fbpx

FULLKOMLEGA ÓFULLKOMIÐ HÁR Á 5 MÍN

HÁRSAMSTARF
*Færslan er í samstarfi við Sebastian Professional

Halló! Mig langaði að deila með ykkur vöru sem ég er búin að vera nota til þess að ná fram “messy hair” eða þessu fullkomlega ófullkomna hár útliti. Þetta er nýtt endurmótanlegt texture sprey frá Sebastian Professional sem heitir SHAPER ID og er ótrúlega einfalt í notkun. Ég er með mjög fíngert og slétt hár og það helst nánast ekkert í hárinu mínu nema ég spreyi tonn of hárlakki. Mér fannst ég aldrei hafa náð þessu “messy hair” úliti eða þangað til ég prófaði þetta sprey. Það má nota það í bæði rakt eða þurrt hár til að ná fram þessu fullkomlega ófullkomna hár útliti. Síðan er algjör snilld að nota þetta til að endurmóta krullur gærdagsins.

HOW TO 

– Þurrt eða rakt hár

– Ég spreyja vörunni í lófann og nudda höndunum saman. Síðan set ég vöruna í hárið með því að klípa hárið upp. Með því að gera það kemur meira líf í hárið og myndast liðir. Eins og ég sagði þá er hárið mitt alveg renni slétt og því gaman að fá smá líf í það. Það kemur eflaust ennþá meiri liðir ef maður er með liðað hár eða krullur.

– Ég er ótrúlega hrifin af þessari vöru og fyrsta texture sprey sem helst vel í hárinu mínu.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

NÁÐU FRAM LJÓMANDI OG HEILBRIGÐU ÚTLITI

Skrifa Innlegg