fbpx

Annað dress: Slá og kuldaskór

Annað DressBiancoFallegtFW15JólagjafahugmyndirLífið MittNýtt í Fataskápnum

Sjitt!!! Það sem er orðið kalt úti, ég er stundum bara hreinlega að krókna hvort sem ég er inni eða úti ég bara næ ekki að losa úr mér einhvern svakalegan kuldahroll. Ég fer ekki úr fóðruðu inniskónnum mínum hér innandyra og ég fer ekki úr fóðruðu kuldastígvélunum mínum utandyra – hver myndi svo sem gera það en þið kannski skiljið hvað ég er að meina :)

Ég vef mér líka inní slær við hvert tækfæri og ég hef verið að sanka að mér nokkrum æðislegum og hlýjum sem ég get vafið mig inní og skellt yfir hvaða yfirhöfn eða dress sem er til að vefja mér inní og hlýja mér. Sláin sem er í uppáhaldi í augnablikinu er frá einu af mínum uppáhalds íslensku merkjum og ég fékk þennan dýrgrip að gjöf frá dömunum á bakvið merkið þegar við Tumi heimsóttum þær um daginn. As We Grow er eitthvað fallegasta merki sem er hægt að fá hér á Íslandi en vörurnar eru unnár úr hlýjum og yndislegum efnum sem halda á manni hita. Ég veit í alvörunni ekki hvar ég væri ef það væri ekki fyrir þessa slá, ég væri án efa einhvers staðar að krókna úr kulda!

En hér fáið þið eitt gott sunnudagsdress…!

slá

Slá: As We Grow
Sláin er úr 100% Alpaca ull svo hún er alveg svakalega hlý og einangrar vel. Ég skelli henni yfir hvaða klæði sem er og ég er mjög hrifin af því að vera með hana svona á hlið en það eru fjölmargar leiðir til að nota hana sem ég þarf endilega að sýna ykkur í öðrum færslum. Ég elska litinn á minni en hún er annars fáanleg svört og í mjög fallegum brúnum sauðalit. Sláina fékk ég að gjöf frá þessum einstöku konum sem standa að baki merkinu ásamt gjöfum fyrir strákana sem þið verðið að sjá fljótlega! Hér eru á ferðinni flíkur með svakalega góðri endingu og gæðum sem gerir það að verkum að merkið stendur framar mörgum öðrum. As We Grow hefur verið að vaxa jafnt og þétt undanfarin ár og merkið hefur verið að afla sér mikilla vinsælda fyrir utan landsteinana og mér þykir alltaf mjög gaman að fylgjast með!

Skyrta: Vero Moda
Ein gömul og góð gallaskyrta sem ég keypti í vor þegar ég var enn ólétt. Maður verður nú að eiga eina góða gallaskyrtu í fataskápnum, það finnst mér alla vega. Svo fer grái liturinn sérstaklega vel við gallaefnið.

Buxur: VILA
Sömu buxur og HÉR, ég elska þessar þröngu svörtu teygjubuxnaleggings og nota þær óspart!

Skór: Bianco
Hér sjáið þið kuldastígvélin mín, fóðruðu uppháu stígvélin sem eru með fallegri loðrönd að ofan og blanda af flaueli og leðri. Það er svo gott að fara með fæturnar ofan í þessa skó þeir eru svo sjúklega mjúkir og góðir og halda hlýju á fótunum mínum í hvaða veðri sem er. Ég fer alltaf út í þessum og gríp þá stundum aðra til að taka með mér ef ég er að fara eitthvað fínt. Það er sko nauðsynlegt að vera í góðum skóm úti í þessu kalda veðri og í öllum þessum klaka svo maður renni nú ekki á hausinn – það ætla ég ekki að gera aftur á næstunni alla vega… Þið sjáið skónna betur á myndinni hér fyrir neðan.

slá2

Ég held þetta sé þriðja sláin sem hefur bæst í fataskápinn minn núna í vetur og ég dýrka þær allar með tölu. Þær eru ólíkar, ein er opin og létt, önnur opin og úr ull og svo er það þessi lokuð og úr Alpaca ull. Slár eru ómissandi að mínu mati í fataskápinn fyrir veturinn og tilvalin jólagjöf fyrir glæsilegar konur – eins og bara ykkur allar****

Erna Hrund

Ljúfur næturmaski

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Hildur Gylfadóttir

    22. November 2015

    Sæl Erna.
    Sláin er dásamleg, veistu hvaðan hún er? Mig langar í hana í jólapakkann minn :)
    Kv. Hildur