fbpx

YEOMAN HEIMSÓKN

HEIMSÓKNÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARFSHOP

Þó ég hafi bara stoppað í rúma tvo daga á Íslandi þá náði ég að nýta þá heilan helling. Ég gerði mér leið til Hildar Yeoman á Skólavörðustíg þar sem ég gat loksins komið við fallegar flíkur úr nýju línunni hennar. Ég var svo leið að hafa misst af dásamlegri tískusýningu hönnuðarins í vor en ég sagði ykkur frá sýningunni HÉR og TrendNÝTT og AndreA skrifuðu um sýninguna HÉR og HÉR. Línan er ævintýraleg, úr fallegum efnum og góðum sniðum, eins og henni er von og vís. Hildur passar upp á að allir passi í hönnun sína því sniðin eru margskonar og allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér að neðan er brotabrot af úrvalinu og HÉR getið þið séð mig máta á Instagram story (líka í highlights).

Nú eru útskriftir framundan og ætti færslan því vonandi að geta aðstoðað einhverjar ykkar í kjólaleit –

Það eru ekki allir sem vita af þessum góðu skyrtum sem eru alltaf fáanlegar í YEOMAN. Koma bæði svona stuttar og síðar (eins og kjóll) – mæli með!

Skyrta: Hildur Yeoman, Pils: Hildur Yeoman

Ef þú ert að fara að útskrifast eða í útskrift þá þarftu ekkert annað en þennan jakka og málið er dautt.
Pallíettu jakki drauma minna ..


Blazer: Hildur Yeoman

Mig langar svooo í þennan ..


Kjóll: Hildur Yeoman

.. en er með valkvíða, því mig langar líka mjög mikið í þennan!

Kjóll: Hildur Yeoman


Ég myndi klæðast þessum hlýrakjól með skeljaprinti á tánum í Nauthólsvík (*hóst* þegar veður leyfir) en dressa hann svo við kimono blússu um kvöldið, eins og ég geri hér.

Kjóll: Hildur Yeoman, Blússa: Hildur Yeoman

.. hér er sama print í síðkjól. Mjög skotin!

Æ þetta veður gerir allt svo miklu betra. Reykjavík er fallegasta borg í heimi á svona sólríkum degi, njótið lífsins öll sem fáið að njóta hennar þessa dagana.

Ég hefði getað mátað svo miklu meira en reyndi að velja mín uppáhalds lúkk og leyfa ykkur svo að skoða hinar flíkurnar sjálf. HÉR getið þið skoðað nýju heimasíðuna sem gerir útlendingum, íslendingum í útlöndum (eins og mér) og fólki út á landi kleift að kaupa Íslenska hönnun beint úr sófanum – ég eeeelska netverslanir, þó mér finnist gaman að máta af og til.

https://hilduryeoman.com

Takk fyrir mig Hildur.
Áfram Ísland!

xx,-EG-.

These shoes are made for walking

Skrifa Innlegg