fbpx

LÍFIÐ: TULIPOP EVENT

LÍFIÐSAMSTARFSMÁFÓLKIÐ

Takk elsku öll sem komuð við hjá mér á Skólavörðustígnum í gær – ég er svo afskaplega þakklát fyrir ykkur öll sem gáfuð ykkur tíma og kíktuð við. Sólin lét sjá sig og það gladdi mig heldur betur því þá stóð ég við loforðið sem ég gaf ykkur fyrr í vikunni, hér.
Tulipop er vinsælt meðal íslenska smáfólksins – það sannaðist í gleðinni sem skein úr andlitum barnanna sem nutu sín svo vel, þá var markmiðinu náð.
Ég leyfi myndunum að tala sínu máli.

Gjafapokarnir. Ekkert barn fór tóment heim – 

Lognið á undan storminum –


Þessi stormur var samt bara slakur – 

Gjössovel. Gunnar Manuel og Kolbrún Anna, dóttir hennar Fanneyjar Ingvars okkar – 

Fanney, Kristín Péturs, Þórunn Ívars.
Ég elskaði að hitta allar þessar power mömmur sem mættu. Vildi að ég ætti mynd af þeim öllum – 

Mömmur og pabbar .. –


Bjartur Elías Svart á Hvítuson, bræðingur – 

Þessi Andreu Magnúsdóttir frænkuskott ætlaði að kaupa upp verslunina, nýta afsláttinn ;) – 

Knúsa Ölbu sín –
Atlas Aron vinur okkar. Þið munið kannski eftir mömmu hans? Trend Pöttru – 

Ég elskaði að hafa börnin mín með í “vinnunni” – 
Krakkarnir voru báðir í Tulipop x 66°Norður bolum.
Fred er í uppáhaldi og því var GM ansi hamingjusamur að sjá vin sinn í XL útgáfu í fallegu versluninni – 

Ég klæddist kimono frá AndreA og spöngin er keypt í Lindex en margar spurðu út í það á Instagram story hjá mér.

TAKK TAKK TAKK fyrir mig, Tulipop og öll þið sem gerðuð daginn svona frábæran.

Sjáumst á ferðinni. Ég stoppa í þrjár vikur á Íslandi að þessu sinni og hlakka til að sjá ykkur fullt, bæði hér í Reykjavik þar sem ég verð að vinna helling en líka úti á landi – það er draumur minn að fá smá tíma þar með fjölskyldunni í fríi á meðan við verðum hér að þessu sinni …látum þann draum rætast. Og plís megi þetta veður haldast!

Allt á fullu HÉR alla daga.

xx,-EG-.

ÍSLENSKUR FATAHÖNNUÐUR SEM VERT AÐ FYLGJAST MEÐ

Skrifa Innlegg