Gleðilegt íslenskt sumar kæru lesendur. Vonandi áttuð þið ljúfan frídag. Þetta var svo ekki lengri vinnuvika eftir alltsaman (!)
Hér á bæ var sumarsalat í tilefni dagsins – fljótlegt, ferskt og rooosalega gott.
Hráefni
Salat, kjúklingabringa, kokteiltómatar, avakató, graslaukur, sætar kartöflur, svartur pipar & ólífuolía.
.. ekki flóknara en það!
Takk Local fyrir hugmyndina af sætu kartöflunum, það gerir salatið svo miklu betra.
Það er líka möst að nota svartan pipar og olíuna að mínu mati.
Verði ykkur að góðu.
.. Einfalt en tilvalið í sumar (!)
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg