KREMIÐ SEM ER AÐ BJARGA MÉR –

I LIKEPERSONALSNYRTIVÖRUR

Vöruna fékk ég í gjöf

Eftir að ég kom heim frá Bali, þá hefur húðin á mér verið í mjöööög miklum skapsveiflum og ennþá í dag. Það hjálpar ekki að kalkaða vatnið í Kaupmannahöfn örvar húðina óþolandi mikið. Ég er enn, tuttugu og fokking sex ára að læra að þekkja húðina mína, hvað virkar, og svo framvegis. Allavega, í gegnum smá húð volæði á Snapchat, þá held ég að Nola.is hafi verið að hlusta á mig einhversstaðar BLESS THEIR SOUL, og ég fékk sendan pakka frá þeim þar sem voru vörur frá Skyn Iceland og hef ekki notað flestar vörurnar nógu mikið til að geta skrifað almennilega um þær EN – það er þó eitt krem sem ég féll gjörsamlega fyrir og hef notað síðan ég fékk það.

Þetta krem er semsagt með svona súper cooling effekt. Sem segir að ef húðin þín er pirruð, eða kláði eða eitthvað, þá er kulda tilfinningin að fara balansera húðina. Það er í rauninni GEGGJAÐ að setja þetta krem á andlitið. Án efa, eitt besta krem sem ég hef prófað. Þetta krem er partur af “Solutions for stressed skin” sem hentar mér fínt, því mín er greinilega stressed AF.

Þið afsakið puttann – meina ekkert með þessu. Það sem ég þarf að læra þó, er að ég er alltaf að spara uppáhalds vörurnar mínar, það er ekki að fara gerast núna.

Þið getið fengið þetta krem HÉR – 

JÓLAGJÖF HANDA YKKUR NR 2: ELITE

Skrifa Innlegg