SUMARPARTÝ Í NORR11 & GJAFALEIKUR

Íslensk hönnun

*Búið er að draga úr leiknum og var það Matthildur Víðisdóttir sem hafði heppnina með sér.

Á morgun verður haldið veglegt sumarpartý í versluninni NORR11 þar sem kynnt verður nýtt samstarfsverkefni NORR11 og Postulínu sem ég held svo mikið upp á. Þær Guðbjörg Káradóttir og Ólöf Jakobína Ernudóttir í Postulínu hafa töfrað fram fallegu kertastjakavasana sína í fyrsta skipti í svörtu, í sérstakri útgáfu sem verður eingöngu fáanleg í takmörkuðu upplagi í NORR11 og beint frá Postulínu. Ég elska samstarfið þeirra NORR11 og Postulínu en um jólin kynntu þau Svartaskóg sem ég féll kylliflöt fyrir. Þau ykkar sem hafið enn ekki kíkt við í verslunina þeirra á Hverfisgötu 18a þurfið að setja það á dagatalið enda með fallegri verslunum landsins.

Á morgun verður einnig kynnt til leiks nýtt merki til sölu í NORR11, en það verða yndisleg teppi frá As We Grow sem ég held líka mikið upp á. Þess má geta að As We Grow unnu íslensku hönnunarverðlaunin í fyrra fyrir vörur sínar og áttu þær verðlaunin svo sannarlega skilið enda gæðin mjög mikil og hönnunin frábær.

Til að fagna sumrinu með NORR11 ætlum við í samstarfi að gefa einum heppnum lesanda fallega sumargjöf, en það er stór kertastjakavasi frá Postulínu ásamt hlýju teppi frá As We Grow. Fullkomin gjöf fyrir öll sumarkvöldin sem framundan eru…

Ég get ekki beðið eftir að sjá vörurnar með eigin augum í sumarpartýinu en fyrir ykkur sem sjáið ykkur ekki fært að mæta þá kem ég til með að sýna frá því á Svartahvitu snapchat. Gjafaleikurinn er þó opinn öllum! (Sjá neðst í færslu).

Teppið frá As We Grow sem fer í sölu á fimmtudaginn er dásamlega mjúkt og hlýtt úr 100% baby alpaca ull. Fullkomið fyrir notalegar stundir heima við, upp í sófa með heitan drykk eða úti á palli á íslenskum sumarkvöldum.

Um kertastjakavasana frá Postulínu. “Það er gaman að raða hlutunum á heimilinu og nýta með nýjum hætti. Ef þú ert sammála þessu þá eru kertavasarnir okkar eitthvað fyrir þig. Blóm fara vel í þeim en sé þeim snúið við er hægt að nýta þá undir kubbakerti sem fara einstaklega vel á þeim. Engir tveir eru eins.”

Fyrir frekari upplýsingar um sumarboðið í NORR11, smellið hér.

Til að skrá sig í pottinn og eiga kost á því að vinna fallegu sumargjöfina frá NORR11 þarf einfaldlega að skrifa athugasemd hér að neðan með nafni ásamt því að deila færslunni ♡

Vinningshafinn verður dreginn út á sunnudagskvöld þann 21. maí. 

Áhugasamir geta síðan fylgt NORR11, Postulínu og As We Grow á facebook til að missa ekki af neinu.

Sjáumst á morgun!

Jólagjafahugmyndir fyrir barnið

Jól 2015JólagjafahugmyndirMömmubloggTinni & Tumi

Mér datt í hug að setja saman smá óskalista fyrir barnið og til þess að setja hann saman fékk ég smá hjálp frá syni mínum hinum 3 ára Tinna Snæ. Hann hefur nú í fyrsta sinn mjög sterkar skoðanir á því hvað honum langar í jólagjöf. Hann hefur líka bara yfir höfuð mjög sterkar skoðinir á því hvað honum langar í og hvað hann hefur bara engan áhuga á að fá. Svo ég segi ykkur það bara en barnið les nú ekki bloggið hennar mömmu sinnar enn. Við Aðalsteinn vorum búin að kaupa fullt af playmo fyrir Tinna Snæ til að gefa honum í jólagjöf og svo í afmælisgjöf, við keyptum svona hús og húsgögn til að innrétta húsið. Svo fengum við svona Playmo bækling heim og ég ákvað að tékka svona smá hvort við hefðum nú ekki valið rétt – NEI! Tinni Snær hafði sko engan áhuga á því að eignast þetta hús og var/er hugfanginn af Playmo sveitabæ svo jú mamman og pabbinn fóru með allt Playmo-ið til baka og skiptu því í bóndabæinn… Það sem maður gerir ekki fyrir börnin sín en mig skiptir það nú mestu máli að hann verði ánægður. Hann er nýfarinn að leika sér með Playmo sem mér finnst æði því það var í svo miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var lítil.

