fbpx

HÁR Á 5 MÍNÚTUM Í BOÐI SEBASTIAN

BEAUTYLÍFIÐ

 

Ég fékk að heimsækja og kynnast hárvörumerkinu Sebastian í Stokkhólmi núna í vikunni og heimsóknina getið þið fundið í “highlights” á Trendnet story á Instagram. Vörumerkið hefur verið í sölu í mörg ár og er eitt það þekktasta innan hárgreiðslubransans. Það var sænski snillingurinn Jonathan Strang sem tók á móti mér í flottu sýningarherbergi þeirra í höfuðborginni – maður með langa reynslu af merkinu og veitti mér innblástur með frásögn sinni.

Árið 1960 snérist allt um tilraunastarfsemi. Litir og form pössuðu það illa saman að fólki ofbauð, pilsin styttust, og kröfur fólks jukust. Þá hófst bylting sem virtist engan enda ætla að taka. Skrautlegasti áratugur sem heimsbyggðin hefur séð var að hefjast og hann átti síðan eftir að verða skemmtilegri og skemmtilegri. Hárstílisti frá LA Geri Cusenza kom inn í 8. áratuginn fullur af krafti og hugmyndum um að breyta hippatískunni yfir í djarfari hártísku. Sebastian var stofnað með dirfsku sem útgangspunkt og “að hugsa út fyrir boxið” hefur haldið sér allar stundir síðan.

Sebastian er því gamalgróið fyrirtæki. Það sem fólk kannski ekki veit er að þau voru ein þau fyrstu til að finna upp sléttu- og krullujárnið. Það er fræg sagan af því þegar Geri reyndi að style-a Barbra Streisand heilan dag án árangurs, það varð til þess að þau fundu upp “vöfflujárnið” sem sló heldur betur í gegn. Í kjölfarið unnu þau mikið með óskarsverðlaunahafanum vinsæla sem kom þeim á kortið og síðar gáfu þau út hárvörurnar sem þau eru svo þekkt fyrir í dag, Sebastian Professional.

Ég fann þessa með yfirskriftinni “Le Crimp C’est Chic” / Vöfflurnar eru kúl

Í heimsókninni var ég svo heppin að fá að setjast í stólinn í mýflugumynd þegar þau fengu að fikta í hárinu á mér og notuðu til þess tvær vörur sem geta frískað upp á lúkkið á fimm mínútum – þurrsjampó og Shine Define sem er silkigljái í spreyformi. Það heppnaðist svona líka vel og tók án gríns bara 5 mínútur (!)
Ég er með mikla liði í hárinu og fékk með mér heim allskonar efni sem eiga að hjálpa til við að ýkja þá .. spennandi.

//

I visited Sebastian in a one day trip to Stockholm. I was impressed by their story and didn’t really know that the brand was this big. Below you can see how they gave my hair fresh look in 5 minutes with dry shampoo and the Shine Define spray.

 

 

Ég fékk nokkrar vörur með mér heim til að prufa en ætla að byrja á því að nota þessar því að mér sýnist þær henta mér vel. Ég er strax heilluð af hárspreyinu og húkt á lyktinni af olíunni, sem er eina varan sem ég hef prufað áður frá merkinu.

Olíuna nota ég í blautt hárið strax eftir sturtu og shine spreyið er mesta snilld til að fá þetta ferska lúkk – sama hvernig hár þú ert með!

Takk fyrir mig Sebastian!

Ég mæli með því að lesendur Trendnet fylgist vel með á samskiptamiðlum um helgina þar sem við munum gefa og gleðja mjög marga heppna fylgjendur – vei!
Sebastian fæst á flestum betri hárgreiðslustofum.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

501

Skrifa Innlegg