NEW HAIR

HUGMYNDIRLOOKNEW IN

Fyrir helgi tók ég stóra ákvörðun þegar ég ákvað að breyta til og fara aftur í dökka hárlitinn. Hugmyndin að breytingunni kom upp þegar hárgreiðslustofan Modus bauð mér í heimsókn. Þið sem fylgið mér hér á Trendnet þekkið mig bara sem ljóshærða en ég hef áður verið dökkhærð og fílaði það vel. Hárið mitt var orðið rosalegt þreytt & illa farið og því var þetta tilvalið tækifæri að stökkva á.

Ég er sjúklega ánægð með breytinguna & gæti eiginlega ekki verið ánægðari með hárið mitt. Elín Björg á Modus litaði mig & klippti en ég hef farið oft áður til hennar og er alltaf ánægð með útkomuna. Takk fyrir mig Modus!

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamaggaimg_9863

AÐVENTUGJÖF #1

BEAUTY

UPPFÆRT
Takk fyrir frábæra þáttöku hér að neðan …

Með hjálp random.org hef ég fengið upp þá fimm heppnu sem fá gjöf frá Maria Nila. Það var ánægjulegt að sjá eitt strákanafn meðal vinningshafa.
Vinsamlegast hafið samband á eg@trendnet.is með fullu nafni og heimilisfangi.

Elsa Petra

Guðrún Jónasdóttir
Ásthildur Emma Ástvaldsdóttir

Daníel Godsk Rögnvaldsson
Sigríður Margrét Einarsdóttir


Fylgist með um helgina þegar ég gef gjöf númer tvö –

__________

Góðan daginn kæru lesendur. Sunnudags-sjúka konan vaknaði sérstaklega hamingjusöm í morgun. Aðventan er runnin upp og ég tek þessum tíma fagnandi með því að kveikja á fyrsta kertinu, þrífa kotið og hækka í jólalögunum.
Eins og fyrri ár held ég í góða hefð hér á blogginu og mun gleðja mína lesendur vikulega fram að jólum. Þið eruð líklega ánægð að heyra þær fréttir? Ég hef allavega fengið góð viðbrögð hingað til. Gleðjum á aðventunni  <3

15218506_10154974414493287_378756526_n

Í haust var ég í algjörum vandræðum með hárið á mér og skrifaði póst um það á bloggið (hér). Ég fékk mörg góð tips frá ykkur um hvaða hárvörur væri bestar til að laga þetta vandamál en prufaði síðan sænskar náttúrulegar hárvörur sem eru meðal þeirra vinsælli hér í sænska landinu mínu – frá Maria Nila. 

Ef ég á að vera hreinskilin þá hefur hárið á mér sjaldan verið í betra ásigkomulagi, þó ég megi enn skammast mín fyrir þann litla tíma sem ég eyði í að greiða niður úr því. Það er svona þegar maður hefur mikið að gera með krefjandi barn og mikla vinnu á herðum sér – það finnst lítill tími í dekur fyrir sjálfa mig. Hárið á mér er þó í allt öðru standi og því er einfaldara að ráða við það þegar tími til gefst, eins og í dag. Þetta eru líklega hárvörur sem ég mun koma til með að nota í framtíðinni. Allt annað að sjá mig ;)

Hæ héðan –

 

img_9171img_9173img_9175

Ég var svo heppin að fá Maria Nila til að bjóða uppá fyrstu Aðventugjöfina. Ég hlakka mjög til að leyfa ykkur að prufa líka! Þið sem hafið áhuga megið endilega taka þátt í þessum lauflétta leik.

5 heppnir lesendur fá veglegar gjafaöskjur sem innihalda True Soft sjampó, True Soft næringu og Argan olíu – þær vörur sem ég er sjálf að nota.

Eigið góðan dag með ykkar fólki!

LEIKREGLUR

  1. Smellið á deila eða tweet hnappinn neðst til hægri í færslunni.
  2. Skiljið eftir komment við færsluna.Ég er @elgunnars á instagram – follow me! (ekki skilyrði til að komast í pottinn)

//

It’s time to light up the first candle. One of my favourite time of the year!
It has been a tradition to give my readers some gift on the advent. The first one will be from Maria Nila – the natural hair products from Sweden. I have been using them for a while now and I really can see some difference on my hair. Some weeks ago my hair was a disaster and it’s on the right track now. To have a chance to win the products you need to share this post and leave a comment on it.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HEILBRIGT HÁR

BEAUTYINSPIRATION

Hér talaði ég um að ætla ekki að leika eftir dreddana sem Marc Jacobs bauð uppá í tískusýningu sinni fyrir næsta sumar. Ég er þó á góðri leið með það ómeðvitað.

Hárið á mér hefur aldrei verið eins flókið og það er nú. Ástæðan er sú að ég hef ekki gefið mér tíma né haft tök á að hugsa nógu vel um það síðustu vikurnar, mánuðina. Það er voða þægilegt að greiða það bara uppí snúð eða tagl og láta þar við sitja. Ég fékk þó aldeilis að kenna á því núna þegar ég loksins teygði mig eftir hárbustanum því ég hef eytt síðustu tveimur klukkustundum að greiða úr flækjunni. Og það gengur ekki vel …

Hér sit ég og skoða heilbrigð hár á Pinterest. Innblástur minn fyrir helgina.

Mér datt í hug að nota bloggið til að spyrjast fyrir um hvaða hárvörur þið notið eða mælið með? Verkefni helgarinnar er að kaupa mér góða næringu og  minna mig svo á að þetta megi ekki koma fyrir aftur.

