fbpx

AÐVENTUGJÖF 3: JÓLAKJÓLL FRÁ HILDI YEOMAN

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARF

Færslan er unnin í samstarfi við Hildi Yeoman

Æ það var svo gaman að hitta ykkur öll í jólapartýii sem ég hélt með Yeoman í vikunni. Ég hef oft sagt frá því hér á blogginu hvað búðarkonan í mér saknar þess að standa á gólfinu á þessum tíma árs. Það er þar sem maður kemst í jólaskapið, innan um glaða viðskiptavini sem heimsækja verslanir í þeim tilgangi að finna drauma jólakjólinn eða fallegt í pakka undir tréð.

Ég var sjálf dugleg að máta úrvalið fyrr um daginn þegar ég gat ómögulega valið á milli lúkka. Þið getið  skoðað myndirnar af  ólíkum lúkkum hér að neðan  en ég hefði getað mátað allt kvöldið og á meira að segja einhverjar inni til að sína ykkur síðar ….

Aðventugjöf númer þrjú er jólakjóll fyrir þig, og kerti og spil fyrir þann sem þér þykir vænt um <3
Veldu nú  þann sem að þér þykir bestur ….

 

Leikurinn fór inn í gærkvöldi og hefur nú þegar fengið frábær viðbrögð. Ég hlakka til að draga út heppinn fylgjanda annaðkvöld (mánudag) … Megi heppnin vera með þér.

 

HÉR GETIÐ ÞIÐ SKOÐAÐ YEOMAN JÓLA-LÚKKBÚKKIÐ & HÉR ER HEIMASÍÐA VERSLUNARINNAR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SMÁFÓLKIÐ: AFTER SCOOL

Skrifa Innlegg