fbpx

These shoes are made for walking

SHOP

Ég ætlaði að sofa á þessu í nótt … og núna er sú nótt liðin. Eru fleiri en ég með skóblæti? Ég get ekki hætt að hugsa um þessa támjóu sem kölluðu á mig úr hillunni í GK Reykjavík þegar ég heimsótti verslunina í fyrsta sinn á Hafnartorg í gær. Ég þekkti ekki merkið sem heitir Flattered og er enn ein sænska snilldin – hannaðir í Svíþjóð, framleiddir í Portúgal. 

Blazer: Filippa K, Buxur: Weekday, Skór: Flattered


Nei eða Já?

… langt síðan að ég hef gert svona póst. Bloggað í beinni var algengara hjá mér aður fyrr en hefur minnkað – kannski í takt við aukin online kaup hjá mér. Einnig er kannski vert að taka fram að þetta er ekki samstarf, bara mitt uppáhald í þessari GK heimsókn.

Ég myndi klæðast þeim í kvöld við laugardagslúkkið, þið líka?
… Langar!

xx,-EG-.

DRESS: Ó BORG MÍN BORG

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. AndreA

    25. May 2019

    Must buy