fbpx

TRENDNET ÁRSFÖGNUÐUR

MATURTRENDNET

Við fjölskyldan lentum með hraði hér á klakanum daginn fyrir gamlárs. Fyrsta mál á dagskrá var að mæta í hitting með dásamlegum meðbloggurum á veitingastað í Austurstrætinu. Apotekið hefur þar vaknað til lífsins flottara sem aldrei fyrr. Ég fangaði mómentin á filmu. Passið ykkur að renna ekki í gegnum póstinn mjög svöng – það gæti orðið hættulegt.

 DSCF5878DSCF5893
Sætar Sveinsdætur mættu í fordrykk –

DSCF5896

Andrea Elísabet Gunnars – Irena

DSCF5883 DSCF5885
Við fengum valkvíða á forréttamatseðlinum og pöntuðum því sitt lítið af hverju til að deila – það var góð hugmynd.

DSCF5881DSCF5879
Ég er enn með vatn í munninum eftir gómsætan humar sem borinn var fram með einhverskonar “Crème brûlée” –

DSCF5876
Ljósin í loftinu fönguðu augun, sem og önnur falleg hönnun sem prýðir staðinn.
Glerljósin heita: Never Ending Glory og kúluljósin eru héðan samkvæmt Svönu snilla á Svart á Hvítu

DSCF5902DSCF5907

Gulur rauður grænn eða blár?
Smá sætt í lok kvölds –

DSCF5927

Það vill oft verða smá stífleiki þegar farið er á fína veitingarstaði. Apotekið leyfir casual klæðnað í flottu umhverfi sínu og býður upp á létt andrúmsloft. Ég mætti í sneakers en leið samt ekkert underdressed. Einnig voru þjónarnir léttir í lund og með bros á vör. Maður fann að þeim finnst gaman í vinnunni – mikilvægt.

Við söknuðum Helga, Ernu Hrundar, Karenar Lindar, Pöttru og Ásu Regins. Þið komið með næst!

Takk fyrir ljúfa stund Trendnetarar og takk fyrir mig Apotek Restaurant – ég kem pottþétt aftur.

xx,-EG-.

LANGAR: COPY/PASTE

Skrifa Innlegg