Ég gæti sko alveg sett saman lista yfir það sem mig langar í fyrir strákana en ég hef nú komist það því að ég er bar ekki alveg með það á hreinu og því best að fá hjálp frá þriggja ára stubbinum.

Svo hér hafið þið jólagjafalistann okkar Tinna Snæs…

barnalisti

Mamma Klikk eftir Gunna frænda
Maður getur nú held ég ekki gert gjafalista fyrir barn án þess að lauma þessari perlu með! Það sem ég er hreykin af því að eiga þennan stórskemmtilega og klára barnabókahöfund fyrir frænda og mér finnst alveg sérstaklega gaman að hann hafi fengið tilnefningu til íslensku Bókmenntaverðlaunanna fyrir Mömmu Klikk. Hér blandar hann Gunni saman raunverulegum sögum af dáldið sérstökum mæðrum í alveg stórskemmtilega bók. Gunni frændi eins og hann er kallaður hér og talað um stanslaust er uppáahalds frændi hans Tinna Snæs og skemmtir sér konunglega yfir þessari bók og uppá vegg hangir plakat með mynd af bókinni og að sjálfsögðu áritun frá Gunna frænda. Bók sem er mjög skemmtilegt fyrir krakka á öllum aldri og getur skapað skemmtilegar samverustundir milli foreldra og barna. Tilvalin jólagjöf! Það þarf kannski ekki að nefna það en bókin er viðbót Tinna Snæs á listann þó hann eigi hann reyndar…

Húfa frá Feldur Klæðskeri
Er þessi fallega húfa ekki bara skyldueign. Hér sjáið þið Tinna minn þegar hann var bara pínkupons með sína húfu. Hana fékk ég í Rauða Kross verslun en hún var orðin heldur slöpp svo Tumalingur fær nýja í jólagjöf frá mömmu sinni og pabba. Falleg og klassísk húfa sem heldur líka hita á litlum kollum. Mamman elskar þessar fallegu húfur og setti þessa því á listann – Tinni var sammála en ég held það hafi nú bara verið því þetta er mynd af honum.

Teppi frá Ígló & Indí
Ó þetta teppi það sem mig langar í það! Ekki það að það sé einhver skortur á teppum á þessu heimili en ég er bara svo hrifin af Organic línunni frá Ígló & Indí að ég vil mikið taka þetta uppúr jólapakka en kannski þá frekar til mín en strákanna. Tinni var ekkert sérstaklega spenntur nema honum fannst smá gaman að hann ætti nú pandabol og húfu í stíl við teppið :)

Heilgalli frá As We Grow
Þennan setti mamman óhikuð inná listann enda erum við pabbinn svo ánægð með gallann hans Tuma. Ég mæli heilshugar með þessum vörum, þær kosta smá en ég lofa því að gæðin eru svakalega góð. Heilgallann getið þið séð betur HÉR.

Viltu vera vinur minn? eftir Bergrúnu Írisi
Þessa bók settum við Tinni Snær saman inná listann. Bergrún Íris gerir held ég án efa fallegustu barnabækur sem fyrirfinnast. Mamman fékk tár í augun þegar hún las þessa dásamlega fallegu bók fyrir son sinn. Bókin er með svo fallegan boðskap og hvert og eitt barn hefur gott af því að lesa hana eða láta lesa hana fyrir sig. Bergrún setur svo fallegan boðskap í bækurnar sínar og þær eru sannar perlur sem ættu að vera inná hverju heimili. Mér finnst að börn ættu alla vega að fá eina bók í jólagjöf ef ekki fleiri. Hér er alltaf pláss fyrir fleiri fallegar bækur og þá sérstaklega frá Bergrúnu Írisi svo ég vona að hún sé nú langt frá því að vera hætt skrifum! Við Tinni Snær erum sammála að þessi eigi að vera jólagjafahugmynd fyrir aðra krakka.

Sængurver frá Fabelab
Aftur hér er mamman á ferð! Ég er bara svo skotin í þessu skemmtilega merki sem ég var að kynnast og mig langar smá í svona falleg sængurver fyrir strákana. Mér þykir svo gaman að vera með fallegt á rúmunum þeirra og ég held þeir sofi bara betur með gæðamikil og falleg sængurver. Vefverslunin mena.is selur m.a. þessi sængurver frá merkinu og ég er einmitt alltaf á leiðinni í heimsókn í búðina þeirra sem er í Mörkinni ég verð að fara að gera mér ferð!

