fbpx

HEILBRIGT HÁR

BEAUTYINSPIRATION

Hér talaði ég um að ætla ekki að leika eftir dreddana sem Marc Jacobs bauð uppá í tískusýningu sinni fyrir næsta sumar. Ég er þó á góðri leið með það ómeðvitað.

Hárið á mér hefur aldrei verið eins flókið og það er nú. Ástæðan er sú að ég hef ekki gefið mér tíma né haft tök á að hugsa nógu vel um það síðustu vikurnar, mánuðina. Það er voða þægilegt að greiða það bara uppí snúð eða tagl og láta þar við sitja. Ég fékk þó aldeilis að kenna á því núna þegar ég loksins teygði mig eftir hárbustanum því ég hef eytt síðustu tveimur klukkustundum að greiða úr flækjunni. Og það gengur ekki vel …

Hér sit ég og skoða heilbrigð hár á Pinterest. Innblástur minn fyrir helgina.

Mér datt í hug að nota bloggið til að spyrjast fyrir um hvaða hárvörur þið notið eða mælið með? Verkefni helgarinnar er að kaupa mér góða næringu og  minna mig svo á að þetta megi ekki koma fyrir aftur.

//

What hair product do you use – could you give me a tip? I have not been treating my hair last weeks, months and it is chaos. I haven’t brushed it for a while and I always take the easy way and put it up in the morning. Now I am close to getting some dreadlocks which is impossible to brush.
My inspiration for the weekend are some pictures of healthy hair –

 

 

Góða helgi.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

JUSTIN BIEBER KLÆÐIST JÖR Í TÍSKUBORGINNI

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Steinunn Edda

  23. September 2016

  CLAY línan frá Elvital er dásamleg & líka Minu línan frá Davines! (næringin & hair serumið sérstaklega) <3

  Annars held ég að þú myndir klárlega púlla dredda ;) xx

  • Elísabet Gunnars

   23. September 2016

   TAKK fyrir tipsið Steinunn Edda!!
   Haha .. jaa ég held ekki.

 2. Nanna

  23. September 2016

  Blonde Angel djúpnæringin frá Kevin Murphy var gamechanger fyrir mig! Hef hana í í 7 mín og gefur gráan lit (fjarlægir gula tóna) og hárið verður sjúklega mjúkt!

  • Elísabet Gunnars

   23. September 2016

   Ú hljómar ansi vel. Takk fyrir ábendinguna.

 3. sigridurr

  23. September 2016

  Mæli með djúpnæringu frá Fudge, & bara allt með Fudge. Bjargaði hárinu mínu alveg eftir aflitun alvegna. x