fbpx

SJÁUMST Á SUNNUDAGINN Í TULIPOP

SAMSTARFSMÁFÓLKIÐ

Ég virðist kunna vel við mig á Skólavörðustígnum og ætla að halda mig þar :) 1(sjá síðustu færslu)

Ég segi ykkur því spennt frá næsta viðburð sem ég held á Íslandi en í þetta sinn mun ég standa vaktina með vinkonum mínum í Tulipop – í verslun þeirra á Skólavörðustíg 43.

Sunnudagur er uppáhalds vikudagurinn minn og þar sem ég verð ekki heima hjá mér í DK að baka bananalummur um næstu helgi þá get ég alveg eins boðið ykkur uppá nýbakaða snúða og rjúkandi heitt kaffi. Börnin mín eru miklir Tulipop aðdáendur og þið getið fundið þessar ævintýrafígúrur víða á mínu heimili. Ég hef bloggað um íslenska brandið töluvert síðustu árin og elska að halda samstarfinu við þau gangandi .. og að þið fáið að græða á því er auka plús <3

HVENÆR: SUNNUDAGINN 2.júní
KLUKKAN HVAÐ: 13:00-15:00

  • 25% afsláttur í versluninni á meðan ég stend vaktina
  • Happdrætti
  • Sjöstrand með heitt á könnunni
  • Ilmandi kanilsnúðar frá Brauð og co
  • Minute Maid djús fyrir börnin
  • Gjafapokar fyrir fyrstu 50 börnin
  • Essie sumarnaglalakk fyrir mömmurnar
  • Sápukúlur
  • Krítar á stéttinni fyrir utan

Þetta ásamt allskonar fleiru skemmtilegu fyrir okkur smáfólkið og það má auðviðtað ekki gleyma aðal atriðinu, Sólinni – ég er búinn að panta hana :) Gerum okkur glaðan dag saman!

Fyrir ykkur sem ekki þekkið til merkisins þá er Tulipop heillandi ævintýraheimur með skemmtilegum og skrítnum persónum. Þar má t.d. finna hinn hugljúfa sveppastrák Bubble sem er mikill náttúruunnandi og systur hans Gloomy sem er hugrökk og ævintýragjarn uppfinningamaður. Fred, útlaginn í hópnum, er vinsælastur á þessu heimili en þið getið lesið allt um fígúrurnar HÉR.

Ég hef sagt það áður hér á blogginu hvað ég elska að kaupa og nota íslenskar vörur, búsett í útlöndum. Þá er ég dugleg að gefa erlendum vinum mínum íslenskt. Það er því kjörið tækifæri fyrir ykkur að gera góð kaup á sunnudaginn, hvort sem það er fyrir ykkar börn eða gjafir fyrir frænkur eða frændur.

Vöruúrvalið er fjölbreytt – þau selja mikið af skóladóti sem Alba hefur notað síðustu árin, börnin eiga bæði náttlampa og síðan er borðbúnaðurinn líklega vinsælastur því ég neyðist ósjaldan til að vaska upp Fred skálina því morgunkornið má ekki fara í aðrar skálar. Þá er vert að nefna að Tulipop fór í samstarf við 66°Norður á Hönnunarmars í fyrra og þær flíkur eru enn í sölu í verslun þeirra á Skólavörðustíg og í vefverslun.

Hér að neðan eru mínar uppáhalds Tulipop vörur:

Íslenskt já takk. 

Vörulína Tulipop, sem inniheldur vandað úrval af borðbúnaði, húsbúnaði, ritföngum og fylgihlutum, hefur hlotið lof víða um heim og unnið til alþjóðlegra hönnunarverðlauna. Tulipop vörulínan er í dag seld í fjölda fallegra verslana á Íslandi auk þess að vera til sölu í 8 löndum utan Íslands. Allar vörur er jafnframt hægt að kaupa í vefverslun Tulipop.

Börnin mín í eða með Tulipop:

Fyrsti skóladagurinn hjá Ölbu, þá búsett í Þýskalandi

Gunnar Manuel Fred sjúki

Fred og Maddy í góðum höndum

Sundays ..

Það er sjómannadagurinn á sunnudaginn og því mikið um að vera í miðbænum. Ég hlakka til að hitta ykkur öll með bros á vör.
Meira: HÉR

xx,-EG-.

 

YEOMAN HEIMSÓKN

Skrifa Innlegg