Barnavísur eftir Hafdísi Huld og Alistair Wright
Yndislega tónlistin hennar Hafdísar Huldar er eitthvað sem ekkert barn má ekki missa af að upplifa. Þessi er á okkar óskalista en fyrri diskurinn hennar Vögguvísur er mikið spilaður í bílnum. Við fengum hann í sængurgjöf þegar við áttum Tinna Snæ og okkur fannst yndislegt hve róandi áhrif lögin höfðu á soninn sem slakaði alltaf vel á í bílnum þegar Vögguvísur var í gangi og yfirleitt steinsofnaði hann strax. Lögin eru svo falleg og mörg þeirra eru í uppáhaldi hjá mér. Ég held við yrðum mjög ánægð með þennan disk og kannski gaman að skipta stöku sinnum hinum út. Íslensk tónlist og fallegar íslenskar barnabækur er það ekki tilvalin jólagjöf :)

Hvolpasveitin!
Jú Hvolpasveitin er aðalmálið á mínu heimili og er efst á öllum óskalistum sonarins. Hann vill ekkert nema Hvolpasveitardót og hann sefur stundum með hvolpana sem hann á nú þegar í svona mini formi. Hann er búinn að læra hvað þeir heita allir og iðar af spenningi þegar hann fær að horfa á Hvolpasveitina í sjónvarpinu. Mamma og pabbi eru nýkomin með hund og Tinni er viss um að hann sé í Hvolpasveitinni og alltaf að bjarga fólki. Virkilega krúttlegt og miðað við það sem ég sé og heyri er Tinni Snær sko ekki eina barnið sem óskar sér þess heitt að eignast Hvolpasveitina. En mömmunni langar smá að gefa honum Hvolpasveitabangsa… veit einhver hvar ég fæ mögulega slíka?

Virkilega skemmtilegt að setja svona jólagjafahugmyndir saman með þriggja ára syninum. Hann er með svo sterkar skoðanir á hlutunum og yfirleitt ekki séns að fá ofan af sínum hugmyndum og pælingum sem leiðir oft til atvika eins og ég og Aðalsteinn upplifðum í Hagkaup um daginn þegar við mættum og skiptum öllum Playmo kössunum ;)

Erna Hrund & Tinni Snær

Tumadress

JólagjafahugmyndirMömmubloggTinni & Tumi

Ég á svo falleg börn – vissuð þið það? ;) En þau verða einhvern veginn ennþá sætari í fallegum flíkum og ég verð bara að fá að sýna ykkur fallega gallann hans Tumalings sem ég hef fengið mikið af spurningum um síðustu daga. Sonurinn fer ekki úr þessum en hann er alveg fullkominn fyrir veðrið útí núna og þennan mikla kulda. Hann er alltaf heitur þegar hann kemur inn en aldrei kófsveittur.

Screen Shot 2015-12-05 at 3.55.47 PM

(eruð þið búnar að taka þátt í fabelab leiknum þar sem þetta fallega teppi er í boði – ég dreg út í dag;))

Gallinn er úr Alpaca ull sem er ull sem heldur hlýju en hún andar, hún er ofboðslega mjúk svo honum klæjar ekkert og já nú þegar tanntakan er hafin virðist honum finnast alveg sérstaklega gaman að naga hann en þá fær mamman smá tremmakast því flíkin er nú alltof falleg til að naga!

Ég get sko sagt ykkur það að það er gott að eiga góðar vinkonur, þær María, Gréta og Guðrún konurnar á bakvið As We Grow hafa verið í uppáhaldi hjá okkur mæðginunum síðan við hittumst fyrst. Maríu kynntist ég í uppsetningunni á Grease árið 2009 og hefur hún verið mér svo góð alla tíð síðan þá og Grétu og Guðrúnu kynntist ég síðar þegar þær kynntu mig fyrst fyrir vörunum þeirra fyrir rúmum tveimur árum síðan. Síðan þá hafa þær reynst okkur svo vel og glatt okkur með fallegum vörum af og til og gáfu okkur Tuma þennan dásamlega galla fyrir stuttu.

