fbpx

ER BEST KLÆDDI MAÐUR DANMERKUR ÍSLENDINGUR?

FASHIONFÓLKFRÉTTIR

Danska tískutímaritið Euroman birti í dag topp 10 lista yfir best klæddu menn Danmerkur. Lesendur fengu það hlutverk að senda inn tillögur og dómnefnd hjá tímaritinu sigtaði síðan út 10 best klæddu. Það vakti athygli mína að sjá þar Íslending meðal þessara smekkmanna og ég var auðvitað fljót að stökkva til og kjósa ;)

Eðalmennið sem um ræðir er kaffihúsaeigandinn og viðskiptamaðurinn Friðrik Weisshappel sem þekktastur er fyrir Laundromat café. Hann hefur alla tíð verið þekktur fyrir sinn persónulega stíl og er því vel að tilnefningunni kominn.

Sigurvegarinn verður tekinn í viðtal og myndaþátt sem birtast mun í blaðinu. Ég vona því innilega að ég geti lesið um Friðrik í einu af næstu tímaritum en Gunni er vanur að fjárfesta í Euroman, sem er líklega eitt best heppnaða herrablaðið í bransanum.

Áhugasamir geta skoðað fréttina: HÉR

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

DRESS: HAUSTFLÍK

Skrifa Innlegg