fbpx

FYRSTA AÐVENTUGJÖFIN ER SÓDAVATNSTÆKI FRÁ AARKE

SAMSTARF

Ég held í jólahefðina á mínum miðlum og gef og gleð á Instagram alla sunnudaga á aðventunni. Ekki missa af stuðinu – HÉR. Mér þykir þetta falleg hefð að halda í og verð svo glöð í hvert sinn sem ég færi ykkur þessar veglegu jólagjafir. Það eru auðvitað fáir vinningshafar, fáir en mjög hamingjusamir. Ég reyni því að hafa þessa leiki eins einfalda og hægt er svo fólk geti tekið þátt án þess að þurfa að leggja mikið á sig.

Það passaði vel að gefa Aarke sem fyrstu gjöf en sódavatnstækið er á óskalista margra fyrir jólin og það gleður okkur sem stöndum á bakvið merkið mikið að sjá hversu vel Íslendingar hafa tekið vörunni. Allar sendingar hafa selt upp hratt og þeir sem vilja tryggja sér tæki fyrir jólin ættu að skrá sig á biðlista – HÉR.

Einn stærsti kosturinn við Aarke tækið er að það er ekkert rafmagn eða snúrur sem fylgja því. Mitt tæki fékk því þennan fína stað í stofunni, langt frá öllum innstungum, og ég elska það.

Hvítt – Svart – Crome – Rósagull –  Silfur

Ég dreg á morgun, fimmtudag og fylgist svo spennt með þegar ég set inn næstu Aðventugjöf á sunnudaginn.

@elgunnars á Instagram 

xx,-EG-.

DRESS: SVARTUR FÖSTUDAGUR

Skrifa Innlegg