Ég held það séu varla til nógu mörg jákvæð lýsingarorð til að lýsa þessu fallegu vörum, gæðum þeirra og notagildi. Enda er ég liggur við stoppuð útá götu ef það sést glitta í gallann svo fólk geti nú fengið að vita hvaðan hann er. Hrósin eru yfirleitt tengd því hvað barnið er fallegt og hvað það er sérstaklega fallegt í þessum fallega galla :)

tumadress2

Mér finnst svo gott að vera með þann litla í svona heilgöllum svo ég er auðvitað mjög ánægð með þennan prjónaða heilgalla. Hann er fyrir 6 mánaða og eldri miðað við stærðina og það er nú bara flott að byrja að nota svona sem fyrst og bretta bara uppá svo maður geti notað allar þessar fallegu flíkur.

tumadress5

p.s. engar áhyggjur þó molinn sé vettlingalaus því úti var hann í hámark 2 mínútur á meðan smellt var af mynd fyrir jólakort fjölskyldunnar. Alpaca ullin í þessari gersemi hélt honum hlýjum – alveg dásamleg ull!

Sem mamma get ég gefið As We Grow vörunum mín allra bestu meðmæli og þetta eru einhver vönduðustu föt sem til eru fyrir þessi litlu kríli og tilvalin í jólapakkann. Gallann og peysuna nota mínir menn óspart og ég hleypi Tinna Snæ meirað segja í leikskólann í peysum sem hann á frá merkinu enda finnst mér mikilvægt að börn noti fötin sín sérstaklega þegar notagildið er mikið og þegar þau vaxa svo hratt uppúr fötunum sínum þá verður maður að nota þau eins mikið og hægt er.

Erna Hrund

Annað dress: Slá og kuldaskór

Annað DressBiancoFallegtFW15JólagjafahugmyndirLífið MittNýtt í Fataskápnum

Sjitt!!! Það sem er orðið kalt úti, ég er stundum bara hreinlega að krókna hvort sem ég er inni eða úti ég bara næ ekki að losa úr mér einhvern svakalegan kuldahroll. Ég fer ekki úr fóðruðu inniskónnum mínum hér innandyra og ég fer ekki úr fóðruðu kuldastígvélunum mínum utandyra – hver myndi svo sem gera það en þið kannski skiljið hvað ég er að meina :)

Ég vef mér líka inní slær við hvert tækfæri og ég hef verið að sanka að mér nokkrum æðislegum og hlýjum sem ég get vafið mig inní og skellt yfir hvaða yfirhöfn eða dress sem er til að vefja mér inní og hlýja mér. Sláin sem er í uppáhaldi í augnablikinu er frá einu af mínum uppáhalds íslensku merkjum og ég fékk þennan dýrgrip að gjöf frá dömunum á bakvið merkið þegar við Tumi heimsóttum þær um daginn. As We Grow er eitthvað fallegasta merki sem er hægt að fá hér á Íslandi en vörurnar eru unnár úr hlýjum og yndislegum efnum sem halda á manni hita. Ég veit í alvörunni ekki hvar ég væri ef það væri ekki fyrir þessa slá, ég væri án efa einhvers staðar að krókna úr kulda!

En hér fáið þið eitt gott sunnudagsdress…!

slá

Slá: As We Grow
Sláin er úr 100% Alpaca ull svo hún er alveg svakalega hlý og einangrar vel. Ég skelli henni yfir hvaða klæði sem er og ég er mjög hrifin af því að vera með hana svona á hlið en það eru fjölmargar leiðir til að nota hana sem ég þarf endilega að sýna ykkur í öðrum færslum. Ég elska litinn á minni en hún er annars fáanleg svört og í mjög fallegum brúnum sauðalit. Sláina fékk ég að gjöf frá þessum einstöku konum sem standa að baki merkinu ásamt gjöfum fyrir strákana sem þið verðið að sjá fljótlega! Hér eru á ferðinni flíkur með svakalega góðri endingu og gæðum sem gerir það að verkum að merkið stendur framar mörgum öðrum. As We Grow hefur verið að vaxa jafnt og þétt undanfarin ár og merkið hefur verið að afla sér mikilla vinsælda fyrir utan landsteinana og mér þykir alltaf mjög gaman að fylgjast með!

Skyrta: Vero Moda
Ein gömul og góð gallaskyrta sem ég keypti í vor þegar ég var enn ólétt. Maður verður nú að eiga eina góða gallaskyrtu í fataskápnum, það finnst mér alla vega. Svo fer grái liturinn sérstaklega vel við gallaefnið.

Buxur: VILA
Sömu buxur og HÉR, ég elska þessar þröngu svörtu teygjubuxnaleggings og nota þær óspart!