//

What hair product do you use – could you give me a tip? I have not been treating my hair last weeks, months and it is chaos. I haven’t brushed it for a while and I always take the easy way and put it up in the morning. Now I am close to getting some dreadlocks which is impossible to brush.
My inspiration for the weekend are some pictures of healthy hair –

 

 

Góða helgi.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HNÚTUR Í HÁRIÐ

FASHIONMAGAZINETREND

Hnútur í hárið er einföld lausn að greiðslu inn í helgina, mánuðinn, haustið ….

Hnuturihar

Þegar sumarið kveður vex stundum upp löngun eftir útlitsbreytingum. Hárið verður oft fyrir valinu og þá þarf ekki alltaf að fara í stórvægilegar breytingar. Búum til ferskara útlit með einföldum leiðum. Við getum byrjað á að skoða greiðslur og leitað þannig af ferskum innblæstri.

victoria-beckham-fw15 victoria-beckham
Victoria Becham FW15 –

Við erum ekki allar með galdra í fingrunum þegar kemur að hári og þá eru einfaldar lausnir vel þegnar. Með því að fletta í gegnum hausttrendin þá er lausnin fundin. Á pöllum hátískunnar mátti sjá svokallað hálft tagl hjá mörgum hönnuðum – einfalt en á sama tíma smart.
Victoria Beckham steig fyrst á stokk og í kjölfarið mátti finna greiðsluna víða. Einu skilyrðin eru að hafa teygju til taks og hár í þeirri sídd að það nái í tagl. Greiðslan er síðan nokkuð frjáls og hægt að poppa hana upp og niður eftir tilefnum. Þægilegra verður það ekki!

Skoðið myndirnar og finnið þann hnút sem hentar ykkur best. Svo er bara að prufa sig áfram.
Hafið í huga að engin aðferð er réttari en önnur.

eckhaus-lattafw15
Eckhaus Latta FW15

Hugmynd1
Teygjan sett í þannig að hann rétt haldist neðst í hári –

Hugmynd2
Slepptu því að greiða hárið og búðu þannig til tættari hnút –

Hugmynd3
Það er einfalt að fela teygjuna með því að snúa litlum lokk yfir í lokin –

Hugmynd4
Notum sléttujárn og greiðu til að ná þessu lúkki –

sunofw15
Suno FW15

5c71c7dc38f0eb87799fcb497c84652d

Greiddu vel í báðum hliðum fyrir fínni tilefni –

 

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

VORHÁR

INSPIRATION

Sumarklipping getur gert kraftaverk.

Það skiptir ekki öllu máli hvað er í tísku (hafið það í huga) heldur hvernig þú fílar þig best. Svo lengi sem þú ert með flotta klippingu og ferskan hárlit þá kemstu betur upp með að láta það þorna náttúrulega (þegar við þurfum að kæla okkur á blíðviðrisdögum) – það kann ég að meta.

Nú fer að líða að þessum tíma árs … og það er kominn tími á mig hér sólarmegin við hafið.

Hér eru hugmyndir – fyrir okkur allar, sama hversu ólíkar við erum.

Eina vandamálið fyrir mig er að ég treysti ekki hverjum sem er til að eiga við hárið á mér. Ég hef nefnilega lent illa í því að setjast í vitlausan hárgreiðslustól. Nú síðast í mars þegar ég gekk út með grænt hár (!!) hjá annars ágætum þjóðverja.
… Blessunarlega gat Maggi (minn) lagað þau mistök.

Vorhár er næst á dagskrá.

xx,-EG-.

LÍFIÐ: JÓLAKLIPPING

LÍFIÐ

Þvílíkur léttir … ég fór í langþráða jólaklippingu fyrir helgi, en hárið var búið að vaxa extra hratt núna í haust. Þegar maður loksins þorir að klippa vel af því einu sinni þá verður ekki aftur snúið. Það er allavega þannig í mínu tilviki en þið munið eflaust einhver eftir því hversu sítt hárið á mér var í mörg ár. Mjög mörg ár. Í dag er raunin önnur.

Hér í Þýskalandi skottast ég uppá næsta horn en þegar ég er á Íslandi þá er hugsað vel um mig hjá Magga á Solid.

10846598_10152566252832568_1985852304_n 10822328_10152566252822568_1453391566_n
Næst tek ég meira.

Jólaklipping er algjört must, ár hvert. Líka fyrir ykkur sem eruð alltaf að safna ;)

Klipping er holl fyrir hárið.

xx,-EG-.

TREND: LOW BUNS

TREND

Stundum þegar maður nennir ekki að eiga við hárið þá er voða gott að henda því í snúlla. Ég hef verið ansi dugleg við það í gegnum tíðina – kannski einum of. En þar verður engin breyting á … nema kannski hvernig snúlla um ræðir.
Áður fyrr tók ég hárið alltaf upp á höfuðið en uppá síðkastið hef ég reynt að breyta til og held honum lægra – í einskonar low bun.

Persónulega vil ég hafa hann sem mest lausan … helst þannig að hárið virðist úfið.

10744823_10152507228067568_966172315_nphoto 310744848_10152507225142568_110996130_n10749516_10152508101467568_2037110092_n

Ég er farin að sjá snúllann útum allt og því örugglega hárgreiðsla sem hægt er að flokka undir “haust trend”. Hér að neðan fáum við nokkrar hugmyndir sem sýna að snúllinn þarf ekki bara að vera settur upp “í flýti” eins og ég á til. Hann lúkkar líka mjög vel við fínni tilefni. Kannski þarf maður bara að æfa sig betur …

Sitt sýnist hverjum.

 xx,-EG-.