fbpx

TIVOLI HEIMSÓKN

HEIMSÓKNHOMESAMSTARF
 Það var Epal á Íslandi sem bauð mér á viðburðinn.

Ég lagði leið mína í höfuðborgina, Kaupmannahöfn, á föstudaginn til að skella mér á kynningu á nýrri heimilslínu sem væntanleg er í Epal seinna í mánuðinum. Normann Copenhagen hefur hannað línu innblásna af Tívolíinu í Kaupmannahöfn sem ég hreyfst mjög af – TIVOLI by Normann Copenhagen.

Viðburðurinn fór fram í flagship verslun þeirra á Østerbro. Þetta var hin mesta skemmtun, pakkað útúr dyrum, enda tvö rótgróin dönsk vörumerki að taka höndum saman. Línan er hönnuð fyrir heimilið og inniheldur 300 mismunandi hluti sem eru innblásnir af Tivolínu fræga. Unnið verður með línuna áfram næstu árin og munu t.d. bætast við meira af húsgögnum miðað við orðið á götunni.

Hápunktur heimsóknarinnar var án efa þegar sinfoníuhljómsveit tívolísins mætti óvænt í rútu og kom undirritaðri í hamingjukast. Þið sem þekkið mig vel vitið hvernig svoleiðis skap lýsir sér.

 

Það var sérstaklega skemmtilegt að heimsækja þessa verslun því ég á góða minningu af okkur Gunna þar fyrir ca 14 árum síðan. Þá unnum við í Kaupmannahöfn yfir sumartímann við skúringar, 17 ára gömul. Cheap Monday buxurnar voru þá nýjung á markaðnum og við eltumst við að ná okkur í eintak um alla borg, þær voru uppseldar allstaðar. Við hjóluðum því þvert yfir borgina til að fara í Normann eftir að hafa heyrt að þau seldu buxurnar. Ég man ekki hvort að við fengum buxurnar en man hvað við vorum heilluð af versluninni, svo falleg! Við vorum þó litið byrjuð í heimilspælingum – þurftum bara lífsnauðsynlega að eignast þessar buxur .. haha.

Ég mæli allavega með heimsókn í verslunina ef þið eruð í höfuðborginni. Á Íslandi eru Normann vörurnar seldar í Epal en Tivoli línan er væntanleg seinna í október. Fylgist spennt með!

 

Eins og venjulega þá voru það basic vörurnar úr TIVOLI línunni sem heilluðu mig mest. Kaffibollarnir eru á óskalista og síðan voru ljósin einstaklega falleg. Þetta er mjög vel heppnað og skemmtilegt samstarf – það tengja einhvern vegin allir við Tivolíið en í línunni má finna tímalausa hágæða hönnun í fallegum formum. Ég veðja á að vörurnar verði vinsælar hjá breiðum markhóp en held einnig að Íslendingar eigi svolítið eftir að uppgötva merkið, Normann Copenhagen, upp á nýtt.

 

 

 

 

 

 

//

Last week I visited the Normann Copenhagen flagship store for their presentation on their new TIVOLI collection. The collection is inspired by the world famous Tivoli and I was really impressed, the idea is great and a good way to bring the Tivoli to your home but also timeless design made in Danmark.

I really don’t like souvenir shops and would not go into one in the Tivoli for example – but this is something else and a new way to look at it.

The highlight of the event was when the Tivoli band showed up in a buss – only good vibes.

Thank you Normann Copenhagen and Eplal.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ER BEST KLÆDDI MAÐUR DANMERKUR ÍSLENDINGUR?

Skrifa Innlegg