Skór: Bianco
Hér sjáið þið kuldastígvélin mín, fóðruðu uppháu stígvélin sem eru með fallegri loðrönd að ofan og blanda af flaueli og leðri. Það er svo gott að fara með fæturnar ofan í þessa skó þeir eru svo sjúklega mjúkir og góðir og halda hlýju á fótunum mínum í hvaða veðri sem er. Ég fer alltaf út í þessum og gríp þá stundum aðra til að taka með mér ef ég er að fara eitthvað fínt. Það er sko nauðsynlegt að vera í góðum skóm úti í þessu kalda veðri og í öllum þessum klaka svo maður renni nú ekki á hausinn – það ætla ég ekki að gera aftur á næstunni alla vega… Þið sjáið skónna betur á myndinni hér fyrir neðan.

slá2

Ég held þetta sé þriðja sláin sem hefur bæst í fataskápinn minn núna í vetur og ég dýrka þær allar með tölu. Þær eru ólíkar, ein er opin og létt, önnur opin og úr ull og svo er það þessi lokuð og úr Alpaca ull. Slár eru ómissandi að mínu mati í fataskápinn fyrir veturinn og tilvalin jólagjöf fyrir glæsilegar konur – eins og bara ykkur allar****

Erna Hrund

Tinnadress #1

Lífið MittTinni & Tumi

Þá er komið að eldri stráknum að debutera í sinni fyrstu sér dressfærslu en hann hefur áður fengið að deila sviðsljósinu með mömmu sinni. Með Tinnann minn þá hefur mér þótt alveg svakalega skemmtilegt að klæða hann í liti en mér finnst áberandi litir fara honum bara ofboðslega vel og strákamamman nýtur þess að kaupa föt í björtum litum eins og gulu og appelsínugulu. Við Tinni erum líka bara sammála um að þessir litir séu mjög fallegir og því hitti stjörnuflík þessarar færslu í mark þegar við fengum hana að gjöf – eða hann mér finnst peysan bara svo flott og ég vildi svo mikið ég gæti troðið mér í hana…

Screen Shot 2015-09-01 at 11.54.43 AM

Peysa: Sailor Sweater frá As We Grow
Ein sú allra fallegasta flík sem ég hef séð. Gæðin frá þessu fallega íslenska merki eru auðvitað bara einstök og Tinni hefur átt þónokkrar flíkur frá merkinu. Ég tók strax ástfóstri við merkið og sem betur fer tók fólkið í kringum mig eftir því og Tinni hefur fengið flíkur að gjöf frá því en mamma og pabbi gáfu honum svakalega flotta peysu frá merkinu í jólagjöf fyrstu jólin hans Tinna. Þessi er alveg heil og með fallegum rúllukraga og í þessum æðislega appelsínugula lit. Gæðin eru til fyrirmyndar og Alpaca ullin heldur góðum hita á kroppnum hans án þess að honum verði of heitt.

Ljónaheilgalli: Pop Up Shop Petit.is
Það sést reyndar ekkert í hann en þetta er mest notaðasta flíkin í fataskápnum hans Tinna Snæs. Það er ekki bara litli strákurinn sem mamman vill helst að sé sem mest í heilgöllum en stóri elskar þennan. Það er alltaf fjör þegar hann fær að fara í ljónagallanum á leikskólann sem er sirka einu sinni í viku. Frábær flík því það þarf bara sokkabuxur og nærbol innanundir og svo skellum við bara svona fínni peysu yfir til að gefa honum meiri hlýju.

Superman derhúfa: H&M
Já maður getur ekki stjórnað öllu, þessi var keypt í Hollandi í sumar en valið stóð á milli Superman og Angry Birds – af tvennu illu finnst mér þessi þó skömminni skárri ;)

Screen Shot 2015-09-01 at 11.53.59 AM

Þessi appelsínuguli litur var hluti af sumarlínu As We Grow en hún er nú komin í sjúkum haustlit – dökkbláum sem fæst m.a. inná Petit.is – HÉR.

Sem móðir mjög fjörugs drengs þá finnst mér mikilvægt að fötin hans þoli útileik og ég kaupi fáar flíkur sem ekki mega nota í leik og fjör úti. Þessi fína peysa þoli svo sannarlega ýmislegt en hún var mikið notuð í sumar og hefur alveg fengið að fara með í leikskólann. Mér finnst líka að börnum verði að líða vel í fötunum sem þau eru í og þegar Tinni biður um að fá að fara í þessa peysu þá segir það mér að hann sé mjög sáttur með hana.

Fyrsti í Tinnadressi – mér finnst þetta fagnaðarefni, hlakka til að sýna honum færsluna :)

EH

Sumarlína As We Grow á HönnunarMars

Ég Mæli MeðFallegtÍslensk HönnunLífið MittShopTinni & Tumi

Ég leit við í Kraum á fimmtudagskvöldið í síðustu viku á HönnunarMars til að virða fyrir mér sumarlínuna frá einu af mínum uppáhalds íslensku merkjum, As We Grow. Sjálf hef ég ótrúlega góða reynslu af fötunum frá þessu fallega merki sem stækka eiginlega bara með Tinnanum mínum. Fallegir litir, falleg áferðin í prjóninu og mikil gæði einkenna vörurnar sem allar mömmur þurfa að kíkja á.

