjöf, handa ykkur elsku vinir. Ég fékk hugmyndina um að gefa gjöf frá merkinu Elite, eða meira segja Elite Models. Mér fannst það frekar skemmtilegt þar sem ég vinn fyrir Elite í Kaupmannahöfn, þetta er þó ekki, eða meira segja alls ekki það sama haha. Við höfum oft fengið símhringingar uppá skrifstofu varðandi vörurnar eða hvort þau gætu pantað vörur hjá okkur. Alls ekki. Mér fannst þetta bara frekar skemmtilegt.

En já, Elite ætlar að gefa alveg ógeeeeðslega mikið af vörum, og ef mér skjátlast ekki, allar vörurnar sem eru til hjá þeim, og það er ansi mikið. Ég taldi ekki hversu margar vörur þetta voru, en þær voru ansi margar svo ykkur mun ekki vanta neitt!

Til að taka þátt þurfi þið einfaldlega að:

Follow Elite Models Accessories Iceland á Facebook
og adda: helgiomarsson á Instagram
og helgiomars á Snapchat

og að sjálfssögðu skiljið eftir komment svo ég geti valið sigurvegara!

En sigurvegarinn er alltaf tilkynntur á Snapchat á hverjum sunnudegi til jóla x

 

 

MAMMA –

PERSONALPHOTOGRAPHY

Mamma kom í heimsókn til mín síðustu helgi, og ég og mamma eigum svolítið sérstakt samband. Við erum bæði handvissum að við þekktumst í fyrralífi. Það er hálf klikkað hvað við erum góðir vinir, og hvernig við getum eytt endalausum tíma að tala saman um allt milli himins og jarðar. Það var alveg geggjað að fá hana hingað, ég er meira segja í mínu svona “eftirniðurtúr” ef svo má kalla, því ef það er einhver sem fær þig til að svona “let your guards down” (nennir einhver að segja mér hvernig ég get sagt þetta á Íslensku?) – og ég hef áður talað um að það er einn Helgi í Danmörku og annar á Íslandi. Svo það var ekkert smá gott að vera bara berskjaldaður mömmustrákur í hringiðunni hérna í Köben. Við missionuðumst endalaust og tókum íbúðina í gegn og borðuðum helling af góðum mat og hvað ekki. OG – ég fékk að taka myndir af henni.

Mamma hefur aldrei verið fyrir myndavélar, en mér þykir hún heimsins fallegasta kona svo ég tók hana í smá shoot. Ég gerði hana glowey og fína með vörum frá Skyn Iceland frá Nola.is –

 

NEW IN: UNISEX ILMUR – MUSKETHANOL

I LIKENEW INSNYRTIVÖRUR

Mig langaði í nýtt ilmvatn, rakspýra, veit ekki, þekki svosem ekki muninn. EN! Ég ákvað að nýta goodie dagana í Magasin sem segir okkur að það er 25% af öllu í búðinni, og ég var búinn að ákveða að ég mundi kaupa mér nýja Versace, seeem ég svo beilaði á því það tók á móti mér þessi ágæta sölukona, and man did she sell. Ég var farinn að sjá flóðhesta ég var búinn að sniffa svo mikið af kakóbaunum og ilmvötunum til skiptis. Þangað til að hún sýnir mér ilmvatn sem ég hef aldrei séð áður, ég svosem veit ekkert um þetta merki og hef ekki gert neitt research þannig séð, en þegar ég fann þessa lykt vissi ég að þetta var eitthvað skítagott.

Þetta heitir Muskethanol (I know, hljómar eins og lyf fyrir einhverjum sjúkdóm, æði) – Æther. Ég giska kannski að þetta sé danskt, því aðeins Íslendingar og Danir nota ‘Æ’ – og kannski Norðmenn. Þetta merki er þó Unisex og sölupían sagði mér að ilmvatnið leggist á hvern og einn og mótar sig eftir hverjum og einum, svona setningar ná mér alltaf og ég fjárfesti í þessu ilmvatni og ég sé alls ekki eftir því. Ég á enn mína uppáhalds ilmi sem þið getið séð HÉR – en ég elska svona spari ilmi, svo ég nota þennan og Valentino til skiptis. Þau skipti sem ég hef verið með Muskethanol hef ég verið vel sniffaður svo, góð kaup!

.. afþví ein mynd var ekki nóg

EN! Ég er nokkuð vissum að þessi ilmur fáist ekki á Íslandi – en ég hvet hér með Madison Ilmhús að kanna málið, því mér finnst það vera svo geggjuð búð og þessi ilmvötn eru úber.

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars