fbpx

Annað dress: kósý knit

Annað DressFashionFW15Lífið MittNýtt í FataskápnumTrend

Ég hef tekið ástfóstri við camel brúna liti og brúngula tóna, mér finnst eitthvað svo dásamlega fallegt við þessa liti og svo svakalega haustlegt því þeir minna dáldið á litina á laufblöðunum sem eru að falla af trjánum núna. Ég kolféll fyrir glæsilegri peysu inní VILA fyrir helgi og dró Aðalstein þangað með mér í dag til að kaupa hana – já hún er það falleg að ég gat bara alls ekki hætt að hugsa um hana og ég held margar hverjar muni skilja mig vel þegar þið sjáið hana…

kósýknit3

Þessi litur er bara gordjöss og ég vil meina það að hann fari mér, augunum og hárlitnum alveg sérstaklega vel. Hún er alveg svakalega hlý en ég hafði smá áhyggjur að mig myndi klæja undan henni og ég finn svona smá fiðring í hálsinum en það er samt ekki kláði en ég held það muni bara venjast. Ég skila nefninlega hiklaust flíkum sem mig klæjar undan ég get ekki svoleiðis og þær flíkur safna bara ryki inní mínum fataskáp – en þessi mun ekki gera það.

kósýknit5

Peysa: Object fæst í VILA, ég elska Object vörurnar inní VILA og undanfarið hef ég nánast bara keypt frá því merki inní búð en síðustu línur frá þessu fallega merki hafa bara verið svo glæsilegar. Peysan er aðeins síðari að aftan en framan sem mér finnst dáldið skemmtilegt því þá getur maður sett fleiri lög af klæðum inn fyrir peysuna og þá kemur skemmtileg áferð í heildardressið. Ég sé fyrir mér að það verði gaman að klæðast t.d. skyrtum inn undir þessa. Rúllukragar eru svo kósý í svona köldu haustveðri, þá langar manni bara að pakka sér inn í eitthvar þægilegt og þá skemmir ekki fyrir þegar flíkurnar eru fallegar eins og þessi.

Buxur: Pieces fást í VILA, ég er búin að vera með augastað á þessum buxum lengi. Ég passa ennþá ekki í neinar buxur í fataskápnum og ég er svona smám saman að verða meira og meira miður mín yfir því þar sem mér finnst að auka kílóin eigi að vera farin en þá þarf ég að minna mig á það að ég er nýbúin að eiga barn og líkaminn er í hönki og ég á mjög erfitt með að hreyfa mig svo ég verð bara að taka þessu með smá ró og aðeins meiri ró. En buxurnar eru eins og einhvers konar reiðbuxur, það er svona falleg glans áferð á þeim og þær eru svaka þægilegar. Gott að eiga einar svona superslim svartar í fataskápnum. Þessum er bara rennt upp á hliðinni og þær eru með góðri teygju í sér en þó ekki í mittinu sem er gott því þær sitja fastar á mjöðmunum og eru ekkert að renna niður.

kósýknit

Skór: Camilla Pihl fyrir Bianco. Einhverjir allra bestu skór sem ég hef komist í á ævinni. Ég á þessa líka í svörtu og ég stóðst ekki mátið og fékk líka þessa brúnu þegar þeir komu núna fyrr í haust. Ég sá svo að hún Elísabet mín náði líka að panta inn dökkbrúnu rússkinsútgáfuna af þessum – sjitt hvað þeir eru gordjöss en þeir eru alveg svona súkkulaðibrúnir. Ég er ekkert að ýkja þegar ég segi að þessir skór séu einhverjir þeir þægilegustu í skóskápnum mínum og ég elska líka að eiga svona fancy ökklastígvél sem ganga vel við fínni dress.

kósýknit2

Ég er in love af þessum lit! Aldrei þessu vant tóks mér að bæta við peysu í fataskápinn minn sem er ekkert lík neinni annarri sem fyrirfinnst þar. Ég sé svo fyrir mér að það verði fullkomið að bæta við ljósblárri skyrtu undir peysuna en það var einmitt ein ofboðslega falleg til inní VILA frá Object sem ég var næstum því búin að kaupa líka en nei… ég á víst nokkrar svoleiðis, fleiri en þrjár meirað segja :) Svo held ég það verði líka gaman að bæta við rúllukraga bol undir peysuna til að gera hann enn meira kósý.

Ég er alveg að fara að taka þetta haust og kuldann sem því fylgir í sátt en helst eiginlega bara útaf þessum kósý haustklæðnaði sem fyllir verslanir. Svo hlakka ég líka til að fara gera kósý stemmingu heima á kvöldin með kertaljósi og kúra undir teppi. Sá tími mun þó ekki koma fyr en ég er búin að skila af mér í prent! Ég ætla reyndar að taka smá frí á morgun bara af því ég á afmæli – 20 & sexý!

Erna Hrund

Draumadrengur

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. xx

  26. October 2015

  þessi er geggjuð var einmitt að panta mer hana um helgina – kolféll fyrir þessum lit þegar eg sá myndir af henni a netinu :)! Outfit færslurnar þínar eru alltaf jafn skemmtilegar, algjörlega minn stíll líka! Áfram þú!

 2. Sara

  26. October 2015

  Mig langaði bara að segja þér að þú lítur rosalega vel út. Sjálf er ég á minni fyrstu meðgöngu og ég var einmitt að hugsa það þegar ég skrollaði yfir myndirnar þínar að ég vona að ég líti svona vel út þegar barnið verður komið í heiminn ;)

  Mér finnst líka svo gaman að lesa um allt tengt börnunum þínum og hlakka þá bara ennþá meira til að fá mitt í fangið. Áfram þú! :)

  • Reykjavík Fashion Journal

   26. October 2015

   Æjj takk kærlega fyrir yndisleg*** Gangi þér svakalega vel mín kæra – þetta er það besta í heimi!

   Knús
   EH