Ég smellti að sjálfsögðu af nokkrum myndum til að deila með ykkur. Ég þarf svo að komast að því hvenær línan mætir í verslanir svo ég geti hlaupið útí búð!

aswegrowss1414Mér finnst þessi litasamsetning á signature peysu merkisins alveg dásamleg – hentar jafnt stelpum sem strákum. Það liggur við að mig langi líka í þessa fyrir Tinna en hann á grænu og bláu signature peysuna.aswegrowss144 aswegrowss145 aswegrowss14Æðisleg mynd úr lookbookinu fyrir línuna!aswegrowss1415Mér finnst grænu pokabuxurnar ekkert smá krúttlegar ég þarf einar svona fyrir Tinna Snæ við signature peysuna hans í sumar :)aswegrowss1410 aswegrowss1411Svo fallegir litirnir í nýju sumarlínunni. Mér finnst þeir blandast svo fallega saman. Þetta eru fallegir sumarlitir sem fara litla fólkinu vel!aswegrowss1412Æðislegur Jón Sigurðsson sem er kominn uppá vegg núna í Kraum Junior!
aswegrowss149 aswegrowss148 aswegrowss143 aswegrowss147Mér finnst þessi rauði litur alveg æðislegur. Fallegur kjóll sem væri fullkominn sem jólakjóll í lok ársins. Skartið frá Hring eftir Hring fyrir litlu konurnar er svo dásamlegt.aswegrowss146Falleg útgáfa af fína treflinum frá merkinu.aswegrowss142Hér má svo sjá æðislega viðurkenningu sem merkið fékk í ár frá Grapevine!

Ég er mjög spennt fyrir nýju línunni. Mér finnst nýju litirnir rosalega fallegir og ég er nú þegar búin að spotta eitt dress sem mig langar að gefa einni óléttri vinkonu í sængurgjöf sem ég veit að er rosalega hrifin af merkinu og langar mikið í flíkur frá þeim. Ég mæli svo eindregið með ferð í Kraum Junior sem ég einmitt skrifaði um HÉR virkilega falleg búð með fallega hluti fyrir litla fólkið.

Ég get ekki lofað þessi föt nógu mikið – þau eru ekki bara falleg, þau eru mjúk og hlý og Tinna líður svo vel í sínum :)

EH

Myndir úr Kraum Jr.

Ég Mæli MeðFallegtTinni & Tumi

Ég minntist á nýja barnadeild í hönnunarversluninni Kraum í Aðalstræti í síðustu viku HÉR. Ég lofaði fleiri myndum frá heimsókn minni í verslunina og hér koma þær.

Það er ótrúlega mikið fallegt í versluninni sem var sett upp m.a. af smekkkonunum sem standa á bakvið íslenska merkið As We Grow sem ég hef fjallað um HÉR. Rýmið er nú ekkert sérstaklega stórt en þeim hefur tekist að nýta það ótrúlega vel og það eru margar skemmtilegar lausnir sem hæfa þessu gamla húsnæði vel eins og frístandandi slá sem er gerð úr pípulögnum.

