fbpx

AÐVENTUGJÖF 4: SMÁFÓLKIÐ KLÆÐIST ÍSLENSKU

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARFSMÁFÓLKIÐ
Færslan er unnin í samstarfi við As We Grow á Íslandi

Ég hef verið að fá svo svakalega góða þáttöku í Aðventuleikjum þessa árs á Instagram hjá mér. Þetta er hefð sem ég hef haldið í síðustu árin og ég vel alltaf gjafir úr ólíkum flokkum svo að sem flestir af mínum fylgjendum geti tekið þátt. Allir ættu að kunna að meta allavega eina gjöf. Í ár var það HEIMILI (aarke sódavatnstæki) – HEILSA&FEGURÐ (Bláa Lónið skin care) – TÍSKA (Hildur Yeoman) og svo síðast en ekki síst  SMÁFÓLKIÐ (As We Grow)  ..

Fyrir mér eru jólin hátíð barnanna og því var kjörið að gleðja elsku smáfólkið okkar með síðustu aðventugjöfinni. Á meðan börnunum mínum finnst gaman að taka þátt í vinnunni hjá mömmu sinni þá er hægt að taka samstörfum sem þessum. Við skemmtum okkur alltaf vel og gerum okkur glaða stund úr myndatökum sem þurfa ekki að vera flóknar. Að þessu sinni var það jólasöngur heima í notalegheitum með heitt kakó á kantinum.

Það veitir mér svo mikla gleði að geta verslað við íslensk merki og við höldum sérstaklega upp á As We Grow á þessum bæ.
Við eigum svo mikið af hæfileikaríkum hönnuðum sem ég vona að þið séuð að versla við fyrir jólin.

Í samstarfi við As  We Grow gef ég íslensk klæði “FYRIR HANN” og “FYRIR HANA”  – frá toppi til táar. Það er því til mikils að vinna ef heppnin verður með þér og þínum.

HÉR  GETUR ÞÚ TEKIÐ ÞÁTT Í LEIKNUM

Æi mamman bráðnar alveg niður í gólf þegar þau klæðast í stíl  … Mér finnst As  We  Grow  fötin svo fullkomin í einmitt  svoleiðis stíliseringu og að  Alba sé sammála mér gleður mikið, við erum nefnilega ekki alltaf sammála enda er hún að  detta inn á “unglings aldur” og veit hvað hún vill <3

HÉR  GETUR ÞÚ TEKIÐ ÞÁTT Í LEIKNUM

Fjórða aðventugjöfin fór fyrr í loftið afþví að ég vildi hafa smá tíma fram að jólum. Ég mun því draga úr pottinum um helgina. Frá toppi til táar með As We Grow kemur vonandi að góðum notum til  ykkar sem fylgist með.

As We Grow selur ekki einungis fatnað á börn – þau eru að sjálfsögðu með fatnað á okkur fullorðna fólkið líka.  Ég fékk með mér teppi heim og þið finnið mig undir því þegar þessi færsla er skrifuð. Teppið er tilvalin jólagjöf og ég má gefa fylgjendum mínum 20% afslátt af því fram að jólum, með kóðanum elísabet –  verði ykkur að góðu ;)

As We Grow er með verslun í Garðastræti 2 og netverslun HÉR

Hlýjar aðventukveðjur frá mér og litla fólkinu mínu <3 hlakka til að draga úr pottinum um helgina.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram // @aswegrow á Instagram

HÉR  GETUR ÞÚ TEKIÐ ÞÁTT Í LEIKNUM

HEIMSÓKN: SELECTED Í SMÁRALIND

Skrifa Innlegg