fbpx

VORHÁR

INSPIRATION

Sumarklipping getur gert kraftaverk.

Það skiptir ekki öllu máli hvað er í tísku (hafið það í huga) heldur hvernig þú fílar þig best. Svo lengi sem þú ert með flotta klippingu og ferskan hárlit þá kemstu betur upp með að láta það þorna náttúrulega (þegar við þurfum að kæla okkur á blíðviðrisdögum) – það kann ég að meta.

Nú fer að líða að þessum tíma árs … og það er kominn tími á mig hér sólarmegin við hafið.

Hér eru hugmyndir – fyrir okkur allar, sama hversu ólíkar við erum.

Eina vandamálið fyrir mig er að ég treysti ekki hverjum sem er til að eiga við hárið á mér. Ég hef nefnilega lent illa í því að setjast í vitlausan hárgreiðslustól. Nú síðast í mars þegar ég gekk út með grænt hár (!!) hjá annars ágætum þjóðverja.
… Blessunarlega gat Maggi (minn) lagað þau mistök.

Vorhár er næst á dagskrá.

xx,-EG-.

FATASALA DAGSINS

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Hafdís

  27. April 2015

  Ég reyndi einu sinni að setjast í stólinn hjá Þjóðverja með uppskrift af litun með mér en endaði með svakalega gult hár!! Ég veit ekki hvað þeir gera hérna en ég mun ekki fara aftur í stól hjá Þjóðverja :)

  • Elísabet Gunnars

   27. April 2015

   Oh – Glatað … !!

   Ég lita alltaf barar rótina með sama litnum svo ég bara skil ekki hvernig hann gat klúðrað þessu hjá mér. EN ég lærði á því, heldur betur!