Við kíkjum reglulega inní Kraum til að dást að fallegum vörum sem fást þar og nú verður gaman að fylgjast með Kraum Jr. dafna og vonandi stækka :)kraumjr21Gambur er kind í formi rugguhests sem myndi sóma sér vel sem stofustáss eða fallegt leikfang í barnaherbergi.kraumjr20Fallega skartið frá Steinunni Völu í Hring eftir Hring fæst í versluninni í barnastærð.kraumjr19Mér finnst þetta æðisleg fataslá sem As We Grow snillingarnir settu saman út rörum í Byko ef ég man rétt. Þarna sjáið þið silfur, gull og kopar sett saman í flotta frístandandi slá. Ég hef séð alls konar útfærslur af svona slám en þá eru þær venjulega hengdar í keðju eða festar í vegg – frístandandi hef ég ekki séð en svona langar mig í! Fallegu flíkurnar mættu alveg fylgja með líka :)kraumjr18 kraumjr16 kraumjr15Svo fallegir diskar fyrir lítið fólk.kraumjr14 kraumjr13Falleg veggspjöd frá As We Grow.kraumjr12 kraumjr10 kraumjr9Ég elska þennan fallega græna lit frá As We Grow.kraumjr8Mig langar svo í trefil í stíl við Signature peysuna frá As We Grow sem Tinni Snær fékk í jólagjöf frá ömmu sinni og afa.kraumjr7Virkilega skemmtileg uppstilling í stiganum og þarna nýtist plássið hjá hurðinni sem er ekki í notkun. As We Grow teppin koma svo fallega út í stiganum en hann er frá ILVA.kraumjr6Ljósasería sem er unnin úr endurunnum fernum.kraumjr5Mig langar svo í dökkbláu kápuna frá As We Grow á Tinna Snæ – mér finnst hún svo falleg og ég held að Tinninn minn verði voða krútt í henni. Mig hefur langað í hana síðan ég sá hana fyrst, vonandi verður hún mín já eða Tinna sem fyrst.kraumjr4Fallegur múrsteinsveggur með gallanum frá Farmers Market í aðalhlutverki.kraumjr3Ég elska gallann hans Tinna en þetta er ein af fyrstu flíkunum sem ég keypti þegar ég vissi að ég ætti von á barni. Gallinn kostar smá en hann er þess virði og rúmlega það. Falleg og hlý flík sem á eftir að ganga á milli barnanna minna.kraumjr2Fallegur hvalaórói sem yrði falleg skreyting í barnaherbergi.kraumjrVirkilega skemmtilegur origami fugl sem er gerður úr gömlum landakortum.

Ég mæli með að þið kíkið við í Kraum Jr. næst þegar þið eigið ferð í bæinn. Mikið af skemmtilegum vörum fyrir börn og á næstunni eru væntanlegar fleiri nýjungar í verslunina og þar á meðal verður dót fyrir börn í aðalhlutverki. Falleg og eiguleg leikföng – ég var búin að sjá smá af leikföngunum sem þeim langaði að vera með og mér líst svo vel á þau ég vona að það gangi upp.

Annars verð ég að minnast aftur á gæðin í vörunum frá As We Grow sem eru einstakar flíkur, fallegar, eigulegar sem endast vel og ég get svo svarið að ég held stundum að flíkurnar þrífi sig sjálfar. Ég hef alla vega aldrei skellt flíkunum sem Tinni á frá merkinu í þvott en það sést ekki á þeim!

EH

Skemmtilegur dagur framundan…

Íslensk Hönnun

Já það er sko nóg um að vera í dag. Tveir mjög skemmtilegir viðburðir fara fram klukkan 17:00 í dag og þeir eru báðir tengdir íslenskri hönnun.

Annar viðburðurinn tengist fallega barnafatamerkinu As We Grow. Ég er mikill aðdáandi þessara fallegu íslensku barnahönnunar en Tinninn minn á föt frá þeim sem hann notar óspart. Í kvöld munu þær sem standa að As We Grow efna til söfnunar til styrtar Barnaspítala Hringsins en til sölu verða húfur og treflar frá merkinu. Mig langar mikið í röndótta trefilinn sem þið sjáið á myndinni fyrir Tinna. Þessa trefla fengu þær sent óvænt frá konunum sem sjá um að prjóna flíkurnar fyrir þær í Perú. Þær ákváðu nefninlega að gera eitthvað úr afgöngunum af efnunum svo það væri hægt að nýta allt saman:) Mér finnst svo gaman þegar flíkur hafa svona skemmtilega sögu á bakvið sig.

adventukvold copyAuk þess munu svo Steinunn Vala hjá Hring eftir Hring og vöruhönnuðurinn Jón Helgi frumsýna nýja skartgripalínu sem nefnist Hryggur. Línan er fyrsta samstarfsverkefni þessa hæfileikaríka fólks og ég hlakka mikið til að sjá það sem þau hafa verið að gera saman. 1463079_631220190269632_302226630_n-1

Það er nóg að gerast í dag og ég hvet ykkur til að kíkja á þessa skemmtilegu viðburði – sjálf ætla ég að reyna að mæta á báða staði :)

EH

@aswegrow

Ég Mæli MeðLífið MittMyndirShopTinni & Tumi

Ég er í svo langan tíma búin að horfa hugfangin á flíkurnar frá barnafatamerkinu As We Grow í Mýrinni og MAIA… Núna um daginn fékk Tinni sett frá þeim að gjöf svo ég fékk loksins að prófa þau og mamman varð ekki fyrir vonbrigðum. Ég er aðeins búin að vera að kynna mér vörurnar frá merkinu og söguna á bakvið það og ég er vægast sagt heilluð.

