fbpx

LÍFIÐ UPPÁ SÍÐKASTIÐ ..

PERSONALSNYRTIVÖRUR

Halló vinir!

Ýmislegt hefur gengið á síðustu mánuði, allt ótrúlega gott og hyggeligt. Eins og staðan er núna er ég gjörsamlega að missa alla einbeitingu vegna heimkomu. Það gerist yfirleitt nokkrum dögum áður en ég fer heim, en í ár hef ég ekki farið heim í hálft ár, og fyrir heimaling eins og mig finn ég að spenningurinn tekur algjörlega yfir. Ég er farinn að dagdreyma um hvað ég ætla að borða, fara í snjóinn með systurdætrum mínum og gjörsamlega knúsa hundana mína í beljur. Yngri hundurinn minn lenti í því í lok sumars að lamast frá mitti og niður, en hefur náð alveg geggjuðum árangri, hef ekkert náð að hitt hann síðan, svo ég ætla aldeilis að extra knúsa þann litla prins.

Byrjum á þessari snilld, dinner með hinni einu sönnu Röggu Nagla. Að eiga svona vinkonu er fokking jackpot, að tala við hana er eins og að hoppa í viskubrunn og synda í honum, og hlægja fullt líka.

Hin heimsfræga horaða kokteilsósa a la Ragga Nagli. Hún var eins góð og fólk ímyndar sér.

Við fengum okkur Gló í Tivolí höllurnum, og ég var næstum emjandi úr unaði yfir Mexico skálinni, mæli mikið með!

Svo kom elsku besta mamma í heimsókn, og það hefur alltaf verið hefð að kaupa hnoss í Lagkagehuset, en við misstum okkur aðeins í þetta skiptið, gerðum taste-test og gáfum svo einkunnir. En uppi frá vinstri (til hægri) má sjá: Banana cupcake, ákveðin tegund af súkkulaði köku sem ég GET ekki munað nafnað á, Christianshavn kaka, jólamuffins og dönsk jólabolla!

Kveðja þessi tvö uppá flugvelli <3

Svo kom Tinna besta vinkona mín, með kærastanum sínum og þessu gullbarni, hún Gabríela sem er heimsins besti krakki.

Ég og nýji besti vinur minn William

Fékk svo geggjaða sendingu frá Austurstore, ég er búinn að prófa þessar flíkur einu sinni og þetta er geggjaðar flíkur. Meira um það seinna!

Fékk einnig sendingu frá BioEffect, ég verð loksins ungur að eilífu!!!!!

Mamma passar náttúrulega alveg einstaklega vel uppí drenginn sinn og kom með reyktan silung handa mér, OG ÞAÐ, vinir, er það besta í heiminum. Anskotinn.

Julefrokost með vinnunni, mín heitt elskaða Helena og ég löbbuðum útaf klóinu á sama tíma, hlóum og tókum svo þessa mynd.

Langþráð ferð til tengdó til Jótlands.

Þau búa í mjög litlum bæ á Jótlandi, svo feels a bit like home!

Hvet ykkur til að taka þátt í GlamGlow leiknum en ég dreg út á morgun x

HELGASPJALLIÐ - BEGGI ÓLAFS

Skrifa Innlegg