Elísabet Gunnars

LÍFIÐ: 2016

DRESSLÍFIÐ

English version below

Fyrsti mánudagur ársins leggst bara vel í mig eftir notalegt frí með fjölskyldunni síðustu daga. Vonandi eruð þið sama sinnis, tilbúin í nýja vinnuviku.
Big mama fagnaði áramótunum sérstaklega vel að þessu sinni, vitandi að 2016 á eftir að gefa okkur stóra gjöf (núna á næstu dögum)lítinn prins í fangið á móður. Við fögnuðum í fyrsta skipti nýju ári hér úti en það er víst ekki komist hjá því þegar maður kemur frá litlum eyjaklasa á Atlantshafi og komin 39 vikur á leið. Þá er bannað að fljúga …

IMG_0637
Ég klæddist náttslopp sem keyptur var sama dag í H&M, hann paraði ég saman við Malene Birger buxur sem ég keypti í haust frá Evu (gætu verið á úsölu núna?) ..
Alba klæddist kjól frá Zöru og dreifði með honum glimmeri um allt hús þetta kvöldið, hárspöngin er frá H&M.
Herra Jónsson var töffari í Won Hundred skyrtu frá GK Reykjavik – einföld með kínakraga sem setur punktinn yfir i-ið.
Allt sést þetta illa á myndum því ég var í svart/hvítu stuði á vélinni.

IMG_0630 IMG_0631

2 0 1 6 blöðrurnar voru keyptar á 2.50 Evrur (!! ótrúlegt verð) frá TED sem er einskonar hundraðkallabúð hér í Þýskalandi. Ég bara verð að taka það fram því ég var svo ánægð með skreytinguna sem enn lifir í eldhúsglugganum. Ég veit að Partýbúðin selur þessar blöðrur heima. Komst að því þegar ég keypti 6 ára blöðru fyrir heimasætuna á afmælisdegi fyrr á árinu (sú kostaði samt sem áður meira en 2.50).

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur – takk fyrir það liðna. Vonandi fór árlegi annállinn ekki fram hjá ykkur, þar tók ég saman top15 færslur ársins. Meira: HÉR

//

Some of you have asked for a english verision of my posts. I will try to put some sentences in every publish from now on.
First blogpost this year is from big mama. Now I am 39 weeks pregnant and waiting for the prince to arrive. We celebrated new year at home for the first time. When you come from Iceland you need to fly over sea and that is no chance in my case these days.

On New Years Eve I wore bathrobe from H&M and trousers from Malene Birger.
Alba wore dress from Zara – glitter all over the place, thank you very much.
Jonsson wore new shirt from Danish label Won Hundred – I like the Chinese collar – lovely detail.

Happy new year to all of you.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

BLOGG ANNÁLL 2015

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Louise

    5. January 2016

    It’s a really pleasure to understand you ! Thank you !