fbpx

SMÁFÓLKIÐ: AFTER SCOOL

SAMSTARFSMÁFÓLKIÐ

Ég held að þetta hafi verið eitt af uppáhalds “AFTER  SCHOOL” hjá mér mínu smáfólki þetta árið. Jólin eru svo  dásamlegur tími og það er magnað hvað heitt súkkulaði og notaleg samverustund  gefur manni mikla hlýju í hjartað. Ég vann skemmtilegt Holiday verkefni með H&M í síðustu viku, verkefni sem gaf mér tækifæri á taka börnin með mér í  “vinnuna”.  Þau völdu sjálf  fötin sem þau klæðast hér að neðan og voru  óvart í stíl  með því að bera hreindýrahorn á höfðinu. Spöngin hennar Ölbu passaði vel við pallíettujakkann sem við mæðgur elskum!! Hann er  hluti af hátíðarlínunni í eldri barnadeildinni en Alba er þarna einhverstaðar á milli barna og  unglingadeildarinnar, Devidid. Það kom mér ekki á óvart að Gunnar Manuel hafi heillast af munstraða jólasveina dressinu og ég var svo ánægð að  hann valdi nákvæmlega þetta því mér finnst það líka svo flott, við erum ekki alltaf sammála.

Pallíettu jakki: H&M barnadeild, Jólasveinadress:  H&M barnadeild, Spöng: H&M barnadeild, Gríma: H&M barnadeild

Munum að Aðventan snýst um samverustundir með fólkinu sem við elskum. Þegar þessi færsla  er skrifuð er ég með mömmuhnút í magnum eftir að hafa knúsað börnin mín bless og góða nótt áður en hélt í vinnu leiðangur til Íslands  –  þessar kveðjustundir virðast aldrei venjast sama hversu oft ég stekk frá heimilinu. Hlakka til að knúsa þau í DK um helgina þegar ég kem aftur (já þetta er mjög stutt stopp og enn styttra afþví að óveðrið setti strik í reikninginn) en hlakka til að sjá ykkur á ferðinni á Íslandi næstu daga. Þið eruð öll velkomin hingað annaðkvöld eða í showroom Sjöstrand á föstudaginn þar sem ég mun standa vaktina 12-19,

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

JÓLAPARTÝ YEOMAN

Skrifa Innlegg