fbpx

DRESS: Ó BORG MÍN BORG

DRESSSAMSTARF
Fötin í færslunni eru gjöf frá Weekday

Þegar það er mikið að gera á tíminn að líða svo hratt – er það ekki? Ég er sest inn í flugvél eftir tveggja og hálfs dags vinnuspan á Íslandi og mér líður eins og ég hafi verið í viku. Ég náði að áorka svo miklu á stuttum tíma. Ég hef verið að segja á léttu nótunum í mínum síðustu ferðum að veðrið sé ekki minn besti vinur þegar ég kem í heimsókn. Eins gott að ég sagði eiginlega engum frá því að ég væri væntanleg í þetta sinn, því ég náði aldeilis að plata sólina með mér frá DK og ég skil hana líka eftir í Reykjavík ef marka má veðurspánna.

Ég elska elska elska þessa borg á svona dögum, hér blinduð af kvöldsólinni.


Ég er ekki vön að klæðast einungis einu brandi en var beðin um að mæta í Weekday frá toppi til táar þetta kvöldið – það gekk upp afþví að ég fann mér fínt dress :)

Toppur: Weekday, Kimono: Weekday, Buxur: Weekday, Skór: H&M Studio, Veski: Weekday

Takk fyrir mig að þessu sinni kæra Reykjavík. Sjáumst soon.

xx,-EG-.

DRESS: WEEKDAY PRE OPNUN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    25. May 2019

    flottust ! x