Karen Lind

karenlind@trendnet.is

.. kaup dagsins í Kosti.

KATIE MÆLIR MEÐ

Ég kem af og til við í Kosti en þar get ég alltaf keypt hluti sem mig vantar fyrir heimilið. Fyrir einhverjum árum hefði ég ekki þurft að taka fram að ég keypti vörurnar sjálf, en í dag er það nokkuð nauðsynlegt. Samfélagsmiðlar hafa breyst svo ótrúlega mikið undanfarna mánuði (já, pæliði.. á nokkrum mánuðum hefur svo margt breyst) að allir eru farnir að efast um allt.. kannski ekki skrýtið (“.). En þessi færsla er meira til gamans gerð & hér að neðan má sjá þá hluti sem ég keypti í Kosti.

Ziploc pokar. Ótrúlega basic kaup en samt svo nauðsynlegt að eiga þá. Hins vegar áttaði ég mig ekki á því hve fáir pokar voru í pakkningunni… ég hefði viljað hafa þá mun fleiri, enda afar vel notað á mínu heimili!

Amma og afi voru með Tide frá því ég man eftir mér.. systur mömmu líka. Eiginlega bara öll fjölskyldan eins og hún leggur sig. Ég burðaðist einu sinni með þennan hlunk í handfarangri fyrir mömmu back in the days. Þeir dagar heyra fortíðinni til sem betur fer.

Edik er æði, engin eiturefni og fleira.. en hvað á ég að gera við kanann í mér? Ég verð bara að eiga svona þrifbombu. Gain lyktin toppar auðvitað allt og þetta verður bara að vera til í mínum skápum.

Ég prófaði þessa hringi fyrir Snædísi og hún er afar hrifin. Það eru til nokkrar tegundir.

Ef einhver frá Kosti er að lesa þessa færslu, þá má endilega kaupa stærri umbúðir af þessum uppþvottalegi. Þessi dúlla er sýnishorn (236ml).. þar sem þetta er svo lítið keypti ég sex stykki.

Ég ætla ekki að segja heimsins bestu beyglur (því þær eru í NY), en þetta eru bestu beyglur sem eru í boði á Íslandi. Þær eru djúsííí! Ristaðar, með nóg af smjöri og þá eru allir í toppmálum.

.. nauðsynlegir pokar!

Listerine í stórum umbúðum!

… rautt eucalyptus

HEIMILIÐ MITT

Mamma var með endalaust af eucalyptus í kringum miðjan tíunda áratug 20. aldar.. hahaha.. nei ég var nú aðeins að grínast með lýsinguna.. en þegar ég var um 10-14 ára var heimilið hlaðið rauðu eucalyptus. Ég spurðist fyrir um þá tegund í nokkrum verslunum hér heima en hún var hvergi til. Vinkona mín bauðst til að kaupa handa mér búnt í NYC sem ég þáði að sjálfsögðu. Ég átti pínu bágt með að þiggja boðið, enda ekkert sérstaklega gaman að þramma um NY yfir sumartímann með blómabúnt!? Sjálfri finnst mér lítið mál að gera öðrum greiða en að þiggja hann er annað mál.

Rauðfjólublái liturinn er extra fallegur og passar vel inn til mín. Mig langaði ekki í grænan því hann myndi einhvern veginn falla of mikið inn í umhverfið þar sem veggirnir eru gráir. Búntið er það stórt að ég kom greinunum fyrir í þremur vösum og nú prýða trjágreinarnar baðherbergið, borðstofuna og eldhúsið.

Stærðin á greinunum er ekkert grín, eflaust rúmur hálfur metri. Ég þyrfti helst að saxa aðeins neðan af greinunum en eins og sjá má á neðstu myndinni er þetta kannski örlítið of langt (“.)..

Ódýr vasi fær makeover

DIYHEIMILIÐ MITT

Hvar hef ég verið? Það er góð spurning. Ég var löglega afsökuð, enda margt búið að vera í gangi hjá mér.. sumt jákvætt, annað frekar neikvætt og tók vel á andlegu hliðina. En ég er öll að braggast, en á meðan maður stendur í erfiðleikum finnst mér gott að draga mig til hlés og vera í kringum fjölskylduna.

Ég keypti ódýran vasa um daginn í svipaðri verslun og Góði Hirðirinn. Mér finnst æðislegt að fara í svona vintage verslanir, enda finnur maður gjarnan hluti sem sjást ekki annars staðar. Ég keypti vasann fjólubláan, með það í huga að mála hann í sama lit og við erum með á allri íbúðinni. Sá litur heitir Sandur og er eftir Rut Káradóttur arkitekt.