Screen Shot 2013-10-23 at 8.56.07 PMHér er hann með húfu og trefil frá As We Grow og á myndinni fyrir neðan er hann í afasetti frá þeim – bol og buxum. Hrikalega kjút – mér finnst brúni liturinn og þessi lime græni fara svo vel saman.aswegrowTinni er búinn að nota fötin nánast uppá dag síðan hann fékk þau – ég læt hann alltaf sofa úti í vagni í þeim og í fyrsta sinn er hann ekki að koma inn kófsveittur úr lúrnum hann er bara voða passlegur.

As We Grow er barnfatamerki sem er í eigu Grétu Hlöðversdóttur sem er lögfræðingur og svo hönnuðanna Guðrúnar Rögnu Sigurjónsdóttur og Maríu Th Ólafsdóttur. Hugmyndin á bakvið merkið er að skapa eigulegar og vandaðar flíkur sem lifa áfram og berast á milli kynslóða. Þannig skapar flíkin sér sína eigin sögu og tilfinningagildið eykst. Mér finnst þetta yndisleg hugsun. Sjálf er ég ótrúlega heppin að eiga ömmu sem átti 4 stráka og geymdi öll fallegu fötin þeirra. Bróðir minn, sem er eina barnabarnið hennar sem er strákur, fékk þau lánuð og nú 21 ári seinna fæddist næsti strákurinn í fjölskyldunni – hann Tinni Snær. Hann er næstur á listanum yfir að fá fötin lánuð. Mér finnst líka frábært að búa til flíkur sem er hægt að endurnýta. Stundum þarf maður ekki alltaf að kaupa eitthvað nýtt.

Fötin frá As We Grow eru úr Alpaca ull sem koma af lamadýrum sem búa hátt uppí fjöllum Perú. Ullin er ótrúlega mjúk og hlý og nær að halda jöfnu hitastigi á líkamanum. Lamadýrin búa við mjög ójafnt hitastig það er bæði mjög kalt hjá þeim og mjög heitt en ullin heldur jafnværi á þeirra hitastiga í gegnum allar þessar breytingar. Eins og ég segi hér fyrir ofan þá var Tinni alltaf að koma kófsveittur inn úr lúrnum sínum, ég var bara alltaf með hann í ullarnærfötum og svo var hann í svefnpoka – hann er enn í svefnpokanum en fötin hafa breyst og ég finn mikinn mun á honum. Ég trúi því bara líka að honum líði miklu betur þarna úti – nái að sofa vel.

Ef þið hafið ekki heyrt um þessi föt þá ættuð þið samt kannski að hafa rekið augun í þessa peysu sem er einmitt signature peysan frá As We Grow…Multi_muted_cardigan.jpg00000_1024x1024Mér finnst þessi alveg einstök og það sem mér finnst gaman við flíkurnar frá merkinu er að þær eru engum öðrum líkar, þær eru alveg einstakar. As We Grow hefur verið að vekja mikla lukku í Noregi en Norðmenn eru nú mikil útivistarþjóð sem við ættum að taka okkur til fyrirmyndar þegar kemur að klæðnaði. Þeir eru mjög hrifnir af Alpaca ull og í gegnum þær hjá As We Grow hef ég uppgötvað nýtt blogg sem norsk mamma heldur úti – ég þarf að segja ykkur betur frá því síðar. En hún er mjög hrifin af þessu íslenska merki. Mér finnst alltaf svo ánægjulegt þegar íslendingum gengur vel erlendis.

Hér fyrir neðan sjáið þið myndir af línunni sem er í sölu núna en vörurnar fást í verslununum MAIA, Mýrin og Rammagerðinni í Reykjavík.
AW2013 Óðinn IcelandairAWG13AnnaKamillablanket AWG13AnnaKamilladress AWG13Óðinncoat2 AWG13ThorGrandpaDressEfst á óskalistanum fyrir soninn er bláa kápan en hana var ég búin að sjá þegar línan kom fyrst í búðir og bölvaði því að geta ekki keypt hana á strákinn. Þangað til ég rak svo augun á myndina af þessum fallega dreng sem er í kápunni – nú er hún komin á innkaupalistann ásamt rauða afadressinu og einni signature peysu. Ég hvet ykkur til að fylgjast með þeim á Instagram undir @aswegrow en þar birtast fullt af skemmtilegum myndum af krökkum í flíkunum og hugmyndir af fallegum fatasamsetningum. Ég fékk að sjá brot af næstu línunni þeirra sem er virkilega skemmtileg og þar eru fullt af nýjum flíkum.

Þetta eru svo eigulegar flíkur og ég sé fyrir mér að fötin hans Tinna muni vonandi ganga á milli barna í fjölskyldunni og skapa sér sína sögu.