fbpx

SPLASH

DRESSÍSLENSK HÖNNUN
Færslan er unnin í samstarfi við Hildi Yeoman

Til hamingju með nýju fatalínuna þína, SPLASH, kæra Hildur Yeoman. Splash kom í sölu í dag í tilefni HönnunarMars sem brátt ber að. Hvíta skyrtan, sem ég klæðist hér að neðan er flík úr línunni sem ég eeeelska. Sniðið er pörfekt og hægt að dressa upp og niður – mun nota endalaust.

Línan í heild sinni er algjör gleðisprengja, innblásin af sól, sundferðum, strandpartýum og stuði. Æi hvað ég er tilbúin í slíkt. Hér eru nokkrar uppáhalds flíkur –

Myndir: Saga Sig

Þyrfti þessar gleðibuxur til að stela lúkkinu, skyrtan er sú sama og ég klæðist í dag. Fæst: HÉR

Ný fatalína, ný print. Þetta er í uppáhaldi undiritaðrar.  Skoðið nánar: HÉR

Æ geggjað að sjá stráka klæðast Yeoman. GUD geggjaður !

LESIÐ LÍKA: HINN ÍSLENSKI GUD

One shoulder top á óskalistann minn, vá vá! Fæst: HÉR

Party Dress! Munið þið þegar ég klæddist sama sniði í gulli? Ó hvað ég elska ljósbleika litinn sem Hildur færir okkur með Splash. Fæst: HÉR

LESIÐ LÍKA: ÁRAMÓTAKJÓLL

.. og bleika efnið í þessum skvísutopp, love it. Fæst: HÉR

 Friyay! Við fögnum þessu, ekki annað hægt :) Dagsins dress hjá undiritaðri –

Skyrta: Splash/Hildur Yeoman, Buxur: Wrangler vintage, Skór: Jodis by Andrea Röfn, Kaffibolli: KER

Bláu draumaskórnir eru Jodis by Andrea Röfn Drop3. Hef bloggað um þá áður en þeir voru að koma í verslanir í dag.

Eigið góða helgi.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

COPY/PASTE - HÁLFUR MÁNI

Skrifa Innlegg