Vasinn er stór, eða um 30 cm hár þó myndirnar bendi til annars. Það sjást penslaför á vasanum en það kemur vel út. Satt að segja kom vasinn betur út en ég bjóst við.. og mér finnst alveg extra flott að hafa hann í sama lit og er á veggjunum!

Annars tíndi ég klófífu síðastliðið sumar og sá vöndur lifir enn og heldur fegurð sinni. Klófífuna var ég með í öðrum vasa sem ég keypti einmitt í Góða Hirðinum (ég kannski sýni ykkur hann bráðlega). Þar sem mér finnst klófífan alveg brjálæðislega flott ætla ég að tína í annan vönd og lita hann svartan eða bleikan.

Þangað til næst, sem verður vonandi sem fyrst!
xxx

The Carter Push Party

BEYONCÉ

Í fyrradag hélt Beyoncé eins konar barnasturtu (baby shower) nema hún var frábrugðin týpískri barnasturtu að því leytinu til að faðirinn eða Jay-Z var viðstaddur. Þegar faðirinn er viðstaddur kallast boðið “Push Party” en nafnið er dregið af “Push Present” sem er gjöf sem tilvonandi faðir gefur móður fyrir eða eftir fæðingu barns. Halló Davíð, hvar er mín gjöf? :)

Eins er þetta partý (Push Party) haldið nær fæðingu barnsins en barnasturtan sjálf. Svo það gefur til kynna að ekki sé langt í tvíburastrákana þeirra hjúa. Barnasturta er aðeins haldin fyrir fyrsta barn.. en push party (vá hvað mig vantar íslenska orðið) er haldið hvort sem það á við fyrsta, annað eða þriðja barn.. (nú eða fleiri). Partýið er frjálslegra, en pælingin er sú að stuð og stemning sé ríkjandi en ekki endilega þetta formlega mömmuspjall sem einkennir barnasturtuna.

Ég er strax farin að fíla þetta concept mun betur en barnasturtu. Ég sé fyrir mér kampavín og osta og fjör! Mér lýst allavega betur á þessa hugmynd en “bleiku” og “bláu” partýin þar sem allt er overloaded í kökum og dúlleríi, þó svo það sé vissulega skemmtilegt. En ætli barnasturtan sé ekki bara ætluð fyrsta barni þar sem push party er svo miklu skemmtilegra?

Svo virðist vera sem þema partýsins megi rekja til Nígeríu.. en þaðan er Fela Kuti, söngvari og lagahöfundur, en bæði Jay-z og Beyoncé hafa samið verk þar sem Fela Kuti var aðal innblástur þeirra. Til að mynda er lagið “End of Time” með Beyoncé eitt þeirra… og það lag er í ótrúlega miklu uppáhaldi hjá mér! Hlustið á það.. og takið eftir afríska taktinum.

Finnst ykkur þetta allt saman ekki örugglega jafn skemmtilegt og mér?

Stofudetails

HEIMILIÐ MITTHÖNNUN

Bleikt púðaver hefur verið á listanum í einhvern tíma.. ég sá til að mynda einn trylltan púða í Feldi um daginn – eða okay janúarmánuði – sem mig langaði ótrúlega að eignast. Yfirþyrmandi flottur… hann var svona nokkurn veginn “stuck on my mind” & endaði með að fara aftur í Feld en þá var hann auðvitað seldur.

Ég rakst svo fyrir tilviljun á fölbleikan lambapúða í Osló – hann á aftur á móti ekki roð í þann sem ég sá í Feldi en ég er engu að síður alsæl með hann. Ég er með blæti fyrir bleikum eins og meðbloggari minn Svana en á aftur á móti ekki mikið í bleiku. Í kaupbæti fékk ég einhvers konar dauða pöddu.. ég lá í sófanum.. og fann hana þegar ég strauk fingrunum í gegnum púðann. Oj! Ég veiddi hana úr með gaffli og var skíthrædd við hana þrátt fyrir ekkert lífsmark í blessuninni.. (“.)

Fyrr í vetur eignaðist ég draumateppið eða Fox Blanket frá Scintilla.. jú, það er örlítið bleikt í því líka. Litasamsetning á því er svo djúsí og setur smá twist á svartan sófann. Teppið er svo humongous og djúsí að það liggur við að Davíð finni mig ekki þegar ég nota það. Þetta er mögulega mesta lúxusteppið.. en það er framleitt í Skotlandi, á sama stað og ullarvörur Louis Vuitton eru framleiddar.. og mögulega ullarvörur Hermés ef ég man rétt? Leiðréttið mig endilega ef ég fer með rangt mál.

   
Púði: Fæst hér (bleiki uppseldur)
Teppi: Fæst hér
Kaffibolli: Fæst hér .. smá grín.. en ég elska þennan bolla svo þetta fær að fljóta með